Lára lýsir atburðum næturinnar í einkaviðtali við Daily Mail Stefán Árni Pálsson skrifar 11. september 2020 14:59 Skjáskot af umfjöllun Daily Mail. Lára Clausen, sem fór ásamt Nadíu Sif Líndal, í heimsókn á hótelherbergi ensku knattspyrnulandsliðsmannanna Phil Foden og Mason Greenwood á dögunum er í ítarlegu viðtali við Daily Mail í dag. Þar greinir hún frá því hvað í raun og veru gerðist þessa umtöluðu nótt. Lára segist hafa verið inni á hótelherbergi til sex um morguninn þegar öryggisteymi enska landsliðsins í knattspyrnu hafi rutt sér leið inn í herbergið í þeirri von um að finna leikmennina. Hún segir að mennirnir hafi öskrað: „Hvar eru strákarnir, hvar eru strákarnir?“ „Þeir kveiktu ljósin og leituðu inni í skápum og inni á baðherbergi,“ segir Lára. „Þeir sýndu okkur ekki neina virðingu og létu eins og við værum bara einhverjar útlenskar stelpur og einskis virði,“ bætir Lára við um viðbrögð öryggisvarðanna. Í greininni kemur fram að Nadía Sif hafi samþykkt að hitta Mason Greenwood á hótelbergi á sjöundu hæð á Hótel Sögu vestur í bæ. Enska liðið gisti á þeirri þriðju. Lára skutlaði henni á hótelið og þegar hún var að keyra í burtu hringdi Nadía í hana og sagði henni að maður að nafni Phil hafi viljað fá að hitta sig. „Ég spurði í símanum hver þetta væri og hann móðgaðist í raun að ég vissi ekkert hver þetta væri,“ segir Lára. Súra nammið sem Lára keypti þrjá pakka af á leiðinni á hótelið. „Ég fékk fullt nafni og fletti honum upp á Instagram og sá hvernig hann leit út. Svo samþykkti ég að fara aftur til baka á hótelið,“ segir Lára sem kom reyndar við í sjoppu til að kaupa nammi handa hópnum. Stelpurnar borguðu báðar fyrir hótelherbergin og bókuðu þau. Phil lofaði síðan að leggja peninginn aftur inn á þær, sem hann gerði svo reyndar ekki að sögn Láru. „Ég kom mér fyrir í mínu herbergi og fór svo yfir í herbergi Nadíu. Strákarnir voru ekki inni í herberginu þegar ég mæti en þeir komu síðar inn þegar ég var á klósettinu. Við ræddum saman í hálftíma í herbergi Nadíu og sögðu við þá að við vissum ekkert um fótbolta og vissum ekkert hverjir þeir voru. Við horfum ekki einu sinni á landsleikinn. Þetta fannst þeim fyndið. Mason laug til um aldur sinn og sagðist vera tvítugur. Hann er bara átján ára en hann var eflaust eitthvað stressaður. Það drakk enginn áfengi og við borðuðum bara nammi.“ Hún segir að Phil Foden hafi því næst spurt hana hvort þau gætu farði tvö í hennar herbergi. „Ég var til í það. Hann setti á eitthvað grínefni í sjónvarpinu, einhver þáttur sem ég hafði aldrei heyrt um. Hann sagði við mig að hann væri í heimsmetabók Guinness fyrir að vera yngsti leikmaðurinn til að vinna einhvern bikar. Ég sagði, það er frábært. Hann sagðist vera mjög spenntur fyrir framtíðinni.“ Fann ekki fyrir frægðinni Hún segir að Foden, sem er ein vonarstjarna enskrar knattspyrnu, hafi verið mjög venjulegur drengur. „Mér fannst aldrei eins og hann væri eitthvað rosalega frægur. Við grínuðumst saman og hlógum. Hann sagði mér ekkert um sitt persónulega líf og sérstaklega ekki frá kærustu sinni og barni. Hann var glaður að ég væri ekki hærri en hann í loftinu. Svo kyssti hann mig og ég kyssti hann til baka. Hann var góður að kyssa og við skemmtum okkur vel.“ Hún segir að Mason Greenwood hafi mikið talað um að hún væri með svo fallegan rass. „Það fannst mér gaman að heyra. Phil tók undir og sagði að ég væri falleg og væri sammála um afturendann á mér. Hann talaði mjög fallega um mig. Svo faðmaði hann mig og sagði við Mason: Ég þarf að halda í þessa.“ Um klukkan þrjú um nóttina fóru þau tvö aftur yfir í herbergi Nadíu. Foden var glaðvakandi þá en Greenwood talaði um að hann yrði að fara hvíla sig. „Mason kvaddi Phil. Phil sagði við mig að þetta hafi verið frábær nótt, síðan kyssti hann mig og fór út úr herberginu. Þegar hann var að ganga í burtu kallaði hann til mín, sendu mér sms.“ Phil Foden bætti Láru á Snapchat og sendi henni nokkrar myndir og einhver fyndin emoji tákn. Ég sendi honum einnig nokkrar myndir til baka. Hann sagði síðan aftur að ég væri falleg. Síðan fórum við Nadía að sofa.“ Vildi ekki hlusta á útskýringar Láru Hún segir að þremur tímum síðar hafi nokkrir úr öryggisteymi enska landsliðsins komið inn í herbergið með miklum látum. Þegar þeir fóru út úr herberginu fóru Lára og Nadía að sofa og sváfu til níu um morguninn. „Þegar ég vaknaði voru íslenskir fjölmiðlar farnir að hringja í mig á fullu og þá kom í ljós að myndböndin okkar voru komin í dreifingu. Þá komumst við að því að strákarnir áttu að vera í sóttkví og við vissum ekkert um það. Mér líður rosalega illa yfir því að þeir hafi verið reknir úr liðinu. Ég tók mynd af Foden með nærbuxurnar hálfar niður og sendi á lokaðan hóp með mínum nánustu vinum. Einn af þeim tók það upp og sendi til fjölmiðla.“ Lára segir að móðir hennar hafi ekki verið sátt. „Mamma öskraði hreinlega á mig og sagði að ég ætti að skammast mín. Hún var vissulega í sjokki, ég var komin í alla fjölmiðla á Íslandi. Pabbi og bróðir minn sögðu reyndar að ég hafi verið að sofa hjá óvininum þar sem þeir eru miklir Arsenal menn.“ Þarna hafði Lára strax samband við Foden sem var vægast sagt sár og svekktur. „Af hverju gerðir þú þetta. Af hverju þurftir þú að taka myndir?“ sendi Phil Foden við Láru. „Ég reyndi að útskýra mína hlið en hann sagðist ekki hafa tíma fyrir þetta.“ Gull og grænir skógar fyrir viðtöl við gulu pressuna Vitað er að breska tabloid-pressan greiðir vel fyrir viðtöl og bárust Vísi ábendingar í vikunni þess efnis að þeim Nadíu Sif og Láru hefðu boðist gull og grænir skógar, jafnvel milljónir, fyrir einkaviðtal við The Sun, The Mirror eða Daily Mail. Nadía Sif sagði í samtali við Vísi í gær að þetta væri ekki rétt. „Við höfum ekki farið í nein viðtöl. Það er ekki inni í myndinni. Við erum að reyna að halda okkur frá þessu.“ Hún segir það ekki rétt að þeim hafi boðist háar greiðslur fyrir að mæta í viðtal og segja nánar af þessum fundi. „Nei, reyndar ekki. Það eina sem þeir eru búnir að gera er að bjóða okkur út til London og mæta í viðtal þar en við erum ekkert að fara að gera það.“ Móðir Láru, Halldóra Aðalsteinsdóttir, tjáði Vísi í gær að henni væri ekki kunnugt um neinar samningaviðræður um einkaviðtal við bresku slúðurpressuna. Enska slúðurpressan hefur slegið því upp að starfsmaður Hótel Sögu sé í vondum málum þar sem hann hafi aðstoðað stúlkurnar við að hitta landsliðsmennina. „Þetta er ekki rétt. Ég segi ekki meira. En enska landsliðið veit að þetta er ekki rétt ,“ sagði Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri á Hótel Sögu. Þjóðadeild UEFA Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Fleiri fréttir Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Sjá meira
Lára Clausen, sem fór ásamt Nadíu Sif Líndal, í heimsókn á hótelherbergi ensku knattspyrnulandsliðsmannanna Phil Foden og Mason Greenwood á dögunum er í ítarlegu viðtali við Daily Mail í dag. Þar greinir hún frá því hvað í raun og veru gerðist þessa umtöluðu nótt. Lára segist hafa verið inni á hótelherbergi til sex um morguninn þegar öryggisteymi enska landsliðsins í knattspyrnu hafi rutt sér leið inn í herbergið í þeirri von um að finna leikmennina. Hún segir að mennirnir hafi öskrað: „Hvar eru strákarnir, hvar eru strákarnir?“ „Þeir kveiktu ljósin og leituðu inni í skápum og inni á baðherbergi,“ segir Lára. „Þeir sýndu okkur ekki neina virðingu og létu eins og við værum bara einhverjar útlenskar stelpur og einskis virði,“ bætir Lára við um viðbrögð öryggisvarðanna. Í greininni kemur fram að Nadía Sif hafi samþykkt að hitta Mason Greenwood á hótelbergi á sjöundu hæð á Hótel Sögu vestur í bæ. Enska liðið gisti á þeirri þriðju. Lára skutlaði henni á hótelið og þegar hún var að keyra í burtu hringdi Nadía í hana og sagði henni að maður að nafni Phil hafi viljað fá að hitta sig. „Ég spurði í símanum hver þetta væri og hann móðgaðist í raun að ég vissi ekkert hver þetta væri,“ segir Lára. Súra nammið sem Lára keypti þrjá pakka af á leiðinni á hótelið. „Ég fékk fullt nafni og fletti honum upp á Instagram og sá hvernig hann leit út. Svo samþykkti ég að fara aftur til baka á hótelið,“ segir Lára sem kom reyndar við í sjoppu til að kaupa nammi handa hópnum. Stelpurnar borguðu báðar fyrir hótelherbergin og bókuðu þau. Phil lofaði síðan að leggja peninginn aftur inn á þær, sem hann gerði svo reyndar ekki að sögn Láru. „Ég kom mér fyrir í mínu herbergi og fór svo yfir í herbergi Nadíu. Strákarnir voru ekki inni í herberginu þegar ég mæti en þeir komu síðar inn þegar ég var á klósettinu. Við ræddum saman í hálftíma í herbergi Nadíu og sögðu við þá að við vissum ekkert um fótbolta og vissum ekkert hverjir þeir voru. Við horfum ekki einu sinni á landsleikinn. Þetta fannst þeim fyndið. Mason laug til um aldur sinn og sagðist vera tvítugur. Hann er bara átján ára en hann var eflaust eitthvað stressaður. Það drakk enginn áfengi og við borðuðum bara nammi.“ Hún segir að Phil Foden hafi því næst spurt hana hvort þau gætu farði tvö í hennar herbergi. „Ég var til í það. Hann setti á eitthvað grínefni í sjónvarpinu, einhver þáttur sem ég hafði aldrei heyrt um. Hann sagði við mig að hann væri í heimsmetabók Guinness fyrir að vera yngsti leikmaðurinn til að vinna einhvern bikar. Ég sagði, það er frábært. Hann sagðist vera mjög spenntur fyrir framtíðinni.“ Fann ekki fyrir frægðinni Hún segir að Foden, sem er ein vonarstjarna enskrar knattspyrnu, hafi verið mjög venjulegur drengur. „Mér fannst aldrei eins og hann væri eitthvað rosalega frægur. Við grínuðumst saman og hlógum. Hann sagði mér ekkert um sitt persónulega líf og sérstaklega ekki frá kærustu sinni og barni. Hann var glaður að ég væri ekki hærri en hann í loftinu. Svo kyssti hann mig og ég kyssti hann til baka. Hann var góður að kyssa og við skemmtum okkur vel.“ Hún segir að Mason Greenwood hafi mikið talað um að hún væri með svo fallegan rass. „Það fannst mér gaman að heyra. Phil tók undir og sagði að ég væri falleg og væri sammála um afturendann á mér. Hann talaði mjög fallega um mig. Svo faðmaði hann mig og sagði við Mason: Ég þarf að halda í þessa.“ Um klukkan þrjú um nóttina fóru þau tvö aftur yfir í herbergi Nadíu. Foden var glaðvakandi þá en Greenwood talaði um að hann yrði að fara hvíla sig. „Mason kvaddi Phil. Phil sagði við mig að þetta hafi verið frábær nótt, síðan kyssti hann mig og fór út úr herberginu. Þegar hann var að ganga í burtu kallaði hann til mín, sendu mér sms.“ Phil Foden bætti Láru á Snapchat og sendi henni nokkrar myndir og einhver fyndin emoji tákn. Ég sendi honum einnig nokkrar myndir til baka. Hann sagði síðan aftur að ég væri falleg. Síðan fórum við Nadía að sofa.“ Vildi ekki hlusta á útskýringar Láru Hún segir að þremur tímum síðar hafi nokkrir úr öryggisteymi enska landsliðsins komið inn í herbergið með miklum látum. Þegar þeir fóru út úr herberginu fóru Lára og Nadía að sofa og sváfu til níu um morguninn. „Þegar ég vaknaði voru íslenskir fjölmiðlar farnir að hringja í mig á fullu og þá kom í ljós að myndböndin okkar voru komin í dreifingu. Þá komumst við að því að strákarnir áttu að vera í sóttkví og við vissum ekkert um það. Mér líður rosalega illa yfir því að þeir hafi verið reknir úr liðinu. Ég tók mynd af Foden með nærbuxurnar hálfar niður og sendi á lokaðan hóp með mínum nánustu vinum. Einn af þeim tók það upp og sendi til fjölmiðla.“ Lára segir að móðir hennar hafi ekki verið sátt. „Mamma öskraði hreinlega á mig og sagði að ég ætti að skammast mín. Hún var vissulega í sjokki, ég var komin í alla fjölmiðla á Íslandi. Pabbi og bróðir minn sögðu reyndar að ég hafi verið að sofa hjá óvininum þar sem þeir eru miklir Arsenal menn.“ Þarna hafði Lára strax samband við Foden sem var vægast sagt sár og svekktur. „Af hverju gerðir þú þetta. Af hverju þurftir þú að taka myndir?“ sendi Phil Foden við Láru. „Ég reyndi að útskýra mína hlið en hann sagðist ekki hafa tíma fyrir þetta.“ Gull og grænir skógar fyrir viðtöl við gulu pressuna Vitað er að breska tabloid-pressan greiðir vel fyrir viðtöl og bárust Vísi ábendingar í vikunni þess efnis að þeim Nadíu Sif og Láru hefðu boðist gull og grænir skógar, jafnvel milljónir, fyrir einkaviðtal við The Sun, The Mirror eða Daily Mail. Nadía Sif sagði í samtali við Vísi í gær að þetta væri ekki rétt. „Við höfum ekki farið í nein viðtöl. Það er ekki inni í myndinni. Við erum að reyna að halda okkur frá þessu.“ Hún segir það ekki rétt að þeim hafi boðist háar greiðslur fyrir að mæta í viðtal og segja nánar af þessum fundi. „Nei, reyndar ekki. Það eina sem þeir eru búnir að gera er að bjóða okkur út til London og mæta í viðtal þar en við erum ekkert að fara að gera það.“ Móðir Láru, Halldóra Aðalsteinsdóttir, tjáði Vísi í gær að henni væri ekki kunnugt um neinar samningaviðræður um einkaviðtal við bresku slúðurpressuna. Enska slúðurpressan hefur slegið því upp að starfsmaður Hótel Sögu sé í vondum málum þar sem hann hafi aðstoðað stúlkurnar við að hitta landsliðsmennina. „Þetta er ekki rétt. Ég segi ekki meira. En enska landsliðið veit að þetta er ekki rétt ,“ sagði Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri á Hótel Sögu.
Þjóðadeild UEFA Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Fleiri fréttir Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Sjá meira