Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Ágúst Orri Arnarson skrifar 19. nóvember 2025 17:24 Craig Gordon hefur stefnt að þessu markmiði í 21 ár. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Hinn 42 ára gamli Craig Gordon man tímana tvenna með skoska landsliðinu og varð í gærkvöldi elsti leikmaðurinn til að spila í undankeppni HM. Skotland tryggði sig beint inn á HM með hádramatískum 4-2 sigri gegn Danmörku. Craig Gordon stóð á milli stanganna og sló þar með met sem elsti leikmaður frá Evrópu til að spila í undankeppni HM. Metið var áður í eigu Englendingsins Stanley Matthews sem var 42 ára og 104 daga gamall þegar hann spilaði síðast í undankeppni HM en Gordon var 42 ára og 323 daga gamall þegar hann spilaði leikinn gegn Danmörku í gær. Tvisvar ætlað að hætta Gordon á magnaðan feril og hefur spilað með landsliðinu síðan 2004 en aldrei komist á HM, fyrr en í gær. Hann var aðalmarkmaður Skotlands frá 2006-10 en glímdi við þrálát hnémeiðsli næstu fjögur ár og var næstum því hættur í fótbolta, en gafst ekki upp og sneri aftur í landsliðið árið 2014 eftir frábært tímabil með Celtic. Gordon var þá aftur orðinn aðalmarkmaður og stóð milli stanganna hjá Skotlandi í undankeppnum fyrir HM 2018 og 2022 en landsliðsferlinum virtist vera lokið árið 2024 þegar hann var skilinn eftir utan hóps fyrir EM, þá orðinn 41 árs gamall. Craig Gordon er varamarkmaður Hearts of Midthlonian sem situr á toppi skosku úrvalsdeildarinnar. Tómas Bent Magnússon er einnig leikmaður liðsins. Mark Scates/SNS Group via Getty Images Meiðsli í hálsi voru líka búin að plaga Gordon og hann íhugaði að leggja hanskana á hilluna í sumar, en fékk símtal frá landsliðsþjálfaranum Steve Clarke sem sagði Gordon að hann gæti þurft á honum að halda og sannfærði hann um að halda áfram. Kallið barst svo frá landsliðsþjálfaranum fyrir leiki Skotlands, gegn Grikklandi og Danmörku, og Gordon stóð sig með prýði þegar hann spilaði í fyrsta sinn í sex mánuði, í sigrunum sem komu Skotum á HM í fyrsta sinn síðan 1998. Allt þess virði „Þessi tilfinning gerir þetta allt þess virði“ sagði Gordon eftir að Skotland tryggði sig inn á HM í gær. „Öll sorgin, allir erfiðleikarnir sem við höfum þurft að yfirstíga í gegnum árin þegar við höfum verið svo nálægt því. Öll meiðslin og öll vinnan sem var lögð í að snúa aftur. Þetta var allt þess virði“ sagði Gordon einnig og gaf þjálfaranum Steve Clarke sérstakt hrós. „Hann flutti frábæra ræðu fyrir okkur á hótelinu áður en við fórum og minntist á nokkur skipti sem Skotland hefur verið nálægt því að komast á HM. Hann talaði um erfiðleikana sem við höfum upplifað saman en líka góðu stundirnar og gleðina sem þeim fylgja. Þegar við löbbuðum út af hótelinu vorum við tilbúnir að gera hvað sem þurfti til að vinna“ sagði Gordon en Skotland vann leikinn einmitt á síðustu stundu, í uppbótartíma. Gæti orðið næstelstur í sögu HM Gordon er fæddur þann 31. desember 1982 og verður því orðinn 43 ára þegar HM hefst næsta sumar. Ef hann spilar með Skotlandi þar verður hann næstelsti leikmaður í sögu HM, tæpum tveimur árum yngri en Egyptinn Essam El Hadary var á HM 2018, en örlítið eldri en Kólumbíumaðurinn Faryd Mondragon á HM 2014 og Kamerúninn Roger Milla á HM 1994. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Sjá meira
Skotland tryggði sig beint inn á HM með hádramatískum 4-2 sigri gegn Danmörku. Craig Gordon stóð á milli stanganna og sló þar með met sem elsti leikmaður frá Evrópu til að spila í undankeppni HM. Metið var áður í eigu Englendingsins Stanley Matthews sem var 42 ára og 104 daga gamall þegar hann spilaði síðast í undankeppni HM en Gordon var 42 ára og 323 daga gamall þegar hann spilaði leikinn gegn Danmörku í gær. Tvisvar ætlað að hætta Gordon á magnaðan feril og hefur spilað með landsliðinu síðan 2004 en aldrei komist á HM, fyrr en í gær. Hann var aðalmarkmaður Skotlands frá 2006-10 en glímdi við þrálát hnémeiðsli næstu fjögur ár og var næstum því hættur í fótbolta, en gafst ekki upp og sneri aftur í landsliðið árið 2014 eftir frábært tímabil með Celtic. Gordon var þá aftur orðinn aðalmarkmaður og stóð milli stanganna hjá Skotlandi í undankeppnum fyrir HM 2018 og 2022 en landsliðsferlinum virtist vera lokið árið 2024 þegar hann var skilinn eftir utan hóps fyrir EM, þá orðinn 41 árs gamall. Craig Gordon er varamarkmaður Hearts of Midthlonian sem situr á toppi skosku úrvalsdeildarinnar. Tómas Bent Magnússon er einnig leikmaður liðsins. Mark Scates/SNS Group via Getty Images Meiðsli í hálsi voru líka búin að plaga Gordon og hann íhugaði að leggja hanskana á hilluna í sumar, en fékk símtal frá landsliðsþjálfaranum Steve Clarke sem sagði Gordon að hann gæti þurft á honum að halda og sannfærði hann um að halda áfram. Kallið barst svo frá landsliðsþjálfaranum fyrir leiki Skotlands, gegn Grikklandi og Danmörku, og Gordon stóð sig með prýði þegar hann spilaði í fyrsta sinn í sex mánuði, í sigrunum sem komu Skotum á HM í fyrsta sinn síðan 1998. Allt þess virði „Þessi tilfinning gerir þetta allt þess virði“ sagði Gordon eftir að Skotland tryggði sig inn á HM í gær. „Öll sorgin, allir erfiðleikarnir sem við höfum þurft að yfirstíga í gegnum árin þegar við höfum verið svo nálægt því. Öll meiðslin og öll vinnan sem var lögð í að snúa aftur. Þetta var allt þess virði“ sagði Gordon einnig og gaf þjálfaranum Steve Clarke sérstakt hrós. „Hann flutti frábæra ræðu fyrir okkur á hótelinu áður en við fórum og minntist á nokkur skipti sem Skotland hefur verið nálægt því að komast á HM. Hann talaði um erfiðleikana sem við höfum upplifað saman en líka góðu stundirnar og gleðina sem þeim fylgja. Þegar við löbbuðum út af hótelinu vorum við tilbúnir að gera hvað sem þurfti til að vinna“ sagði Gordon en Skotland vann leikinn einmitt á síðustu stundu, í uppbótartíma. Gæti orðið næstelstur í sögu HM Gordon er fæddur þann 31. desember 1982 og verður því orðinn 43 ára þegar HM hefst næsta sumar. Ef hann spilar með Skotlandi þar verður hann næstelsti leikmaður í sögu HM, tæpum tveimur árum yngri en Egyptinn Essam El Hadary var á HM 2018, en örlítið eldri en Kólumbíumaðurinn Faryd Mondragon á HM 2014 og Kamerúninn Roger Milla á HM 1994.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Sjá meira