„Alvarlegt brot“ á siðareglum að nafngreina Andreu Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. september 2020 13:51 Skjáskot af frétt Fótbolta.net. Skjáskot Framkvæmdastjóri og ritstjórar Fótbolta.net brutu siðareglur Blaðamannafélags Íslands með því að nafngreina Andreu Rán Snæfeld Hauksdóttur leikmann Breiðabliks í frétt um að hún hefði greinst með kórónuveiruna. Brotið telst alvarlegt að mati siðanefndar. Andrea kom heim frá Bandaríkjunum 17. júní, spilaði leik með liði sínu daginn eftir og annan 23. júní. Eftir síðari leikinn greindist hún með kórónuveiruna en hafði verið einkennalaus fram að því. Þann 25. júní, tveimur dögum eftir síðari leikinn, birti Fótbolti.net frétt þar sem fram kemur að leikmaður Breiðabliks hafi greinst með veiruna og Íslandsmótið í knattspyrnu í uppnámi af þeim sökum. Andrea var nafngreind í fréttinni og mynd af henni einnig birt. Fleiri miðlar fjölluðu um málið í kjölfarið og nafngreindu Andreu með vísan til fréttar Fótbolta.net, þar á meðal Vísir. Fram kemur í úrskurði siðanefndar að kvartað hafi verið til Fótbolta.net strax sama dag og fréttin birtist og þess krafist að nafn Andreu og mynd yrðu strax afmáð úr fréttinni. Ekki hafi verið orðið við því af hálfu Fótbolta.net. Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net.Vísir/vilhelm Málið var kært til siðanefndar fyrir hönd Andreu í júlí. Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net og sá sem skrifaður er fyrir umræddri frétt, var kærður persónulega, auk þess sem Magnús Már Einarsson og Elvar Geir Magnússon ritstjórar voru kærðir fyrir hönd miðilsins. Í úrskurði sínum segir siðanefnd að hún telji meginatriði málsins vera þau að nafn Andreu var birt „í heimildarleysi“ ásamt mynd af henni og frá því greint að hún hafi verið sú smitaða. Ekki verði séð að „sérstök nauðsyn hafi borið til“ að upplýsa um nafn hennar og birta mynd af henni í tengslum við fréttaflutninginn. Það sé álit siðanefndar að þremenningarnir sem stóðu að fréttinni hafi brotið gegn siðareglum Blaðamannafélagsins með birtingu hennar. Þá teljist brotið alvarlegt. Nefndin segir jafnframt að ekki séu ákvæði í siðareglum um að önnur sjónarmið eigi að gilda ef viðfangsefni fréttar teljist opinber persóna. Sjónarmið sem að því lúta eigi þannig ekki við í málinu en verði þó metin blaðamönnunum til málsbóta við ákvörðun um eðli brotsins. Nafngreiningin kom mjög illa við Andreu. Hún lýsti því í samtali við Mbl í sumar að hún hefði brotnað saman þegar hún sá nafn sitt og mynd á forsíðu Fótbolta.net. Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Auðvitað fer þetta inn á sálina“ Brotist var inn í verslunina Gull og silfur við Laugaveg í nótt í annað skiptið á skömmum tíma. 14. september 2020 14:42 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fleiri fréttir Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Sjá meira
Framkvæmdastjóri og ritstjórar Fótbolta.net brutu siðareglur Blaðamannafélags Íslands með því að nafngreina Andreu Rán Snæfeld Hauksdóttur leikmann Breiðabliks í frétt um að hún hefði greinst með kórónuveiruna. Brotið telst alvarlegt að mati siðanefndar. Andrea kom heim frá Bandaríkjunum 17. júní, spilaði leik með liði sínu daginn eftir og annan 23. júní. Eftir síðari leikinn greindist hún með kórónuveiruna en hafði verið einkennalaus fram að því. Þann 25. júní, tveimur dögum eftir síðari leikinn, birti Fótbolti.net frétt þar sem fram kemur að leikmaður Breiðabliks hafi greinst með veiruna og Íslandsmótið í knattspyrnu í uppnámi af þeim sökum. Andrea var nafngreind í fréttinni og mynd af henni einnig birt. Fleiri miðlar fjölluðu um málið í kjölfarið og nafngreindu Andreu með vísan til fréttar Fótbolta.net, þar á meðal Vísir. Fram kemur í úrskurði siðanefndar að kvartað hafi verið til Fótbolta.net strax sama dag og fréttin birtist og þess krafist að nafn Andreu og mynd yrðu strax afmáð úr fréttinni. Ekki hafi verið orðið við því af hálfu Fótbolta.net. Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net.Vísir/vilhelm Málið var kært til siðanefndar fyrir hönd Andreu í júlí. Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net og sá sem skrifaður er fyrir umræddri frétt, var kærður persónulega, auk þess sem Magnús Már Einarsson og Elvar Geir Magnússon ritstjórar voru kærðir fyrir hönd miðilsins. Í úrskurði sínum segir siðanefnd að hún telji meginatriði málsins vera þau að nafn Andreu var birt „í heimildarleysi“ ásamt mynd af henni og frá því greint að hún hafi verið sú smitaða. Ekki verði séð að „sérstök nauðsyn hafi borið til“ að upplýsa um nafn hennar og birta mynd af henni í tengslum við fréttaflutninginn. Það sé álit siðanefndar að þremenningarnir sem stóðu að fréttinni hafi brotið gegn siðareglum Blaðamannafélagsins með birtingu hennar. Þá teljist brotið alvarlegt. Nefndin segir jafnframt að ekki séu ákvæði í siðareglum um að önnur sjónarmið eigi að gilda ef viðfangsefni fréttar teljist opinber persóna. Sjónarmið sem að því lúta eigi þannig ekki við í málinu en verði þó metin blaðamönnunum til málsbóta við ákvörðun um eðli brotsins. Nafngreiningin kom mjög illa við Andreu. Hún lýsti því í samtali við Mbl í sumar að hún hefði brotnað saman þegar hún sá nafn sitt og mynd á forsíðu Fótbolta.net.
Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Auðvitað fer þetta inn á sálina“ Brotist var inn í verslunina Gull og silfur við Laugaveg í nótt í annað skiptið á skömmum tíma. 14. september 2020 14:42 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fleiri fréttir Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Sjá meira
„Auðvitað fer þetta inn á sálina“ Brotist var inn í verslunina Gull og silfur við Laugaveg í nótt í annað skiptið á skömmum tíma. 14. september 2020 14:42
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent