Braut gegn stúlku og dró aðra úr meðferð Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. september 2020 08:02 Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í byrjun mánaðar ungan mann í fimmtán mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir nokkur brot. Þar á meðal var kynferðisbrot gegn þáverandi kærustu hans, sem var 14 ára þegar brotið var framið og ári yngri en ákærði, auk brots gegn barnaverndarlögum með því að hafa dregið aðra stúlku úr meðferð. Pilturinn var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni með því að hafa í nokkur skipti haft samræði við stúlku árið 2016, sem þá var 14 ára gömul. Honum voru einnig gefin að sök sifskaparbrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa sótt aðra stúlku, sem þá var fimmtán ára, af meðferðarheimili árið 2018. Með þessu braut pilturinn gegn ráðstöfun barnaverndarnefndar. Pilturinn var einnig ákærður fyrir þjófnað úr verslun, fjársvik og tilraun til ráns. Um fyrsta ákæruliðinn segir í dómi að pilturinn, sem er ári eldri en stúlkan, hafi verið kærasti hennar. Þau hafi kynnst í meðferð og oft sofið saman. Hann neitaði sök og kvaðst við skýrslutöku ekki hafa vitað að stúlkan væri 14 ára þegar þau höfðu samræði. Hann hefði haldið að hún væri orðin 15 ára og ekki „upplifað hana eitthvað yngri […] né óþroskaða“. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að pilturinn hefði „látið sér það í léttu rúmi liggja“ hvort stúlkan hefði verið orðin 15 ára. Pilturinn hefði þannig gerst sekur um kynferðisbrot gegn barni. Um annan ákæruliðinn segir í dómi að lögreglu hafi sumarið 2018 borist tilkynning um að vistmaður á meðferðarheimili væri að strjúka. Vistmaðurinn, 15 ára stúlka, hafi farið upp í bifreið og henni ekið hratt í burtu. Pilturinn hafði fengið félaga sinn til að aka sér að meðferðarheimilinu. Hann var að endingu fundinn sekur um þá háttsemi sem honum var gefið að sök í umræddum ákærulið, auk þeirra er lúta að þjófnaði, fjársvikum og tilraun til ráns. Pilturinn var dæmdur í fimmtán mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá var hnífur sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins gerður upptækur. Honum var jafnframt gert að greiða um 1,3 milljónir króna í sakarkostnað. Dómsmál Barnavernd Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í byrjun mánaðar ungan mann í fimmtán mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir nokkur brot. Þar á meðal var kynferðisbrot gegn þáverandi kærustu hans, sem var 14 ára þegar brotið var framið og ári yngri en ákærði, auk brots gegn barnaverndarlögum með því að hafa dregið aðra stúlku úr meðferð. Pilturinn var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni með því að hafa í nokkur skipti haft samræði við stúlku árið 2016, sem þá var 14 ára gömul. Honum voru einnig gefin að sök sifskaparbrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa sótt aðra stúlku, sem þá var fimmtán ára, af meðferðarheimili árið 2018. Með þessu braut pilturinn gegn ráðstöfun barnaverndarnefndar. Pilturinn var einnig ákærður fyrir þjófnað úr verslun, fjársvik og tilraun til ráns. Um fyrsta ákæruliðinn segir í dómi að pilturinn, sem er ári eldri en stúlkan, hafi verið kærasti hennar. Þau hafi kynnst í meðferð og oft sofið saman. Hann neitaði sök og kvaðst við skýrslutöku ekki hafa vitað að stúlkan væri 14 ára þegar þau höfðu samræði. Hann hefði haldið að hún væri orðin 15 ára og ekki „upplifað hana eitthvað yngri […] né óþroskaða“. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að pilturinn hefði „látið sér það í léttu rúmi liggja“ hvort stúlkan hefði verið orðin 15 ára. Pilturinn hefði þannig gerst sekur um kynferðisbrot gegn barni. Um annan ákæruliðinn segir í dómi að lögreglu hafi sumarið 2018 borist tilkynning um að vistmaður á meðferðarheimili væri að strjúka. Vistmaðurinn, 15 ára stúlka, hafi farið upp í bifreið og henni ekið hratt í burtu. Pilturinn hafði fengið félaga sinn til að aka sér að meðferðarheimilinu. Hann var að endingu fundinn sekur um þá háttsemi sem honum var gefið að sök í umræddum ákærulið, auk þeirra er lúta að þjófnaði, fjársvikum og tilraun til ráns. Pilturinn var dæmdur í fimmtán mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá var hnífur sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins gerður upptækur. Honum var jafnframt gert að greiða um 1,3 milljónir króna í sakarkostnað.
Dómsmál Barnavernd Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent