Lífið

Söng­kona The E­motions er látin

Atli Ísleifsson skrifar
Pamela Hutchinson, Wanda Hutchinson og Sheila Hutchinson.
Pamela Hutchinson, Wanda Hutchinson og Sheila Hutchinson. Getty

Pamela Huchinson, ein söngkona bandarísku R&B-sveitarinnar The Emotions, er látin, 61 árs að aldri. Hutchinson söng stærsta smell sveitarinnar, Best of My Love.

Huchinson var yngsta systir þeirra Sheilu, Wanda og Jeanette Hutchinson sem einnig voru liðsmenn sveitarinnar.

Greint var frá andláti Pamelu á Facebook-síðu The Emotions. Segir þar að hún hafi andast síðastliðinn föstudag eftir að hafa glímt við veikindi síðustu ár.

The Emotions var stofnuð í Chicago á sjöunda áratug síðustu aldar, en systurnar höfðu sem börn verið virkar sem gospelsöngkonur.

Útgáfufélagið Stax gerðu samning við Emotions, og störfuðu þær eftir það meðal annars með Isaac Hayes og David Porter.

OFFICIAL ANNOUNCEMENT: In loving memory, we are saddened to announce the passing of our sister, Pamela Rose Hutchinson,...

Posted by The Emotions on Sunday, 20 September 2020


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.