Bjóða fría gistingu fyrir alla starfsmenn Landspítalans og þríeykið Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. maí 2020 12:30 Hótel Laki er í Skaftárhreppi rétt við Kirkjubæjarklaustur. Einkasafn Öllu starfsfólki Landspítalans með sínum mökum verður boðið upp á fría gistingu á Hótel Laka rétt við Kirkjubæjarklaustur í sumar, eða rúmlega fimm þúsund starfsmönnum spítalans. Þríeykinu verður líka boðið, eða þeim Víði, Þórlófi og Ölmu, með sínum mökum. Hótel Laki er staðsett fimm kílómetrum sunnan við Kirkjubæjarklaustur, í þriggja klukkustunda akstursfjarlægð frá Reykjavík. Á hótelinu er 80 herbergi. Hótel Laki er fjölskyldu fyrirtæki þar sem Eva Björk Harðardóttir er hótelstjóri. Hún segir að boðið til starfsfólks Landspítalans og þríeykisins sé vegna kórónuveirunnar, fólkið eigið skilið gott frí og slökun fyrir frábært starf, Hótel Laki vilji leggja þar sitt af mörkum. „Við sitjum uppi með hálf tómt hótel eins og flestir ferðaþjónustuaðilar á landinu og ákváðum að reyna að horfa á þetta sem tækifæri og þakka einhverjum fyrir vel unnin störf. Þá fórum við að hugsa hvað við gætum gert og þá datt okkur í hug vegna mikils álags starfsfólks Landspítalans og þríeykinu okkar fræga að bjóða frí herbergi fyrir þennan hóp í sumar,“ segir Eva Björk. „Ég veit að það eru í margir í sömu stöðu og við að hafa eitthvað að bjóða og geta þannig þakkað fyrir. Við erum í þessari aðstöðu núna og datt í hug að í staðinn fyrir að sitja uppi með tómt hótel og einhvern fastan kostnað að bjóða það sem við getum og við ákváðum að taka Landspítalann og þríeykið út fyrir sviga og þakka fyrir með þessu móti,“ bætir Eva Björk við. Eva Björk Harðardóttir, hótelstjóri og einn af eigendum hótelsins.EinkasafnEva Björk segir að það sé mikið af náttúruperlum í næsta nágrenni við hótelið og víða sé hægt að fara í skemmtilega afþreyingu, þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi ákveði starfsmenn Landspítalans og þríeykið að koma á Hótel Laka frítt í sumar. „Þetta er kannski skref í þá átt að biðja fólk um að nýta þjónustuna úti á landi og stíga þannig í ístaðið með þessari stóru atvinnugrein, sem á undir högg að sækja. Ég á von að boði okkar verði vel tekið og að starfsfólkið og makar þeirra nýti sér tilboðið og heimsæki Suðurland. Það eru nú þegar farnar að koma einhverjar hringingar og við erum farin að taka niður einhverjar bókanir. Ég vil bara hvetja fólk til að heyra í okkur, það er nóg af lausum herbergjum,“ segir Eva Björk. Á hótelinu eru 80 herbergi, sem starfsfólk Landsspítalans og makar þeirra, ásamt þríeykinu og mökum þeirra geta fengiði að gista frítt í vegna álagsins á starfsfólkið vegna kórónuveirunnar.Einkasafn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Skaftárhreppur Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Öllu starfsfólki Landspítalans með sínum mökum verður boðið upp á fría gistingu á Hótel Laka rétt við Kirkjubæjarklaustur í sumar, eða rúmlega fimm þúsund starfsmönnum spítalans. Þríeykinu verður líka boðið, eða þeim Víði, Þórlófi og Ölmu, með sínum mökum. Hótel Laki er staðsett fimm kílómetrum sunnan við Kirkjubæjarklaustur, í þriggja klukkustunda akstursfjarlægð frá Reykjavík. Á hótelinu er 80 herbergi. Hótel Laki er fjölskyldu fyrirtæki þar sem Eva Björk Harðardóttir er hótelstjóri. Hún segir að boðið til starfsfólks Landspítalans og þríeykisins sé vegna kórónuveirunnar, fólkið eigið skilið gott frí og slökun fyrir frábært starf, Hótel Laki vilji leggja þar sitt af mörkum. „Við sitjum uppi með hálf tómt hótel eins og flestir ferðaþjónustuaðilar á landinu og ákváðum að reyna að horfa á þetta sem tækifæri og þakka einhverjum fyrir vel unnin störf. Þá fórum við að hugsa hvað við gætum gert og þá datt okkur í hug vegna mikils álags starfsfólks Landspítalans og þríeykinu okkar fræga að bjóða frí herbergi fyrir þennan hóp í sumar,“ segir Eva Björk. „Ég veit að það eru í margir í sömu stöðu og við að hafa eitthvað að bjóða og geta þannig þakkað fyrir. Við erum í þessari aðstöðu núna og datt í hug að í staðinn fyrir að sitja uppi með tómt hótel og einhvern fastan kostnað að bjóða það sem við getum og við ákváðum að taka Landspítalann og þríeykið út fyrir sviga og þakka fyrir með þessu móti,“ bætir Eva Björk við. Eva Björk Harðardóttir, hótelstjóri og einn af eigendum hótelsins.EinkasafnEva Björk segir að það sé mikið af náttúruperlum í næsta nágrenni við hótelið og víða sé hægt að fara í skemmtilega afþreyingu, þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi ákveði starfsmenn Landspítalans og þríeykið að koma á Hótel Laka frítt í sumar. „Þetta er kannski skref í þá átt að biðja fólk um að nýta þjónustuna úti á landi og stíga þannig í ístaðið með þessari stóru atvinnugrein, sem á undir högg að sækja. Ég á von að boði okkar verði vel tekið og að starfsfólkið og makar þeirra nýti sér tilboðið og heimsæki Suðurland. Það eru nú þegar farnar að koma einhverjar hringingar og við erum farin að taka niður einhverjar bókanir. Ég vil bara hvetja fólk til að heyra í okkur, það er nóg af lausum herbergjum,“ segir Eva Björk. Á hótelinu eru 80 herbergi, sem starfsfólk Landsspítalans og makar þeirra, ásamt þríeykinu og mökum þeirra geta fengiði að gista frítt í vegna álagsins á starfsfólkið vegna kórónuveirunnar.Einkasafn
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Skaftárhreppur Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira