Telur útilokað að nota skapalón fyrir stöðluð viðbrögð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. september 2020 13:32 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Sigurjón Sóttvarnarlæknir telur útilokað að hægt sé að nota skapalón til þess að áhættumeta útbreiðslu kórónuveirunnar og grípa þannig til staðlaðra viðbragða á tilteknum tíma eftir því hvernig faraldur kórónuveirunnar þróast. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra þar sem hann fer yfir þá þætti sem liggja til grundvallar á þeim tillögum sem hann hefur sent ráðherra um takmarkanir og aðgerðir vegna Covid-19. Heilbrigðisráðuneytið hefur birt minnisblaðið á vef stjórnarráðsins, en það var kynnt á fundi ríkistjórnarinnar í dag. Sem kunnugt er hefur sóttvarnalæknir meðal annars það hlutverk að senda ráðherra tillögur um opinberra sóttvarnaráðstafana, en að er ráðherra að taka ákvörðun um hvort grípa eigi til slíkra aðgerða. Í minnisblaðinu listar Þórólfur upp þau atriði og þá þætti sem tillögur sóttvarnalæknis hafa byggt á, alls er um að ræða átta eftirfarandi þætti: Faraldsfræði sjúkdómsins innanlands Faraldsfræði sjúkdómsins erlendis Skimanir/rannsóknir fyrir sjúkdómnum í samfélaginu Alvarleiki sjúkdómsins Geta heilbrigðiskerfisins Eiginleikar veirunnar Sóttvarnaráðstafanir sem þegar eru í gangi Samfélagsleg áhrif og trúverðuleiki ráðstafana Í minnisblaðinu, sem lesa má hér, er nánar farið út í hvern þátt. Þar kemur jafn fram að ýmsir af þessum þættum séu mælanlegir á meðan aðrir séu háðir huglægu mati, enda sé enn margt á huldu varðandi kórónuveiruna og Covid-19, sjúkdóminn sem henni getur fylgt. Þá nefnir Þórólfur að vegna umræðu erlendis og hérlendist hvort hægt sé að útbúa skapalón til þess að áhættumeta útbreiðslu veirunnar og þannig grípa til staðlaðra viðbragða hverju sinni, sé slíkt útilokað. „Þar sem að áhættumat á hverjum tíma byggir á fjölda þátta sem nefndir hafa verið hér að ofan þá tel ég nánast útilokað nota slíkt skapalón á þennan máta. Þó er unnið að skilgreiningum fyrir fyrirtæki og ýmiskonar starfsemi til að styðjast við þegar mat er lagt á viðbrögð hverju sinni t.d. sem snúa að upplýsingamiðlun,“ skrifar Þórólfur. Þá telur hann að það fyrirkomulag sem verið hefur við lýði um almennar og opinberar sóttvarnaraðgerðir tryggi best fagleg viðbrögð vegna Covid-19. „Þegar kemur hins vegar að mati á áhrifum sóttvarnaráðstafana á efnahag og atvinnulíf er það utan sérfræðiþekkingar sóttvarnalæknis.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Sóttvarnarlæknir telur útilokað að hægt sé að nota skapalón til þess að áhættumeta útbreiðslu kórónuveirunnar og grípa þannig til staðlaðra viðbragða á tilteknum tíma eftir því hvernig faraldur kórónuveirunnar þróast. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra þar sem hann fer yfir þá þætti sem liggja til grundvallar á þeim tillögum sem hann hefur sent ráðherra um takmarkanir og aðgerðir vegna Covid-19. Heilbrigðisráðuneytið hefur birt minnisblaðið á vef stjórnarráðsins, en það var kynnt á fundi ríkistjórnarinnar í dag. Sem kunnugt er hefur sóttvarnalæknir meðal annars það hlutverk að senda ráðherra tillögur um opinberra sóttvarnaráðstafana, en að er ráðherra að taka ákvörðun um hvort grípa eigi til slíkra aðgerða. Í minnisblaðinu listar Þórólfur upp þau atriði og þá þætti sem tillögur sóttvarnalæknis hafa byggt á, alls er um að ræða átta eftirfarandi þætti: Faraldsfræði sjúkdómsins innanlands Faraldsfræði sjúkdómsins erlendis Skimanir/rannsóknir fyrir sjúkdómnum í samfélaginu Alvarleiki sjúkdómsins Geta heilbrigðiskerfisins Eiginleikar veirunnar Sóttvarnaráðstafanir sem þegar eru í gangi Samfélagsleg áhrif og trúverðuleiki ráðstafana Í minnisblaðinu, sem lesa má hér, er nánar farið út í hvern þátt. Þar kemur jafn fram að ýmsir af þessum þættum séu mælanlegir á meðan aðrir séu háðir huglægu mati, enda sé enn margt á huldu varðandi kórónuveiruna og Covid-19, sjúkdóminn sem henni getur fylgt. Þá nefnir Þórólfur að vegna umræðu erlendis og hérlendist hvort hægt sé að útbúa skapalón til þess að áhættumeta útbreiðslu veirunnar og þannig grípa til staðlaðra viðbragða hverju sinni, sé slíkt útilokað. „Þar sem að áhættumat á hverjum tíma byggir á fjölda þátta sem nefndir hafa verið hér að ofan þá tel ég nánast útilokað nota slíkt skapalón á þennan máta. Þó er unnið að skilgreiningum fyrir fyrirtæki og ýmiskonar starfsemi til að styðjast við þegar mat er lagt á viðbrögð hverju sinni t.d. sem snúa að upplýsingamiðlun,“ skrifar Þórólfur. Þá telur hann að það fyrirkomulag sem verið hefur við lýði um almennar og opinberar sóttvarnaraðgerðir tryggi best fagleg viðbrögð vegna Covid-19. „Þegar kemur hins vegar að mati á áhrifum sóttvarnaráðstafana á efnahag og atvinnulíf er það utan sérfræðiþekkingar sóttvarnalæknis.“
Faraldsfræði sjúkdómsins innanlands Faraldsfræði sjúkdómsins erlendis Skimanir/rannsóknir fyrir sjúkdómnum í samfélaginu Alvarleiki sjúkdómsins Geta heilbrigðiskerfisins Eiginleikar veirunnar Sóttvarnaráðstafanir sem þegar eru í gangi Samfélagsleg áhrif og trúverðuleiki ráðstafana
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira