Vill „allt í lás“ næstu vikurnar Birgir Olgeirsson og Samúel Karl Ólason skrifa 19. september 2020 12:00 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn vegna Kórónuveirunnar Vísir/Vilhelm Nauðsynlegt er að fara í sömu hörðu aðgerðir og beitt var í vor. Það segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem segir þann fjölda smita sem greindist í gær til marks að faraldur nýju kórónuveirunnar sé í hröðum vexti hér á landi. Jafnvel í veldisvexti. 75 greindust innanlands og einn á landamærunum í gær. Fjölgun smitaðra hefur ekki verið meiri frá því í mars. „Þeir sem hafa greinst hafa líka verið með mjög mikið veirumagn, sem bendir til að þeir séu mjög smitandi, og það einkenndi fyrstu bylgjuna. Að þegar hún var að vaxa, var veirumagnið í þeim sem greindist mjög mikið. Þegar hún fór að dvína, þá voru þeir sem greindust með tiltölulega lítið veirumagn,“ segir Kári. „Ég held það sé ekki bara fjöldi tilfella heldur líka þetta veirumagn sem bendir til þess að við séum að fara inn í ansi mikinn vöxt.“ Kári segist telja að verkefni Íslendinga séu nú að setja allt í lás næstu vikurnar. Það þurfi til að ná tökum á stöðunni. Svipaðar aðgerðir og gripið var til í vor. „Eftir því sem við bregðumst harðar við núna, þeim mun skemmri tíma tekur þetta. Ég held að þolinmæði okkar fyrir því að vera í langvinnri kyrrsetu sé orðin dálítið lítil,“ segir Kári. Þess vegna sé best að taka á veirunni núna með krafti og reyna að ná utan um ástandið á stuttum tíma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Meðalaldur smitaðra lægri en áður Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir stöðuna alvarlega hér á landi. Fjöldi þeirra sem greindust með Covid-19 sé meira en samanlagður fjöldi smitaðra síðustu viku. 19. september 2020 11:40 75 greindust með veiruna 75 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tuttugu og átta þeirra voru ekki í sóttkví við greiningu. 19. september 2020 11:03 Sóttvarnir til fyrirmyndar á samkomustöðum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að sóttvarnir hafi verið til fyrirmyndar á þeim veitingahúsum sem lögregluþjónar komu við á í gærkvöldi 19. september 2020 08:43 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Nauðsynlegt er að fara í sömu hörðu aðgerðir og beitt var í vor. Það segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem segir þann fjölda smita sem greindist í gær til marks að faraldur nýju kórónuveirunnar sé í hröðum vexti hér á landi. Jafnvel í veldisvexti. 75 greindust innanlands og einn á landamærunum í gær. Fjölgun smitaðra hefur ekki verið meiri frá því í mars. „Þeir sem hafa greinst hafa líka verið með mjög mikið veirumagn, sem bendir til að þeir séu mjög smitandi, og það einkenndi fyrstu bylgjuna. Að þegar hún var að vaxa, var veirumagnið í þeim sem greindist mjög mikið. Þegar hún fór að dvína, þá voru þeir sem greindust með tiltölulega lítið veirumagn,“ segir Kári. „Ég held það sé ekki bara fjöldi tilfella heldur líka þetta veirumagn sem bendir til þess að við séum að fara inn í ansi mikinn vöxt.“ Kári segist telja að verkefni Íslendinga séu nú að setja allt í lás næstu vikurnar. Það þurfi til að ná tökum á stöðunni. Svipaðar aðgerðir og gripið var til í vor. „Eftir því sem við bregðumst harðar við núna, þeim mun skemmri tíma tekur þetta. Ég held að þolinmæði okkar fyrir því að vera í langvinnri kyrrsetu sé orðin dálítið lítil,“ segir Kári. Þess vegna sé best að taka á veirunni núna með krafti og reyna að ná utan um ástandið á stuttum tíma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Meðalaldur smitaðra lægri en áður Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir stöðuna alvarlega hér á landi. Fjöldi þeirra sem greindust með Covid-19 sé meira en samanlagður fjöldi smitaðra síðustu viku. 19. september 2020 11:40 75 greindust með veiruna 75 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tuttugu og átta þeirra voru ekki í sóttkví við greiningu. 19. september 2020 11:03 Sóttvarnir til fyrirmyndar á samkomustöðum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að sóttvarnir hafi verið til fyrirmyndar á þeim veitingahúsum sem lögregluþjónar komu við á í gærkvöldi 19. september 2020 08:43 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Meðalaldur smitaðra lægri en áður Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir stöðuna alvarlega hér á landi. Fjöldi þeirra sem greindust með Covid-19 sé meira en samanlagður fjöldi smitaðra síðustu viku. 19. september 2020 11:40
75 greindust með veiruna 75 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tuttugu og átta þeirra voru ekki í sóttkví við greiningu. 19. september 2020 11:03
Sóttvarnir til fyrirmyndar á samkomustöðum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að sóttvarnir hafi verið til fyrirmyndar á þeim veitingahúsum sem lögregluþjónar komu við á í gærkvöldi 19. september 2020 08:43