Lífið

YouTube-stjarna birtir köfunarmyndband úr Silfru

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tom Scott fjallar reglulega um ferðalög sín um heiminn. Hann var hér á landi fyrir ekki svo löngu.
Tom Scott fjallar reglulega um ferðalög sín um heiminn. Hann var hér á landi fyrir ekki svo löngu.

YouTube-stjarnan Tom Scott birtir reglulega myndbönd á síðu sinni frá ferðalögum hans um heiminn. Hann var á dögunum staddur hér á landi og kafaði í Silfru við Þingvelli.

Honum þótti merkilegt að geta kafað frá einni heimsálfu yfir í aðra en flekaskilin milli Evrópu og Norður-Ameríku eru einmitt á svipuðum slóðum.

Myndbandið hefur strax vakið töluverða athygli og þegar þessi grein er skrifuð hafa um fimm hundruð þúsund manns horft.

Það getur verið mjög hættulegt að kafa í Silfru og varð Scott að hafa með sér færa leiðsögumenn með í för, kafara sem eru vanir þessum aðstæðum og kuldanum í vatninu.

Hér að neðan má sjá myndbandið sjálft.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.