Innlent

Gular við­varanir víða um land

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hér má sjá svæðin hvar viðvaranir eru eða verða í gildi.
Hér má sjá svæðin hvar viðvaranir eru eða verða í gildi. Veðurstofa Íslands/Skjáskot

Gul veðurviðvörun tekur gildi á höfuðborgarsvæðinu klukkan 21 í kvöld og gildir eins og stendur til klukkan 5 í nótt. Á vef Veðurstofunnar segir að búast megi við allhvassri suðaustanátt. Lausir munir geti fokið, til að mynda trampólín sem ekki eru tryggilega fest. Þá má búast við rigningu. Viðvörun í Faxaflóa tekur gildi klukkan 19 í kvöld og búast má við 20 til 25 metrum á sekúndu við fjöll. Ökumenn eru hvattir til að sýna varúð.

Þá verður gul viðvörun einnig í gildi á Suðurlandi frá klukkan 19 í kvöld til 6 í nótt. Þar má einnig búast við suðaustanátt, um 13 til 18 metrum á sekúndu, til að mynda við ströndina og á Hellisheiði. Slíkur vindur getur verið varasamur fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind og lausir munir gætu fokið. Þá má einnig búast við rigningu á Suðurlandi.

Eins er gul viðvörun á Breiðafirði. Á vef Veðurstofunnar segir um viðvörunina í Breiðafirði:

„Allhvöss eða hvöss sunnan- og suðaustanátt (meðalvindur 13-20 m/s) í vindstrengjum, einkum á norðanverðu Snæfellsnesi og vindhviður geta náð 25-30 m/s. Slíkur vindur er varasamur fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi. Lausir munir geta fokið. Einnig er búist við rigningu.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×