Segir umræðuna um fjölbreytni í leikhúsum þarfa Samúel Karl Ólason skrifar 17. september 2020 11:50 Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri. Hari Hugsa þarf um hvaða sögur verið er að segja og hvernig sagt er frá þeim. Það á við leikhús landsins og aðrar birtingar í fjölmiðlum, eins og kvikmyndir. Þetta segir Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri, í samtali við fréttastofu. Leikkonan Aldís Amah Hamilton, gagnrýndi leikhús á Íslandi í færslu gær og sagði leikhóp Þjóðleikhússins nokkuð einsleitan í ár. Vitnaði hún í forsíðuauglýsingu Þjóðleikhússblaðsins. Kallaði hún eftir fjölbreyttari flóru í leikhúsunum. Magnús Geir segir færslu Aldísar hafa verið góða og að umræðan sé þörf. Í öllum leikhúsum vilji fólk segja sögur sem skipti máli, taki á málefnum líðandi stundar og endurspegli samfélagið sem við lifum í. „Við viljum, hér í Þjóðleikhúsinu eins og í hinum leikhúsunum, auðvitað að það sé fjölbreyttur hópur og fólk af blönduðum uppruna sem birtist á sviðum leikhússins,“ segir Magnús Geir. Hann segir leikarar af blönduðum uppruna hafi verið í leikarahópi Þjóðleikhússins. Séu í hópnum í vetur og verði í hópum framtíðarinnar. „Ég get vel tekið undir með Aldísi um að hlutfalls fólks af ólíkum uppruna þarf að aukast á sviðum landsins í náninni framtíð – að því munum við vinna – það er okkar ábyrgð,“ segir þjóðleikhússtjóri. Magnús Geir vísar í Þjóðleikhússblaðið þar sem meðal annars má finna upplýsingar um Loftið, tilraunaþróunarverkstæði þar sem þrjú verk eru í þróun. Í öllum þremur er fólk af blönduðum uppruna og meðal annars er verið að taka á því að vera af blönduðum uppruna og búa á Íslandi. Þetta séu verk sem stefnt sé að rati á svið í náinni framtíð. „Við erum að hugsa bæði um leikarana sem birtast á sviðinu og líka sögurnar sem verið er að segja,“ segir Magnús Geir. Í blaðinu segir að Loftið sé nýr vettvangur fyrir formtilraunir, rannsóknir og nýsköpun í leikhúsinu. Það verði staður til að hlusta á óheyrðar raddir, segja ósagðar sögur og deila leyndri þekkingu. Leikhóparnir Konserta og Elefant komi þar að. „Við vonum að það komi spennandi verk úr þessum smiðjum sem endi í framhaldinu á sviðunum,“ segir Magnús Geir. „Við lítum á þetta sem langtímaverkefni en ég er alveg sammála Aldísi og er þakklátur fyrir brýninguna. Við erum að hlusta og á sömu vegferð.“ Leikhús Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Hugsa þarf um hvaða sögur verið er að segja og hvernig sagt er frá þeim. Það á við leikhús landsins og aðrar birtingar í fjölmiðlum, eins og kvikmyndir. Þetta segir Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri, í samtali við fréttastofu. Leikkonan Aldís Amah Hamilton, gagnrýndi leikhús á Íslandi í færslu gær og sagði leikhóp Þjóðleikhússins nokkuð einsleitan í ár. Vitnaði hún í forsíðuauglýsingu Þjóðleikhússblaðsins. Kallaði hún eftir fjölbreyttari flóru í leikhúsunum. Magnús Geir segir færslu Aldísar hafa verið góða og að umræðan sé þörf. Í öllum leikhúsum vilji fólk segja sögur sem skipti máli, taki á málefnum líðandi stundar og endurspegli samfélagið sem við lifum í. „Við viljum, hér í Þjóðleikhúsinu eins og í hinum leikhúsunum, auðvitað að það sé fjölbreyttur hópur og fólk af blönduðum uppruna sem birtist á sviðum leikhússins,“ segir Magnús Geir. Hann segir leikarar af blönduðum uppruna hafi verið í leikarahópi Þjóðleikhússins. Séu í hópnum í vetur og verði í hópum framtíðarinnar. „Ég get vel tekið undir með Aldísi um að hlutfalls fólks af ólíkum uppruna þarf að aukast á sviðum landsins í náninni framtíð – að því munum við vinna – það er okkar ábyrgð,“ segir þjóðleikhússtjóri. Magnús Geir vísar í Þjóðleikhússblaðið þar sem meðal annars má finna upplýsingar um Loftið, tilraunaþróunarverkstæði þar sem þrjú verk eru í þróun. Í öllum þremur er fólk af blönduðum uppruna og meðal annars er verið að taka á því að vera af blönduðum uppruna og búa á Íslandi. Þetta séu verk sem stefnt sé að rati á svið í náinni framtíð. „Við erum að hugsa bæði um leikarana sem birtast á sviðinu og líka sögurnar sem verið er að segja,“ segir Magnús Geir. Í blaðinu segir að Loftið sé nýr vettvangur fyrir formtilraunir, rannsóknir og nýsköpun í leikhúsinu. Það verði staður til að hlusta á óheyrðar raddir, segja ósagðar sögur og deila leyndri þekkingu. Leikhóparnir Konserta og Elefant komi þar að. „Við vonum að það komi spennandi verk úr þessum smiðjum sem endi í framhaldinu á sviðunum,“ segir Magnús Geir. „Við lítum á þetta sem langtímaverkefni en ég er alveg sammála Aldísi og er þakklátur fyrir brýninguna. Við erum að hlusta og á sömu vegferð.“
Leikhús Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira