Innlent

Leituðu manns í Þjórsárdal

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á Suðurlandi kallaði í nótt eftir aðstoð björgunarsveita við leit að manni sem hafði orðið viðskila við félaga sína í Þjórsárdal. Maðurinn fannst í morgun.

Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við Vísi.

Oddur segir manninn heilan á heilsu. Hann hafi leitað skjóls í húsi í dalnum en samkvæmt tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi fann áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar manninn nú í morgun.

Í nótt var kallað til aðstoðar frá björgunarsveitum við leit á manni sem hafði orðið viðskila við félaga sína, efst í...

Posted by Lögreglan á Suðurlandi on Sunday, 13 September 2020


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.