„Við erum í ástandi sem þarf að taka mjög alvarlega“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 18. september 2020 11:36 Víðir Reynisson. Vísir/Vilhelm 21 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að þessi fjöldi smita komi ekki á óvart. „Þetta var svo sem það sem við bjuggumst við. Við áttum von á því að sjá svipaðar tölur og í gær, við vorum að skima mjög mikið og taka mjög mikið af sýnum og það var verið að miða á þá hópa sem höfðu verið útsettir. Þannig að miðað við stöðuna og þróun síðustu daga þá kom þetta ekki á óvart en þetta minnir okkur líka á það að við erum í ástandi sem þarf að taka mjög alvarlega,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Aðspurður hvort smitin séu öll sama afbrigði af veirunni segir Víðir raðgreiningartölur fyrir sýni gærdagsins ekki komnar en það sé í vinnslu hjá Íslenskri erfðagreiningu. Þá hafði hann ekki upplýsingar um líðan þeirra tveggja sem nú eru á sjúkrahúsi vegna Covid-19. Skimað hefur verið fyrir veirunni á meðal nemenda og starfsfólks Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík í vikunni eftir að smit greindust hjá starfsfólki HÍ og nemendum í HR. Víðir segir að það sjáist ekki staðfest smit innan háskólanna sjálfra. „En það eru ansi margir nemendur háskólanna, af því það tengist náttúrulega því að meðalaldur fólksins sem er að greinast núna er lægri en hann hefur verið og það er mikið af því háskólanemar en við erum ekki að sjá staðfest smit innan háskólanna, við getum ekki tengt það þannig.“ En tengið þið þessi smit eitthvað við Irishman Pub eða skemmtanalífið? „Þeir sem hafa greinst síðustu þrjá daga, það fjölgar í þeim hópi sem eru með tengingar inn á pöbba í miðbænum og það er alveg um helmingur þeirra sem hafa greinst síðustu daga sem hefur tengingar inn í næturlífið síðasta föstudagskvöldið,“ segir Víðir. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að loka skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu tímabundið í fjóra daga frá því í dag fram til mánudagsins 21. september. Víðir segist ekki vita til þess að það sé í umræðunni að fara í hertari aðgerðir á næstu dögum. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
21 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að þessi fjöldi smita komi ekki á óvart. „Þetta var svo sem það sem við bjuggumst við. Við áttum von á því að sjá svipaðar tölur og í gær, við vorum að skima mjög mikið og taka mjög mikið af sýnum og það var verið að miða á þá hópa sem höfðu verið útsettir. Þannig að miðað við stöðuna og þróun síðustu daga þá kom þetta ekki á óvart en þetta minnir okkur líka á það að við erum í ástandi sem þarf að taka mjög alvarlega,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Aðspurður hvort smitin séu öll sama afbrigði af veirunni segir Víðir raðgreiningartölur fyrir sýni gærdagsins ekki komnar en það sé í vinnslu hjá Íslenskri erfðagreiningu. Þá hafði hann ekki upplýsingar um líðan þeirra tveggja sem nú eru á sjúkrahúsi vegna Covid-19. Skimað hefur verið fyrir veirunni á meðal nemenda og starfsfólks Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík í vikunni eftir að smit greindust hjá starfsfólki HÍ og nemendum í HR. Víðir segir að það sjáist ekki staðfest smit innan háskólanna sjálfra. „En það eru ansi margir nemendur háskólanna, af því það tengist náttúrulega því að meðalaldur fólksins sem er að greinast núna er lægri en hann hefur verið og það er mikið af því háskólanemar en við erum ekki að sjá staðfest smit innan háskólanna, við getum ekki tengt það þannig.“ En tengið þið þessi smit eitthvað við Irishman Pub eða skemmtanalífið? „Þeir sem hafa greinst síðustu þrjá daga, það fjölgar í þeim hópi sem eru með tengingar inn á pöbba í miðbænum og það er alveg um helmingur þeirra sem hafa greinst síðustu daga sem hefur tengingar inn í næturlífið síðasta föstudagskvöldið,“ segir Víðir. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að loka skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu tímabundið í fjóra daga frá því í dag fram til mánudagsins 21. september. Víðir segist ekki vita til þess að það sé í umræðunni að fara í hertari aðgerðir á næstu dögum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira