Innlent

Ríkissaksóknari ósáttur við sein svör lögreglustjóra varðandi hleranir

Samúel Karl Ólason skrifar
visir-img
Vísir/Vilhelm

Lögreglan og héraðssaksóknarar notuðust 388 sinnum við símahlustanir og skyld úrræði, eins og það er kallað, í fyrra. Þar er um að ræða, auk símahlustana, eftirfarir, notkun hlerunarbúnaðs, myndavélaeftirlit og annað. Þetta kemur fram í skýrslu ríkissaksóknara þar sem einnig kemur fram að mikill meirihluti þessarar mála snúa að fíkniefnabrotum, eða alls 265.

Þar kemur einnig fram að leiðir skorti til að þvinga lögreglustjóra til að svara fyrirspurnum embættisins. 

Alls var úrræðunum beitt 91 sinni varðandi rannsókn á auðgunarbrotum eða peningaþvætti.

Í umræddri skýrslu er tíundað hve oft hvert lögregluembætti beitti úrræðunum og var það Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sem gerði það lang oftast, eða 234 sinnum.

Fram kemur í frétt Morgunblaðsins í dag að ríkissaksóknari gagnrýnir lögreglustjóranna á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum og ríkislögreglustjóra fyrir að bregðast seint eða ekki við fyrirspurnum embættisins.

Lögreglustjórarnir tveir eru ábyrgir fyrir um 90 prósentum af öllum símahlustunum og svöruðu ekki spurningum um hvernig farið sé með skráningu gagna og annað varðandi skýrsluna fyrir 2018 fyrr en seint og um síðir. Þá segir að í svari lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hafi fyrirspurn embættisins ekki verið svarað í rauninni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×