Sport

Dag­skráin í dag: Olís-deildir, Seinni bylgjan, Pepsi Max, opna banda­ríska og meira til

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
ÍBV mætir Haukum í dag.
ÍBV mætir Haukum í dag. Vísir/HAG

Það er sannkölluð veisla á Stöð 2 Sport og hliðarrásum í dag og kvöld. Olís-deildir karla og kvenna, Pepsi Max deild karla, opna bandaríska meistaramótið í golfi, Seinni bylgjan ásamt bæði ítalska og spænska fótboltanum eru á dagskrá í dag.

Við hefjum daginn á Hafnafjarðarslaginn í Olís-deild kvenna. FH-ingar heimsækja Hauka að Ásvöllum en bæði lið töpuðu stórt í fyrstu umfeðr deildarinnar. Það verður því hart barist í dag en útsending hefst klukkan 14.35. 

Klukkan 17:20 hefst svo bein útsending frá leik Hauka og ÍBV í Olís-deild karla. Bæði lið unnu sína leiki í fyrstu umferð og því má einnig reikna með hörkuleik en leikurinn fer einnig fram að Ásvöllum. 

Beint eftir leik verður Seinni Bylgjan svo í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport.

Stöð 2 Sport 2

Við hefjum daginn einstaklega snemma á Stöð 2 Sport 2 en stórleikur Nottingham Forest og Cardiff City í ensku B-deildinni er á dagskrá klukkan 10.55. Frá Englandi færum við okkur til Ítalíu en leikur Fiorentina og Torino er í beinni klukkan 15:50.

Klukkan 18:50 er förinni svo heitið til Spánar þar sem Celta Vigo og Valencia mætast.

Stöð 2 Sport 3

Einn leikur er á dagskrá í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu en KA-menn geta svo gott sem sent Fjölni niður í Lengjudeildina er liðin mætast á Extra-vellinum í Grafarvogi. Útsending hefst klukkan 13:50 og leikurinn tíu mínútum síðar. 

Stöð 2 e-Sport

Við nýtum rafíþróttarás okkar fyrir knattspyrnu í dag og verða tveir leikir í beinni útsendingu stöðvarinnar. Klukka 16:20 hefst útsending fyrir leik Getafa og Osasuna. Að honum loknum, klukkan 18.25 sýnum við leik Hellas Verona og Roma í ítölsku úrvalsdeildinni.

Golfstöðin

Við höldum áfram að sýna frá opna bandaríska meistaramótinu í golfi. Útsendingin hefst klukkan 16.00 og lýkur 23.05.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.