„Við erum í ástandi sem þarf að taka mjög alvarlega“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 18. september 2020 11:36 Víðir Reynisson. Vísir/Vilhelm 21 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að þessi fjöldi smita komi ekki á óvart. „Þetta var svo sem það sem við bjuggumst við. Við áttum von á því að sjá svipaðar tölur og í gær, við vorum að skima mjög mikið og taka mjög mikið af sýnum og það var verið að miða á þá hópa sem höfðu verið útsettir. Þannig að miðað við stöðuna og þróun síðustu daga þá kom þetta ekki á óvart en þetta minnir okkur líka á það að við erum í ástandi sem þarf að taka mjög alvarlega,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Aðspurður hvort smitin séu öll sama afbrigði af veirunni segir Víðir raðgreiningartölur fyrir sýni gærdagsins ekki komnar en það sé í vinnslu hjá Íslenskri erfðagreiningu. Þá hafði hann ekki upplýsingar um líðan þeirra tveggja sem nú eru á sjúkrahúsi vegna Covid-19. Skimað hefur verið fyrir veirunni á meðal nemenda og starfsfólks Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík í vikunni eftir að smit greindust hjá starfsfólki HÍ og nemendum í HR. Víðir segir að það sjáist ekki staðfest smit innan háskólanna sjálfra. „En það eru ansi margir nemendur háskólanna, af því það tengist náttúrulega því að meðalaldur fólksins sem er að greinast núna er lægri en hann hefur verið og það er mikið af því háskólanemar en við erum ekki að sjá staðfest smit innan háskólanna, við getum ekki tengt það þannig.“ En tengið þið þessi smit eitthvað við Irishman Pub eða skemmtanalífið? „Þeir sem hafa greinst síðustu þrjá daga, það fjölgar í þeim hópi sem eru með tengingar inn á pöbba í miðbænum og það er alveg um helmingur þeirra sem hafa greinst síðustu daga sem hefur tengingar inn í næturlífið síðasta föstudagskvöldið,“ segir Víðir. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að loka skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu tímabundið í fjóra daga frá því í dag fram til mánudagsins 21. september. Víðir segist ekki vita til þess að það sé í umræðunni að fara í hertari aðgerðir á næstu dögum. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
21 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að þessi fjöldi smita komi ekki á óvart. „Þetta var svo sem það sem við bjuggumst við. Við áttum von á því að sjá svipaðar tölur og í gær, við vorum að skima mjög mikið og taka mjög mikið af sýnum og það var verið að miða á þá hópa sem höfðu verið útsettir. Þannig að miðað við stöðuna og þróun síðustu daga þá kom þetta ekki á óvart en þetta minnir okkur líka á það að við erum í ástandi sem þarf að taka mjög alvarlega,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Aðspurður hvort smitin séu öll sama afbrigði af veirunni segir Víðir raðgreiningartölur fyrir sýni gærdagsins ekki komnar en það sé í vinnslu hjá Íslenskri erfðagreiningu. Þá hafði hann ekki upplýsingar um líðan þeirra tveggja sem nú eru á sjúkrahúsi vegna Covid-19. Skimað hefur verið fyrir veirunni á meðal nemenda og starfsfólks Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík í vikunni eftir að smit greindust hjá starfsfólki HÍ og nemendum í HR. Víðir segir að það sjáist ekki staðfest smit innan háskólanna sjálfra. „En það eru ansi margir nemendur háskólanna, af því það tengist náttúrulega því að meðalaldur fólksins sem er að greinast núna er lægri en hann hefur verið og það er mikið af því háskólanemar en við erum ekki að sjá staðfest smit innan háskólanna, við getum ekki tengt það þannig.“ En tengið þið þessi smit eitthvað við Irishman Pub eða skemmtanalífið? „Þeir sem hafa greinst síðustu þrjá daga, það fjölgar í þeim hópi sem eru með tengingar inn á pöbba í miðbænum og það er alveg um helmingur þeirra sem hafa greinst síðustu daga sem hefur tengingar inn í næturlífið síðasta föstudagskvöldið,“ segir Víðir. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að loka skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu tímabundið í fjóra daga frá því í dag fram til mánudagsins 21. september. Víðir segist ekki vita til þess að það sé í umræðunni að fara í hertari aðgerðir á næstu dögum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira