Innlent

Þremur og hálfu ári bætt við dóm Þorsteins

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Héraðsdómur Reykjaness
Héraðsdómur Reykjaness Vísir/Vilhelm

Héraðsdómur Reykjaness hefur gert Þorsteini Halldórsssyni upp hegningarauka upp á þrjú og hálft fyrir kynferðisbrot gegn ungum pilti. Í fyrra var Þorsteinn dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn öðrum pilti. RÚV greinir frá.

Dómurinn yfir Þorsteini var kveðinn upp í dag en hefur ekki verið birtur á vef Dómstólasýslunnar. Alls hefur Þorsteinn því verið dæmdur í níu ára fangelsi fyrir brotin gegn piltunum, en á vef RÚV segir að dómarnir yfir Þorsteini séu með þeim þyngstu sem fallið hafi í kynferðisbrotamálum hér á landi.

Þorsteinn var upphaflega dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn ungum dreng, á aldrinum 15 til 18 ára, en Landsréttur stytti þann dóm um átján mánuði.

Nokkrum mánuðum eftir að dómur Landsréttar féll var Þorsteinn aftur ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart ungum pilti, og var hann sakaður um að hafa brotið á barninu í að minnsta kosti fimmtíu skipti á árunum 2015 til 2017 er barnið var á aldrinum fjórtán til sautján ára, og var Þorsteini gerður upp hegningarauki vegna þessa máls í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×