Innlent

Sjálf­stæðis­menn fresta lands­fundi

Atli Ísleifsson skrifar
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm

Landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem átti að fara fram í nóvember hefur verið frestað fram á næsta ár. Miðstjórn flokksins ákvað þetta á fundi sínum síðastliðinn mánudag.

Fundinn átti að halda í Laugardalshöll dagana 13.-15. nóvember. 

„Honum er frestað í ljósi COVID-19 faraldursins enda eru landsfundir talsvert stærri en núverandi fjöldatakmarkanir upp á 200 manns bjóða upp á.

Nánari dagsetning verður ákveðin og auglýst síðar en stefnt er að því að fundurinn verði haldinn á bilinu febrúar – apríl 2021,“ segir á Facebook-síðu flokksins.

Síðasti landsfundur Sjálfstæðisflokksins fór fram í mars 2018.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.