Innlent

Bein útsending: Fréttir Stöðvar 2

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.

Lögreglan hefur lagt hald á gríðarlegt magn barnaníðsefnis hjá sjö karlmönnum sem hafa verið til rannsóknar síðustu mánuði. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Stjórnmálafræðingur segir ólíkar skoðanir ráðherra á máli egypsku fjölskyldunnar sýna að kosningar nálgast.

Ríkissjóður hefur þegar greitt tæpa átta milljarða króna vegna greiðslu hluta launakostnaðar starfsmanna á uppsagnarfresti hjá fyrirtækjum síðustu mánuði. Rætt verður við framkvæmdastjóra SAF í beinni í kvöldfréttum.

Að auki fylgjum við hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni úr höfn sem lagði í dag upp í þriggja vikna loðnuleitarleiðangur og ræðum við annan eiganda Gulls og silfurs þar sem innbrot var framið í nótt.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×