Egypska fjölskyldan fær dvalarleyfi Nadine Guðrún Yaghi og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 24. september 2020 18:54 Khedr-fjölskyldan hefur verið í felum að undanförnu en getur nú um frjálst höfuð strokið. visir/nadine guðrún Egypska Khedr fjölskyldan fékk í dag dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Kærunefnd útlendingamála féllst á sjónarmið fjölskyldunnar um endurupptöku fyrr í dag. Þetta segir Magnús D. Norðdal, lögmaður fjölskyldunnar. „Þetta er sigur fyrir íslenskt samfélag enda hefði fyrirhuguð brottvísun orðið ævarandi svartur blettur í sögu þjóðarinnar. Mælikvarði á gildi hvers samfélags er hvernig það kemur fram við sína viðkvæmustu hópa og þar eru börn fremst í flokki,“ segir Magnús. Hann segir að kærunefnd útlendingamála hafi fallist á endurupptöku málsins og lagt það fyrir Útlendingastofnun að veita fjölskyldunni dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Kærunefndin hafi vísað til þess að kynfæralimlestingar væru áhættuatriði yrði fjölskyldan send aftur til Egyptalands, atriðið væri nýtt á borði kærunefndar og því hafi málið verið tekið upp að nýju. „Þar af leiðandi endurupptaka þeir málið, málsmeðferðartíminn lengist og nær því lágmarksviðmiði sem þarf að ná til þess að geta fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða,“ segir Magnús í samtali við Vísi. „Almenningur allur og félagasamtök á borð við Solaris og No Borders tóku afstöðu með fjölskyldunni og sýndu það í verki. Fjölskyldan kann öllum þeim sem studdu hana miklar þakkir,“ segir Magnús. Hann segir að það sé óskandi að málið verði til þess að ryðja brautina fyrir önnur börn á flótta og að Útlendingastofnun breyti verklagi sínu með tilliti til mats á hagsmunum barna. „Slíkt mat á ávallt að vera sjálfstætt og heildstætt og þannig úr garði gerð að hægt sé að taka ákvörðun í hverju máli sem er viðkomandi barni fyrir bestu,“ segir Magnús og bætir við að réttlætið hafi sigrað. Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Áslaug Arna má sæta hótunum Búið að líma miða í anddyri fjölbýlishúss þar sem dómsmálaráherra býr. 23. september 2020 17:04 Sýndu samstöðu með Khedr-fjölskyldunni fyrir utan dómsmálaráðuneytið Hópur mótmælenda safnaðist saman á samstöðufundi fyrir utan dómsmálaráðuneytið við Sölvhólsgötu í Reykjavík um hádegi í dag. 23. september 2020 12:52 Hafi aldrei tjáð ótta við kynfæralimlestingar í Egyptalandi Útlendingastofnun segir að á engu stigi máls egypskrar fjölskyldu, sem vísa átti úr landi í síðustu viku, hafi því verið borið við að fjölskyldumeðlimir óttuðust limlestingar á kynfærum, yrði þeim gert að snúa aftur til heimalands síns. 22. september 2020 19:32 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Fleiri fréttir Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Sjá meira
Egypska Khedr fjölskyldan fékk í dag dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Kærunefnd útlendingamála féllst á sjónarmið fjölskyldunnar um endurupptöku fyrr í dag. Þetta segir Magnús D. Norðdal, lögmaður fjölskyldunnar. „Þetta er sigur fyrir íslenskt samfélag enda hefði fyrirhuguð brottvísun orðið ævarandi svartur blettur í sögu þjóðarinnar. Mælikvarði á gildi hvers samfélags er hvernig það kemur fram við sína viðkvæmustu hópa og þar eru börn fremst í flokki,“ segir Magnús. Hann segir að kærunefnd útlendingamála hafi fallist á endurupptöku málsins og lagt það fyrir Útlendingastofnun að veita fjölskyldunni dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Kærunefndin hafi vísað til þess að kynfæralimlestingar væru áhættuatriði yrði fjölskyldan send aftur til Egyptalands, atriðið væri nýtt á borði kærunefndar og því hafi málið verið tekið upp að nýju. „Þar af leiðandi endurupptaka þeir málið, málsmeðferðartíminn lengist og nær því lágmarksviðmiði sem þarf að ná til þess að geta fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða,“ segir Magnús í samtali við Vísi. „Almenningur allur og félagasamtök á borð við Solaris og No Borders tóku afstöðu með fjölskyldunni og sýndu það í verki. Fjölskyldan kann öllum þeim sem studdu hana miklar þakkir,“ segir Magnús. Hann segir að það sé óskandi að málið verði til þess að ryðja brautina fyrir önnur börn á flótta og að Útlendingastofnun breyti verklagi sínu með tilliti til mats á hagsmunum barna. „Slíkt mat á ávallt að vera sjálfstætt og heildstætt og þannig úr garði gerð að hægt sé að taka ákvörðun í hverju máli sem er viðkomandi barni fyrir bestu,“ segir Magnús og bætir við að réttlætið hafi sigrað.
Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Áslaug Arna má sæta hótunum Búið að líma miða í anddyri fjölbýlishúss þar sem dómsmálaráherra býr. 23. september 2020 17:04 Sýndu samstöðu með Khedr-fjölskyldunni fyrir utan dómsmálaráðuneytið Hópur mótmælenda safnaðist saman á samstöðufundi fyrir utan dómsmálaráðuneytið við Sölvhólsgötu í Reykjavík um hádegi í dag. 23. september 2020 12:52 Hafi aldrei tjáð ótta við kynfæralimlestingar í Egyptalandi Útlendingastofnun segir að á engu stigi máls egypskrar fjölskyldu, sem vísa átti úr landi í síðustu viku, hafi því verið borið við að fjölskyldumeðlimir óttuðust limlestingar á kynfærum, yrði þeim gert að snúa aftur til heimalands síns. 22. september 2020 19:32 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Fleiri fréttir Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Sjá meira
Áslaug Arna má sæta hótunum Búið að líma miða í anddyri fjölbýlishúss þar sem dómsmálaráherra býr. 23. september 2020 17:04
Sýndu samstöðu með Khedr-fjölskyldunni fyrir utan dómsmálaráðuneytið Hópur mótmælenda safnaðist saman á samstöðufundi fyrir utan dómsmálaráðuneytið við Sölvhólsgötu í Reykjavík um hádegi í dag. 23. september 2020 12:52
Hafi aldrei tjáð ótta við kynfæralimlestingar í Egyptalandi Útlendingastofnun segir að á engu stigi máls egypskrar fjölskyldu, sem vísa átti úr landi í síðustu viku, hafi því verið borið við að fjölskyldumeðlimir óttuðust limlestingar á kynfærum, yrði þeim gert að snúa aftur til heimalands síns. 22. september 2020 19:32