Fótbolti

Emil og Birkir vonandi heim á morgun | Sótt­kví í tvær vikur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Landsliðsmennirnir Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson munu vonandi koma til landsins á morgun. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Ísland leikur gegn Rúmeníu þann 26. mars en allsherja íþróttabann hefur verið sett á Ítalíu þangað til 4. apríl. Emil og Birkir voru báðir að spila í gærkvöldi með liðum sínum á Ítalíu.

Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, vildi ekki gefa upp neina dagsetningu en sagði frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að sambandið væri að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að koma þeim heim sem fyrst.

Ekki er búið að tilkynna hóp íslenska liðsins fyrir leikinn mikilvæga gegn Rúmeníu en reikna má með því að bæði Birkir og Emil verði valdir í hópinn.

Fari þeir í sóttkví 11. mars ættu þeir að vera lausir úr sóttkví þann 25. mars, degi fyrir leikinn mikilvæga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×