Tottenham að næla í leikmenn sem voru orðaðir við Man United Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. september 2020 07:00 Þessir tveir gætu verið á leið frá Real Madrid til Tottenham Hotspur. David S. Bustamante/Manuel Queimadelo José Mourinho virðist vera í þann mund að næla í tvo leikmenn sem voru báðir orðaðir við hans fyrrum félag Manchester United. Gareth Bale og Sergio Reguilón eru báðir leikmenn Real Madrid í dag en gætu skipt út hvítri treyju Real fyrir hvíta treyju Tottenham Hotspur. Orðrómar þess efnis að Manchester United væri að skoða Gareth Bale sem mögulega lausn ef Borussia Dortmund myndi ekki samþykkja tilboð þeirra í Jadon Sancho fóru á flug um helgina. Nú hafa bæði Sky Sports og BBC greint frá því að Bale hafi meiri áhuga á að snúa aftur á White Hart Lane og Tottenham sé að gera allt sem í valdi sínu stendur til að fá Walesverjann aftur „heim.“ Bale lék með Tottenham frá árunum 2007 til 2013 og var í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum félagsins. Þó spænsku meistararnir hafi tekið fyrir það að lána leikmanninn virðist sem það gæti verið möguleiki. Það er allavega deginum ljósara að Bale á enga framtíð fyrir sér hjá félaginu. Could Gareth Bale be heading back to Spurs?#THFC are also in talks with Real Madrid over a deal to sign left-back Sergio Reguilon...— Sky Sports (@SkySports) September 15, 2020 Vinstri bakvörðurinn Sergio Reguilón er einnig talinn vera á leið til Tottenham frá Real. Hinn 23 ára gamli Reguilón var á láni hjá Sevilla á síðustu leiktíð. Vann félagið Evrópudeildina og góð frammistaða hans gegn Manchester United í undanúrslitum vakti athygli Ole Gunnar Solskjær, þjálfara United. Real er tilbúið að selja þennan unga bakvörð með því skilyrði að klásúla verði sett í samninginn Real geti keypt hann til baka fyrir ákveðna upphæð. Virðist sem forráðamenn Man Utd hafi ekki áhuga á að kaupa leikmanninn ef Real setur þetta sem skilyrði. Áhugi Tottenham er enn jafn mikill sama hvort Real fái forkaupsrétt á leikmanninum að ári eður ei. Því virðist sem Reguilón muni fylgja Bale til Lundúna. Að lokum er Tottenham einnig orðað við framherjann Bas Dost sem lék með Eintracht Frankfurt á síðustu leiktíð. Þessi 31 árs gamli hollenski frmaherji væri hugsaður sem varaskeifa fyrir Harry Kane sem er í raun eini hreinræktaði framherji liðsins að svo stöddu. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Man Utd íhugar að fá Bale þar sem nær engar líkur eru á að Sancho komi Manchester United gæti reynt að fá Gareth Bale í stað Jadon Sancho ef Dortmund lækkar ekki verðmiðann á þeim síðarnefnda. 15. september 2020 07:00 Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Fleiri fréttir Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth „Ég vil líka skora mörk“ Kæra Coote vegna ummæla sinna um Jürgen Klopp Spilaði í fyrsta skiptið eftir bílslysið Man. United sagt í viðræðum við Ekitike sem var líka orðaður við Liverpool „Ég vil drepa Manchester United“ Baulað stanslaust á Carlos Tevez í góðgerðaleik á Old Trafford Sjá meira
José Mourinho virðist vera í þann mund að næla í tvo leikmenn sem voru báðir orðaðir við hans fyrrum félag Manchester United. Gareth Bale og Sergio Reguilón eru báðir leikmenn Real Madrid í dag en gætu skipt út hvítri treyju Real fyrir hvíta treyju Tottenham Hotspur. Orðrómar þess efnis að Manchester United væri að skoða Gareth Bale sem mögulega lausn ef Borussia Dortmund myndi ekki samþykkja tilboð þeirra í Jadon Sancho fóru á flug um helgina. Nú hafa bæði Sky Sports og BBC greint frá því að Bale hafi meiri áhuga á að snúa aftur á White Hart Lane og Tottenham sé að gera allt sem í valdi sínu stendur til að fá Walesverjann aftur „heim.“ Bale lék með Tottenham frá árunum 2007 til 2013 og var í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum félagsins. Þó spænsku meistararnir hafi tekið fyrir það að lána leikmanninn virðist sem það gæti verið möguleiki. Það er allavega deginum ljósara að Bale á enga framtíð fyrir sér hjá félaginu. Could Gareth Bale be heading back to Spurs?#THFC are also in talks with Real Madrid over a deal to sign left-back Sergio Reguilon...— Sky Sports (@SkySports) September 15, 2020 Vinstri bakvörðurinn Sergio Reguilón er einnig talinn vera á leið til Tottenham frá Real. Hinn 23 ára gamli Reguilón var á láni hjá Sevilla á síðustu leiktíð. Vann félagið Evrópudeildina og góð frammistaða hans gegn Manchester United í undanúrslitum vakti athygli Ole Gunnar Solskjær, þjálfara United. Real er tilbúið að selja þennan unga bakvörð með því skilyrði að klásúla verði sett í samninginn Real geti keypt hann til baka fyrir ákveðna upphæð. Virðist sem forráðamenn Man Utd hafi ekki áhuga á að kaupa leikmanninn ef Real setur þetta sem skilyrði. Áhugi Tottenham er enn jafn mikill sama hvort Real fái forkaupsrétt á leikmanninum að ári eður ei. Því virðist sem Reguilón muni fylgja Bale til Lundúna. Að lokum er Tottenham einnig orðað við framherjann Bas Dost sem lék með Eintracht Frankfurt á síðustu leiktíð. Þessi 31 árs gamli hollenski frmaherji væri hugsaður sem varaskeifa fyrir Harry Kane sem er í raun eini hreinræktaði framherji liðsins að svo stöddu.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Man Utd íhugar að fá Bale þar sem nær engar líkur eru á að Sancho komi Manchester United gæti reynt að fá Gareth Bale í stað Jadon Sancho ef Dortmund lækkar ekki verðmiðann á þeim síðarnefnda. 15. september 2020 07:00 Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Fleiri fréttir Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth „Ég vil líka skora mörk“ Kæra Coote vegna ummæla sinna um Jürgen Klopp Spilaði í fyrsta skiptið eftir bílslysið Man. United sagt í viðræðum við Ekitike sem var líka orðaður við Liverpool „Ég vil drepa Manchester United“ Baulað stanslaust á Carlos Tevez í góðgerðaleik á Old Trafford Sjá meira
Man Utd íhugar að fá Bale þar sem nær engar líkur eru á að Sancho komi Manchester United gæti reynt að fá Gareth Bale í stað Jadon Sancho ef Dortmund lækkar ekki verðmiðann á þeim síðarnefnda. 15. september 2020 07:00