Jafn miklum krafti verði eytt í geðheilbrigðismál og að berjast við veiruna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 29. ágúst 2020 14:30 Grímur Atlason er framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Vísir Meira en þrefalt fleiri hafa fallið fyrir eigin hendi hér á landi í ár en látist af völdum Covid-19. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar leggur til að jafn miklum krafti verði eytt í að rannsaka orsakaþætti geðheilbrigðis og vinna að því að bæta geðheilsu þjóðarinnar eins og að berjast við veiruna. Fréttastofa greindi frá því á dögunum að fjöldi sjálfsvíga það sem af er ári sé farinn að nálgast það sem oft sést á heilu ári. Heimildir fréttastofu herma að sjálfsvíg séu yfir þrjátíu á fyrstu sjö mánuðum ársins. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segist meðvitaður um stöðuna. Grímur Atlason.Geðhjálp „Við erum meðvituð um það og höfum heyrt af því að þetta gæti verið hærri tala en oft áður. Einangrun og lokanir og efnahagslegar áhyggjur hafa vissulega haft áhrif á geðheilsu fólks. Deildir eru lokaðar, úrræði eru færri og lokuð jafnvel og sjálfshjálparhópar eins og AA hafa verið með skerta starfsemi og ekki geta tekið við fólki vegna fjöldtakmarkana,“ segir Grímur. Hann vill að horft sé á orsakaþætti geðheilbrigðis í þessu samhengi, hvernig almennt sé hægt að bæta geðheilsu. Þá hefur Grímur áhyggjur af því að nú séu sveitarfélögin að gera fjárhagsáætlanir með miklum niðurskurði. „Þá mun líklega vera skert þjónusta en frekar og við verðum að koma í veg fyrir það,“ segir Grímur. Ættum að vinna að því að bæta geðheilsu þjóðarinnar Garðar Sölvi Helgason, maður sem geðklofa sem er fastagestur á VIN dagsetri fyrir fólk með geðraskanir, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hann hefði gríðarlegar áhyggjur af félögum sínum sem einnig sækja Vin. Vegna skertrar þjónustu hafi fólk einangrast sem geti haft hörmulegar afleiðingar í för með sér. „Garðar er svo sannarlega ekki einn með þessar áhyggjur,“ segir Grímur. „Við erum í lok ágúst og það eru nokkrir mánuðir eftir af árinu. Tölfræðilega er þetta ekki uppbyggilegt að heyra töluna því þá má búast við því að fleiri bætist við,“ segir Grímur. Meira en þrefalt fleiri hafa fallið fyrir eigin hendi hér á landi í ár en látist af völdum Covid-19. „Á tveimur áratugum eru þetta kannski þúsund manns (sem falla fyrir eigin hendi). Afhverju notum við ekki jafn mikinn kraft í að rannsaka og vinna að því að bæta geðheilsu þjóðarinnar og fara í orsakaþættina og skoða þá. Við gætum gert það til dæmis með því að setja jafn mikið púður í þetta eins og að berjast við veiruna því þetta er svo sannarlega mikil veira,“ segir Grímur Atlason. Geðheilbrigði Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviráðningar varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Ástralski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Sjá meira
Meira en þrefalt fleiri hafa fallið fyrir eigin hendi hér á landi í ár en látist af völdum Covid-19. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar leggur til að jafn miklum krafti verði eytt í að rannsaka orsakaþætti geðheilbrigðis og vinna að því að bæta geðheilsu þjóðarinnar eins og að berjast við veiruna. Fréttastofa greindi frá því á dögunum að fjöldi sjálfsvíga það sem af er ári sé farinn að nálgast það sem oft sést á heilu ári. Heimildir fréttastofu herma að sjálfsvíg séu yfir þrjátíu á fyrstu sjö mánuðum ársins. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segist meðvitaður um stöðuna. Grímur Atlason.Geðhjálp „Við erum meðvituð um það og höfum heyrt af því að þetta gæti verið hærri tala en oft áður. Einangrun og lokanir og efnahagslegar áhyggjur hafa vissulega haft áhrif á geðheilsu fólks. Deildir eru lokaðar, úrræði eru færri og lokuð jafnvel og sjálfshjálparhópar eins og AA hafa verið með skerta starfsemi og ekki geta tekið við fólki vegna fjöldtakmarkana,“ segir Grímur. Hann vill að horft sé á orsakaþætti geðheilbrigðis í þessu samhengi, hvernig almennt sé hægt að bæta geðheilsu. Þá hefur Grímur áhyggjur af því að nú séu sveitarfélögin að gera fjárhagsáætlanir með miklum niðurskurði. „Þá mun líklega vera skert þjónusta en frekar og við verðum að koma í veg fyrir það,“ segir Grímur. Ættum að vinna að því að bæta geðheilsu þjóðarinnar Garðar Sölvi Helgason, maður sem geðklofa sem er fastagestur á VIN dagsetri fyrir fólk með geðraskanir, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hann hefði gríðarlegar áhyggjur af félögum sínum sem einnig sækja Vin. Vegna skertrar þjónustu hafi fólk einangrast sem geti haft hörmulegar afleiðingar í för með sér. „Garðar er svo sannarlega ekki einn með þessar áhyggjur,“ segir Grímur. „Við erum í lok ágúst og það eru nokkrir mánuðir eftir af árinu. Tölfræðilega er þetta ekki uppbyggilegt að heyra töluna því þá má búast við því að fleiri bætist við,“ segir Grímur. Meira en þrefalt fleiri hafa fallið fyrir eigin hendi hér á landi í ár en látist af völdum Covid-19. „Á tveimur áratugum eru þetta kannski þúsund manns (sem falla fyrir eigin hendi). Afhverju notum við ekki jafn mikinn kraft í að rannsaka og vinna að því að bæta geðheilsu þjóðarinnar og fara í orsakaþættina og skoða þá. Við gætum gert það til dæmis með því að setja jafn mikið púður í þetta eins og að berjast við veiruna því þetta er svo sannarlega mikil veira,“ segir Grímur Atlason.
Geðheilbrigði Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviráðningar varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Ástralski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Sjá meira