Dagmóðir sýknuð af sérstaklega hættulegri líkamsárás Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. september 2020 17:35 Konan var í dag sýknuð í Landsrétti en ekki taldist nægilega sannað að hún hafi beitt stúlkuna ofbeldi með þeim hætti sem ákæruvaldið tilgreindi. Vísir/Vilhelm Dagmóðir var í dag sýknuð af sérstaklega hættulega líkamsárás og brot á barnaverndarlögum. Hún var ákærð fyrir að hafa beitt 20 mánaða gamla stúlku ofbeldi sem var í umsjá hennar og dæmd í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í mars 2018. Konan var ákærð fyrir að hafa veist gegn 20 mánaða gamalli stúlku sem hún gætti heima hjá sér í Mosfellsbæ. Atvikið varð 17. október 2016. Konan hafði átta ára reynslu af starfi dagmóður en umræddan dag gætti hún fjögurra ungra barna á heimili sínu. Enginn annar var á heimilinu á þessum tíma. Dagmóðirin tilkynnti til lögreglu að barnið hefði fallið úr barnastól niður á gólf og var barnið flutt með sjúkrabíl á Bráðamóttöku barna við Hringbraut. Hún kvaðst ekki hafa séð þegar barnið datt úr stólnum en réttarmeinafræðingur, sem lögregla leitaði til við rannsókn málsins, fullyrti að ekki væri hægt að útskýra áverka á barninu, aðallega marbletti, með þeim hætti að barnið hafi fallið úr stólnum. Dómkvaddur réttarmeinafræðingur tók undir það auk læknisins sem tók á móti barninu á spítala eftir atvikið. Konan neitaði sök í málinu en héraðsdómur taldi sannað að hún hafi gerst sek um brot gegn 2. málsgrein 218. greinar almennra hegningarlaga sem fjalla sérstaklega um hættulega líkamsárás. Þá dæmdir héraðsdómur hana einnig fyrir brot gegn 98. grein barnaverndarlaga sem fjallar um brot umsjáraðila gegn barni. Í dómi Landsréttar segir að yfirmatsmaður hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að útiloka að áverkar á barninu hefðu komið til á þann hátt sem ákærða hefur útskýrt fyrir lögreglu og dómi. Þá væri ekki hægt að útiloka að áverkarnir hefðu komið til við að barnið félli á eða utan í barnastólinn sem hún sat í og/eða barnastóla sem voru við hlið hans. Auk þess tók matsmaðurinn fram að ekki væri hægt að útiloka að barnið hefði fengið einhverja af áverkunum, sérstaklega á hálsinum, á undan falli úr stólnum. Þegar málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur höfðu sérfræðingar sem komu fyrir dóminn greint frá því að þeir teldu að áverkar á barninu samræmdust því að hún hefði verið beitt einhvers konar ofbeldi en að áverkar á andlitinu gætu til að mynda verið eftir löðrunga eða högg með sveigjanlegum hlut. Þá væru áverkar á hálsi eftir sveigjanlegan hlut, svo sem ól, belti eða tog eftir fatnað sem hertur hafi verið að hálsinum. Matsmaðurinn sem kom fyrir Landsrétt sagði hins vegar að ýmislegt í rannsókn lögreglu hafi verið ábótavant, sem geri það að verkum að örðugra sé en ella að draga ályktanir um hvað olli áverkum barnsins. Við sviðsetningu atburðarins hjá lögreglu hafi barnastólum ekki verið raðað eins upp og við atburðinn, ekki hafi verið athugað hvort á einhvern hátt væri hægt að smeygja ólinni í stólnum að hálsi eða yfir höfuð gínunnar sem notuð var og svo framvegis. Því verði ekki talið að sannað hafi verið yfir skynsamlegan vafa að dagmóðirin hafi beitt stúlkuna ofbeldi á þann hátt sem ákæruvaldið tilgreindi. Því verði hún sýknuð af ákærunni. Dómsmál Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Dagmóðir var í dag sýknuð af sérstaklega hættulega líkamsárás og brot á barnaverndarlögum. Hún var ákærð fyrir að hafa beitt 20 mánaða gamla stúlku ofbeldi sem var í umsjá hennar og dæmd í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í mars 2018. Konan var ákærð fyrir að hafa veist gegn 20 mánaða gamalli stúlku sem hún gætti heima hjá sér í Mosfellsbæ. Atvikið varð 17. október 2016. Konan hafði átta ára reynslu af starfi dagmóður en umræddan dag gætti hún fjögurra ungra barna á heimili sínu. Enginn annar var á heimilinu á þessum tíma. Dagmóðirin tilkynnti til lögreglu að barnið hefði fallið úr barnastól niður á gólf og var barnið flutt með sjúkrabíl á Bráðamóttöku barna við Hringbraut. Hún kvaðst ekki hafa séð þegar barnið datt úr stólnum en réttarmeinafræðingur, sem lögregla leitaði til við rannsókn málsins, fullyrti að ekki væri hægt að útskýra áverka á barninu, aðallega marbletti, með þeim hætti að barnið hafi fallið úr stólnum. Dómkvaddur réttarmeinafræðingur tók undir það auk læknisins sem tók á móti barninu á spítala eftir atvikið. Konan neitaði sök í málinu en héraðsdómur taldi sannað að hún hafi gerst sek um brot gegn 2. málsgrein 218. greinar almennra hegningarlaga sem fjalla sérstaklega um hættulega líkamsárás. Þá dæmdir héraðsdómur hana einnig fyrir brot gegn 98. grein barnaverndarlaga sem fjallar um brot umsjáraðila gegn barni. Í dómi Landsréttar segir að yfirmatsmaður hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að útiloka að áverkar á barninu hefðu komið til á þann hátt sem ákærða hefur útskýrt fyrir lögreglu og dómi. Þá væri ekki hægt að útiloka að áverkarnir hefðu komið til við að barnið félli á eða utan í barnastólinn sem hún sat í og/eða barnastóla sem voru við hlið hans. Auk þess tók matsmaðurinn fram að ekki væri hægt að útiloka að barnið hefði fengið einhverja af áverkunum, sérstaklega á hálsinum, á undan falli úr stólnum. Þegar málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur höfðu sérfræðingar sem komu fyrir dóminn greint frá því að þeir teldu að áverkar á barninu samræmdust því að hún hefði verið beitt einhvers konar ofbeldi en að áverkar á andlitinu gætu til að mynda verið eftir löðrunga eða högg með sveigjanlegum hlut. Þá væru áverkar á hálsi eftir sveigjanlegan hlut, svo sem ól, belti eða tog eftir fatnað sem hertur hafi verið að hálsinum. Matsmaðurinn sem kom fyrir Landsrétt sagði hins vegar að ýmislegt í rannsókn lögreglu hafi verið ábótavant, sem geri það að verkum að örðugra sé en ella að draga ályktanir um hvað olli áverkum barnsins. Við sviðsetningu atburðarins hjá lögreglu hafi barnastólum ekki verið raðað eins upp og við atburðinn, ekki hafi verið athugað hvort á einhvern hátt væri hægt að smeygja ólinni í stólnum að hálsi eða yfir höfuð gínunnar sem notuð var og svo framvegis. Því verði ekki talið að sannað hafi verið yfir skynsamlegan vafa að dagmóðirin hafi beitt stúlkuna ofbeldi á þann hátt sem ákæruvaldið tilgreindi. Því verði hún sýknuð af ákærunni.
Dómsmál Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira