Lífið

Fríða greip til örþrifaráða og setti barn Sollu Reynis á brjóst

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sonur Sollu Reynis fékk fína næringu frá Fríðu.
Sonur Sollu Reynis fékk fína næringu frá Fríðu.

Þættirnir Eurogarðurinn hófu göngu sína á Stöð 2 í gærkvöld og að þessu sinni voru fyrstu tveir þættirnir sýndir.

Um er að ræða íslenska leikna sjónvarpsþætti með einvala liði leikara. Með helstu hlutverk fara Jón Gnarr, Anna Svava Knútsdóttir, Auðunn Blöndal, Steindi Jr. og Dóri DNA en mörg fleiri kunnugleg andlit munu birtast á skjánum í þessum glænýju þáttum.

Þættirnir verða átta talsins og gerast í Húsdýragarðinum. Eurogarðurinn fjallar um drykkfelldan miðaldra braskara með vafasaman viðskiptaferil sem kaupir Húsdýragarðinn en karakterinn er leikin af Jóni Gnarr. Hann hefur stórkostlegar hugmyndir um framtíð garðsins sem hann kallar Eurogarðinn, sem hann sér fyrir sér ná upp í sömu stærðargráðu og Disney-World.

Í þætti gærkvöldsins var nokkuð spaugilegt atriði þegar Fríða, leikin af Önnu Svövu Knútsdóttur, ákvað að gefa ungabarni brjóst í Eurogarðinum. Samfélagsmiðlastjarnan Solla Reynis, sem Kristín Pétursdóttir leikur, mætti með barnið sitt í garðinn en þegar drengurinn varð svangur varð Fríða að grípa til sinna ráða og gefa honum að drekka eins og sjá má hér að neðan.

Klippa: Fríða greip til örþrifaráða og setti barn Sollu Reynis á brjóst





Fleiri fréttir

Sjá meira


×