Innlent

Að­eins Víðir sótti um stöðu Víðis

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Víðir Reynisson.
Víðir Reynisson. Vísir/Vilhelm

Guðmundur Víðir Reynisson, betur þekktur sem Víðir Reynisson, settur yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra, er eini umsækjandinn um stöðu yfirlögregluþjóns almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra. Þetta kemur fram á vef lögreglunnar.

Víðir hefur verið settur yfirlögregluþjónn hjá almannavarnasviði síðan í upphafi kórónuveirufaraldursins hér á landi, en ekki ráðinn beint í þá stöðu.

Þá kemur fram á vef lögreglunnar að fjórir umsækjendur voru um stöðu sviðsstjóra þjónustusviðs ríkislögreglustjóra. Það voru þa Árdís Rut H. Einarsdóttir lögfræðingur, Hallgrímur Tómasson lögfræðingur, Rannveig Þórisdóttir, sviðsstjóri hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, og Valdimar Björnsson verkfræðingur.

Eins sóttu fjórir um stöðu yfirlögregluþjóns alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra. Það voru þeir Bjarni Ólafur Ólafsson, lögreglufulltrúi hjá embætti ríkislögreglustjóra, Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra og tengslafulltrúi Europol, Gylfi Hammer Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra og Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.

Þá var aðeins einn umsækjandi um stöðu yfirlögregluþjóns landamærasviðs ríkislögreglustjóra, Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra.

Á vef lögreglunnar kemur fram að fyrirhugað sé að ráðið verði í stöðurnar frá 1. nóvember næstkomandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×