Snjó festi á fjallvegum norðaustanlands Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. september 2020 06:51 Þessi mynd er tekin úr vefmyndavél Vegagerðarinnar á Möðrudalsöræfum um klukkan 6:40 í morgun. Fyrsti snjór vetrarins féll í gær á norðaustanverðu landinu. Snjóþekja er á nokkrum fjallvegum í landshlutanum að sögn Teits Arasonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands, en appelsínugul veðurviðvörun hefur verið í gildi síðan í gær á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi vegna norðanhríðar. Snjó festi til dæmis á Mývatns- og Möðrudalsöræfum. „Snælínan virðist hafa verið á svipuðum slóðum og spár gerðu ráð fyrir, það snjóaði fyrir ofan 300 til 400 metra. Hvort það hefur fennt mikið einhvers staðar kemur í ljós í dag þegar það verður farið að kanna snjóalög nánar og koma kannski fréttir af því frá fólki á fjöllum, til dæmis gangnamönnum,“ segir Teitur. Þá hafi verið hvasst og slegið í storm (20 til 24 m/s) í nokkrum landshlutum, það er á Snæfellsnesi, Suðurlandi, Suðausturlandi og Austfjörðum. Þar hafi mælst stormur á nokkrum stöðum. Appelsínugul viðvörun gildir til klukkan níu bæði á Norðurlandi eystra og á Austurlandi að Glettingi. „Til hádegis er þetta svipað en svo gengur þetta niður smám saman eftir hádegið. Það gengur fyrr niður hér á vestanverðu landinu, það verður orðið skaplegasta veður í kvöld en það verður ennþá strekkingsvindur austan megin og einhver smá úrkoma,“ segir Teitur. Hálendið: Víða á norðanverðu hálendinu hefur snjóað talsvert, skafrenningur og vetrarástand og ekki hentugt til ferðalaga. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) September 4, 2020 „Bara eins dags pása“ Á morgun er síðan spáð blíðviðri um allt land; hægum vindi, bjartviðri og þá hlýnar aftur í sólinni. Á sunnudag er hins vegar von á sunnanátt og talsverðri rigningu. „Þannig að það er bara eins dags pása. En það er mjög hlýr loftmassi og rakur þannig að það verður mjög þungbúið og vætusamt á sunnudaginn og allhvass vindur líka.“ Alls staðar er spáð rigningu en í talsverðu magni sunnan-og vestanlands. „Og það kemur það hlýtt loft með þessu að þar sem hefur fest snjó á hálendi núna, hann ætti að taka upp að mestu leyti.“ Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra á Akureyri var ekkert um útkall hjá lögreglu og björgunarsveitum í nótt vegna veðursins. Í gærkvöldi hafi komið eitt útkall í tengslum við byggingarsvæði á Akureyri þar sem byggingarefni var laust og farið að fjúka en það var minniháttar. Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að tvö útköll hafi komið í nótt vegna veðurs. Annars vegar var tilkynnt um farg sem var að fjúka af þaki húss á Seltjarnarnesi sem verið er að gera við. Þá var tilkynnt um timbur sem var að fjúka af 4. hæða húsi í Vesturbænum en framkvæmdir standa yfir við húsið. Var óskað eftir aðstoð björgunarsveitar því ekki náðist í verktaka. Veðurhorfur á landinu: Norðlæg átt 10-18 m/s, en stormur á stöku stað í vindstrengjum, einkum suðaustantil á landinu. Bjartviðri á Suður- og Vesturlandi. Talsverð rigning á Norður- og Austurlandi og slydda eða snjókoma í meira en 300-400 metra hæð yfir sjávarmáli. Dregur smám saman úr vindi og úrkomu eftir hádegi. Fremur hægur vindur og léttskýjað vestanlands í kvöld, en norðvestan strekkingur austantil á landinu og skýjað en úrkomulítið. Hiti í dag frá 2 stigum í innsveitum norðaustanlands, upp í 13 stig syðst. Víða hægur vindur og þurrt og bjart veður á landinu á morgun með hita 7 til 13 stig. Á laugardag: Norðvestan 8-13 m/s og skýjað á Austurlandi um morguninn, en lægir síðan og léttir til. Annars hæg suðlæg eða breytileg átt á landinu og víða þurrt og bjart veður, en skýjað og lítilsháttar væta með vesturströndinni um kvöldið. Hiti yfir daginn frá 6 stigum á norðausturhorninu, upp í 13 stig sunnanlands. Á sunnudag: Gengur í sunnan og suðvestan 10-18 með rigningu og súld, talsverð úrkoma sunnan- og vestanlands. Hiti 8 til 15 stig. Á mánudag: Stíf vestlæg átt og skúrir eða rigning, en þurrt suðaustan- og austanlands. Kólnar í veðri. Á þriðjudag: Norðlæg eða breytileg átt og dálítil rigning, en þurrt suðaustantil á landinu. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast á Suðausturlandi. Fréttin hefur verið uppfærð. Veður Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira
Fyrsti snjór vetrarins féll í gær á norðaustanverðu landinu. Snjóþekja er á nokkrum fjallvegum í landshlutanum að sögn Teits Arasonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands, en appelsínugul veðurviðvörun hefur verið í gildi síðan í gær á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi vegna norðanhríðar. Snjó festi til dæmis á Mývatns- og Möðrudalsöræfum. „Snælínan virðist hafa verið á svipuðum slóðum og spár gerðu ráð fyrir, það snjóaði fyrir ofan 300 til 400 metra. Hvort það hefur fennt mikið einhvers staðar kemur í ljós í dag þegar það verður farið að kanna snjóalög nánar og koma kannski fréttir af því frá fólki á fjöllum, til dæmis gangnamönnum,“ segir Teitur. Þá hafi verið hvasst og slegið í storm (20 til 24 m/s) í nokkrum landshlutum, það er á Snæfellsnesi, Suðurlandi, Suðausturlandi og Austfjörðum. Þar hafi mælst stormur á nokkrum stöðum. Appelsínugul viðvörun gildir til klukkan níu bæði á Norðurlandi eystra og á Austurlandi að Glettingi. „Til hádegis er þetta svipað en svo gengur þetta niður smám saman eftir hádegið. Það gengur fyrr niður hér á vestanverðu landinu, það verður orðið skaplegasta veður í kvöld en það verður ennþá strekkingsvindur austan megin og einhver smá úrkoma,“ segir Teitur. Hálendið: Víða á norðanverðu hálendinu hefur snjóað talsvert, skafrenningur og vetrarástand og ekki hentugt til ferðalaga. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) September 4, 2020 „Bara eins dags pása“ Á morgun er síðan spáð blíðviðri um allt land; hægum vindi, bjartviðri og þá hlýnar aftur í sólinni. Á sunnudag er hins vegar von á sunnanátt og talsverðri rigningu. „Þannig að það er bara eins dags pása. En það er mjög hlýr loftmassi og rakur þannig að það verður mjög þungbúið og vætusamt á sunnudaginn og allhvass vindur líka.“ Alls staðar er spáð rigningu en í talsverðu magni sunnan-og vestanlands. „Og það kemur það hlýtt loft með þessu að þar sem hefur fest snjó á hálendi núna, hann ætti að taka upp að mestu leyti.“ Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra á Akureyri var ekkert um útkall hjá lögreglu og björgunarsveitum í nótt vegna veðursins. Í gærkvöldi hafi komið eitt útkall í tengslum við byggingarsvæði á Akureyri þar sem byggingarefni var laust og farið að fjúka en það var minniháttar. Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að tvö útköll hafi komið í nótt vegna veðurs. Annars vegar var tilkynnt um farg sem var að fjúka af þaki húss á Seltjarnarnesi sem verið er að gera við. Þá var tilkynnt um timbur sem var að fjúka af 4. hæða húsi í Vesturbænum en framkvæmdir standa yfir við húsið. Var óskað eftir aðstoð björgunarsveitar því ekki náðist í verktaka. Veðurhorfur á landinu: Norðlæg átt 10-18 m/s, en stormur á stöku stað í vindstrengjum, einkum suðaustantil á landinu. Bjartviðri á Suður- og Vesturlandi. Talsverð rigning á Norður- og Austurlandi og slydda eða snjókoma í meira en 300-400 metra hæð yfir sjávarmáli. Dregur smám saman úr vindi og úrkomu eftir hádegi. Fremur hægur vindur og léttskýjað vestanlands í kvöld, en norðvestan strekkingur austantil á landinu og skýjað en úrkomulítið. Hiti í dag frá 2 stigum í innsveitum norðaustanlands, upp í 13 stig syðst. Víða hægur vindur og þurrt og bjart veður á landinu á morgun með hita 7 til 13 stig. Á laugardag: Norðvestan 8-13 m/s og skýjað á Austurlandi um morguninn, en lægir síðan og léttir til. Annars hæg suðlæg eða breytileg átt á landinu og víða þurrt og bjart veður, en skýjað og lítilsháttar væta með vesturströndinni um kvöldið. Hiti yfir daginn frá 6 stigum á norðausturhorninu, upp í 13 stig sunnanlands. Á sunnudag: Gengur í sunnan og suðvestan 10-18 með rigningu og súld, talsverð úrkoma sunnan- og vestanlands. Hiti 8 til 15 stig. Á mánudag: Stíf vestlæg átt og skúrir eða rigning, en þurrt suðaustan- og austanlands. Kólnar í veðri. Á þriðjudag: Norðlæg eða breytileg átt og dálítil rigning, en þurrt suðaustantil á landinu. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast á Suðausturlandi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Veður Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira