Lífið

Innlit í milljarða höfuðstöðvar Apple

Stefán Árni Pálsson skrifar
Einstaklega fallegt hús.
Einstaklega fallegt hús.

Höfuðstöðvar Apple í Kaliforníu eru engin smásmíð enda er áætlað að framkvæmdakostnaður hafi verið um fimm milljarðar dollara, tæplega 700 milljarða íslenskra króna á gengi dagsins í dag. Undirbúningsvinna við höfuðstöðvarnar hófst árið 2006 þegar þáverandi forstjóri Apple, Steve Jobs heitinn, tilkynngi um áætlanirnar.

Byggingin er gífurlega stór og að auki hringlaga. Algjörlega einstök hönnun en á YouTube-síðu Tech Vision má sjá myndband frá höfuðstöðvunum. Það má með sanni segja að þar sé allt til alls.

Í myndbandinu er farið ítarlega yfir byggingarferlið en það tók mörg ár að reisa húsið.

Hér að neðan má sjá umfjöllunina.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.