Kelly Clarkson opnar sig um skilnaðinn: „Set alltaf börnin mín í forgang“ Stefán Árni Pálsson skrifar 23. september 2020 10:30 Kelly Clarkson fór af stað með aðra þáttaröðina af spjallþætti sínum í upphafi vikunnar. Bandaríska söngkonan Kelly Clarkson byrjaði með aðra seríu af spjallþætti sínum The Kelly Clarkson Show í byrjun vikunnar. Í sumar sótti hún um skilnað við eiginmann sinn, Brandon Blackstock og opnaði hún sig um skilnaðinn í upphafsræðu sinni í fyrsta þættinum. „Það sem ég er að takast á við er erfitt og kemur ekki bara niður á mér heldur einnig börnunum okkar. Skilnaður er aldrei auðveldur. Við komum bæði úr skilnaðar fjölskyldum og vitum að það er nauðsynlegt að vernda börnin okkar,“ segir Kelly en saman eiga þau tvö börn. Í skilnaðarpappírunum sem Clarkson lagði fram segir hún ástæðu skilnaðarins vera ágreiningsmál sem ekki væri unnt að leysa úr. Eins óskaði Clarkson eftir sameiginlegu forræði tveggja barna þeirra hjóna. Þá krefst Clarkson þess að kaupmála sem gerður var í upphafi hjónabandsins verði framfylgt. Clarkson hefur einnig óskað eftir því að fá löglegu ættarnafni sínu breytt aftur yfir í Clarkson, en hún tók upp nafnið Blackstock við giftingu. Þrátt fyrir það hefur hún áfram verið þekkt undir Clarkson-nafninu og notað það iðulega. „Ég er vanalega mjög opin manneskja og tala um allt en varðandi þetta mál mun það mest megnis verða innan fjölskyldunnar, því ég set alltaf börnin mín í forgang. Það eru margir að spyrja mig hvernig mér líður og ég hef það bara ágætt. Ég mun samt sem áður ekki tala mikið um þetta en mögulega mun ég semja tónlist í kringum þessa lífreynslu.“ Clarkson og Blackstock gengu í það heilaga árið 2013. Þau eiga saman tvö börn, fimm ára dótturina River og fjögurra ára soninn Remington. Hollywood Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Bandaríska söngkonan Kelly Clarkson byrjaði með aðra seríu af spjallþætti sínum The Kelly Clarkson Show í byrjun vikunnar. Í sumar sótti hún um skilnað við eiginmann sinn, Brandon Blackstock og opnaði hún sig um skilnaðinn í upphafsræðu sinni í fyrsta þættinum. „Það sem ég er að takast á við er erfitt og kemur ekki bara niður á mér heldur einnig börnunum okkar. Skilnaður er aldrei auðveldur. Við komum bæði úr skilnaðar fjölskyldum og vitum að það er nauðsynlegt að vernda börnin okkar,“ segir Kelly en saman eiga þau tvö börn. Í skilnaðarpappírunum sem Clarkson lagði fram segir hún ástæðu skilnaðarins vera ágreiningsmál sem ekki væri unnt að leysa úr. Eins óskaði Clarkson eftir sameiginlegu forræði tveggja barna þeirra hjóna. Þá krefst Clarkson þess að kaupmála sem gerður var í upphafi hjónabandsins verði framfylgt. Clarkson hefur einnig óskað eftir því að fá löglegu ættarnafni sínu breytt aftur yfir í Clarkson, en hún tók upp nafnið Blackstock við giftingu. Þrátt fyrir það hefur hún áfram verið þekkt undir Clarkson-nafninu og notað það iðulega. „Ég er vanalega mjög opin manneskja og tala um allt en varðandi þetta mál mun það mest megnis verða innan fjölskyldunnar, því ég set alltaf börnin mín í forgang. Það eru margir að spyrja mig hvernig mér líður og ég hef það bara ágætt. Ég mun samt sem áður ekki tala mikið um þetta en mögulega mun ég semja tónlist í kringum þessa lífreynslu.“ Clarkson og Blackstock gengu í það heilaga árið 2013. Þau eiga saman tvö börn, fimm ára dótturina River og fjögurra ára soninn Remington.
Hollywood Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira