María Birta hefur þurft að fara á spítala eftir leiksýningar Stefán Árni Pálsson skrifar 1. september 2020 10:29 María Birta er búsett í Las Vegas en hefur undanfarnar vikur verið hér á landi. Leikkonan María Birta Bjarnadóttir hefur búið undanfarin ár í Bandaríkjunum þar sem hún hefur verið að reyna fyrir sér í leiklistinni. Sem stendur er hún búsett í Las Vegas og tekur þátt í sýningu þar í borg tíu sinnum í viku. María Birta var á sínum tíma verslunareigandi í Reykjavík og gekk reksturinn vel og þegar best var velti búðin tíu milljónum á mánuði. Hún átti tískufataverslunina Maníu. María er er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Í viðtalinu ræða Sölvi og María Birta meðal annars um nýjasta verkefnið og líkamlegu átökin eru ekkert grín. Hlutverkið stækkaði og stækkaði „Mér er sagt að ég sé nunna í þessu showi, svo fannst þeim allt í einu frábær hugmynd að allir myndu berja nunnuna og ég hef ekki tölu á því hvað ég hef verið kýld oft í andlitið og svo er brotin flaska á hausnum á mér í sýningunni og hlutverkið mitt stækkar alltaf og núna er ég í 70 mínútur af 100 mínútum á sviðinu,“ segir María. „Ég hef alveg þrisvar sinnum þurft að fara á spítala og farið í röntgenmyndatökur eftir sýningarnar og alls konar. Það er til dæmis brotinn stóll á bakinu á mér í hverri sýningu og af því að hver einasti stóll kostar talsverðan pening þá er hann límdur saman og það fer eftir því hversu mikið lím er notað hversu harður hann verður og líka hver er að brjóta hann á mér. Ég hef nokkrum sinnum farið úr lið á hendinni og verið með svarta marbletti á mjöðminni og fleira. Ég veit að þetta hljómar furðulega, en þetta er bara eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert á ævinni.” Sýningin er nú í tímabundnu hléi vegna heimsfaraldursins, sem var vægast sagt sérstakur fyrir Maríu Birtu og Ella Egilsson, eiginmann hennar. „Ég og Elli tókum bara strax þá ákvörðun að við myndum ekki hitta neinn, þannig að frá 16. mars og alveg þangað til við komum til Íslands í ágúst hittum við eina stelpu. Annars vorum við bara saman í einangrun í 5 mánuði. Við fórum ekki út úr húsi í tvö mánuði, ekki einu sinni í labbitúr. Svo fórum við í fyrsta göngutúrinn í maí og Elli tekur krúttlega selfie af okkur og ég sé myndina og ég hugsaði: „hver er þetta?” af því að ég var búin að fitna svo mikið. Ég hef aldrei í mínu lífi fitnað en þarna var ég búin að fitna um 11 kíló á tveimur mánuðum af því að ég hreyfði mig ekki neitt. Ég var bara orðin eins og helíum blaðra.” Í viðtalinu ræða Sölvi og María Birta líka um menninguna í leiklistinni bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi og hvað hefur breyst eftir metoo byltinguna. Metoo breytti miklu „Það hafa alveg verið moment á Íslandi þar sem mér leið ekki vel á setti. Fyrir mig breyttist andrúmsloftið mikið hérna heima í leiklistinni eftir metoo byltinguna og mér fannst gott að senda inn mína sögu og klára mitt mál. Ég lék nýlega í nektarsenu úti og þá fann maður vel breytinguna. Það var svo vel passað upp á að allt væri í lagi og að mér liði vel að það var næstum því hlægilegt. Það hefði aldrei verið svona áður en metoo átti sér stað. En það er rétt að taka það fram að þessi sena var klippt út og fór ekki neitt.” Í viðtalinu ræða Sölvi og María Birta um adrenalínfíknina, löngunina til að vera alltaf að læra eitthvað nýtt, ferilinn í leiklistinni og margt margt fleira. Viðtalið í heild má sjá hér að neðan. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
Leikkonan María Birta Bjarnadóttir hefur búið undanfarin ár í Bandaríkjunum þar sem hún hefur verið að reyna fyrir sér í leiklistinni. Sem stendur er hún búsett í Las Vegas og tekur þátt í sýningu þar í borg tíu sinnum í viku. María Birta var á sínum tíma verslunareigandi í Reykjavík og gekk reksturinn vel og þegar best var velti búðin tíu milljónum á mánuði. Hún átti tískufataverslunina Maníu. María er er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Í viðtalinu ræða Sölvi og María Birta meðal annars um nýjasta verkefnið og líkamlegu átökin eru ekkert grín. Hlutverkið stækkaði og stækkaði „Mér er sagt að ég sé nunna í þessu showi, svo fannst þeim allt í einu frábær hugmynd að allir myndu berja nunnuna og ég hef ekki tölu á því hvað ég hef verið kýld oft í andlitið og svo er brotin flaska á hausnum á mér í sýningunni og hlutverkið mitt stækkar alltaf og núna er ég í 70 mínútur af 100 mínútum á sviðinu,“ segir María. „Ég hef alveg þrisvar sinnum þurft að fara á spítala og farið í röntgenmyndatökur eftir sýningarnar og alls konar. Það er til dæmis brotinn stóll á bakinu á mér í hverri sýningu og af því að hver einasti stóll kostar talsverðan pening þá er hann límdur saman og það fer eftir því hversu mikið lím er notað hversu harður hann verður og líka hver er að brjóta hann á mér. Ég hef nokkrum sinnum farið úr lið á hendinni og verið með svarta marbletti á mjöðminni og fleira. Ég veit að þetta hljómar furðulega, en þetta er bara eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert á ævinni.” Sýningin er nú í tímabundnu hléi vegna heimsfaraldursins, sem var vægast sagt sérstakur fyrir Maríu Birtu og Ella Egilsson, eiginmann hennar. „Ég og Elli tókum bara strax þá ákvörðun að við myndum ekki hitta neinn, þannig að frá 16. mars og alveg þangað til við komum til Íslands í ágúst hittum við eina stelpu. Annars vorum við bara saman í einangrun í 5 mánuði. Við fórum ekki út úr húsi í tvö mánuði, ekki einu sinni í labbitúr. Svo fórum við í fyrsta göngutúrinn í maí og Elli tekur krúttlega selfie af okkur og ég sé myndina og ég hugsaði: „hver er þetta?” af því að ég var búin að fitna svo mikið. Ég hef aldrei í mínu lífi fitnað en þarna var ég búin að fitna um 11 kíló á tveimur mánuðum af því að ég hreyfði mig ekki neitt. Ég var bara orðin eins og helíum blaðra.” Í viðtalinu ræða Sölvi og María Birta líka um menninguna í leiklistinni bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi og hvað hefur breyst eftir metoo byltinguna. Metoo breytti miklu „Það hafa alveg verið moment á Íslandi þar sem mér leið ekki vel á setti. Fyrir mig breyttist andrúmsloftið mikið hérna heima í leiklistinni eftir metoo byltinguna og mér fannst gott að senda inn mína sögu og klára mitt mál. Ég lék nýlega í nektarsenu úti og þá fann maður vel breytinguna. Það var svo vel passað upp á að allt væri í lagi og að mér liði vel að það var næstum því hlægilegt. Það hefði aldrei verið svona áður en metoo átti sér stað. En það er rétt að taka það fram að þessi sena var klippt út og fór ekki neitt.” Í viðtalinu ræða Sölvi og María Birta um adrenalínfíknina, löngunina til að vera alltaf að læra eitthvað nýtt, ferilinn í leiklistinni og margt margt fleira. Viðtalið í heild má sjá hér að neðan.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira