Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Ágúst Orri Arnarson skrifar 19. nóvember 2025 17:24 Craig Gordon hefur stefnt að þessu markmiði í 21 ár. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Hinn 42 ára gamli Craig Gordon man tímana tvenna með skoska landsliðinu og varð í gærkvöldi elsti leikmaðurinn til að spila í undankeppni HM. Skotland tryggði sig beint inn á HM með hádramatískum 4-2 sigri gegn Danmörku. Craig Gordon stóð á milli stanganna og sló þar með met sem elsti leikmaður frá Evrópu til að spila í undankeppni HM. Metið var áður í eigu Englendingsins Stanley Matthews sem var 42 ára og 104 daga gamall þegar hann spilaði síðast í undankeppni HM en Gordon var 42 ára og 323 daga gamall þegar hann spilaði leikinn gegn Danmörku í gær. Tvisvar ætlað að hætta Gordon á magnaðan feril og hefur spilað með landsliðinu síðan 2004 en aldrei komist á HM, fyrr en í gær. Hann var aðalmarkmaður Skotlands frá 2006-10 en glímdi við þrálát hnémeiðsli næstu fjögur ár og var næstum því hættur í fótbolta, en gafst ekki upp og sneri aftur í landsliðið árið 2014 eftir frábært tímabil með Celtic. Gordon var þá aftur orðinn aðalmarkmaður og stóð milli stanganna hjá Skotlandi í undankeppnum fyrir HM 2018 og 2022 en landsliðsferlinum virtist vera lokið árið 2024 þegar hann var skilinn eftir utan hóps fyrir EM, þá orðinn 41 árs gamall. Craig Gordon er varamarkmaður Hearts of Midthlonian sem situr á toppi skosku úrvalsdeildarinnar. Tómas Bent Magnússon er einnig leikmaður liðsins. Mark Scates/SNS Group via Getty Images Meiðsli í hálsi voru líka búin að plaga Gordon og hann íhugaði að leggja hanskana á hilluna í sumar, en fékk símtal frá landsliðsþjálfaranum Steve Clarke sem sagði Gordon að hann gæti þurft á honum að halda og sannfærði hann um að halda áfram. Kallið barst svo frá landsliðsþjálfaranum fyrir leiki Skotlands, gegn Grikklandi og Danmörku, og Gordon stóð sig með prýði þegar hann spilaði í fyrsta sinn í sex mánuði, í sigrunum sem komu Skotum á HM í fyrsta sinn síðan 1998. Allt þess virði „Þessi tilfinning gerir þetta allt þess virði“ sagði Gordon eftir að Skotland tryggði sig inn á HM í gær. „Öll sorgin, allir erfiðleikarnir sem við höfum þurft að yfirstíga í gegnum árin þegar við höfum verið svo nálægt því. Öll meiðslin og öll vinnan sem var lögð í að snúa aftur. Þetta var allt þess virði“ sagði Gordon einnig og gaf þjálfaranum Steve Clarke sérstakt hrós. „Hann flutti frábæra ræðu fyrir okkur á hótelinu áður en við fórum og minntist á nokkur skipti sem Skotland hefur verið nálægt því að komast á HM. Hann talaði um erfiðleikana sem við höfum upplifað saman en líka góðu stundirnar og gleðina sem þeim fylgja. Þegar við löbbuðum út af hótelinu vorum við tilbúnir að gera hvað sem þurfti til að vinna“ sagði Gordon en Skotland vann leikinn einmitt á síðustu stundu, í uppbótartíma. Gæti orðið næstelstur í sögu HM Gordon er fæddur þann 31. desember 1982 og verður því orðinn 43 ára þegar HM hefst næsta sumar. Ef hann spilar með Skotlandi þar verður hann næstelsti leikmaður í sögu HM, tæpum tveimur árum yngri en Egyptinn Essam El Hadary var á HM 2018, en örlítið eldri en Kólumbíumaðurinn Faryd Mondragon á HM 2014 og Kamerúninn Roger Milla á HM 1994. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Sjá meira
Skotland tryggði sig beint inn á HM með hádramatískum 4-2 sigri gegn Danmörku. Craig Gordon stóð á milli stanganna og sló þar með met sem elsti leikmaður frá Evrópu til að spila í undankeppni HM. Metið var áður í eigu Englendingsins Stanley Matthews sem var 42 ára og 104 daga gamall þegar hann spilaði síðast í undankeppni HM en Gordon var 42 ára og 323 daga gamall þegar hann spilaði leikinn gegn Danmörku í gær. Tvisvar ætlað að hætta Gordon á magnaðan feril og hefur spilað með landsliðinu síðan 2004 en aldrei komist á HM, fyrr en í gær. Hann var aðalmarkmaður Skotlands frá 2006-10 en glímdi við þrálát hnémeiðsli næstu fjögur ár og var næstum því hættur í fótbolta, en gafst ekki upp og sneri aftur í landsliðið árið 2014 eftir frábært tímabil með Celtic. Gordon var þá aftur orðinn aðalmarkmaður og stóð milli stanganna hjá Skotlandi í undankeppnum fyrir HM 2018 og 2022 en landsliðsferlinum virtist vera lokið árið 2024 þegar hann var skilinn eftir utan hóps fyrir EM, þá orðinn 41 árs gamall. Craig Gordon er varamarkmaður Hearts of Midthlonian sem situr á toppi skosku úrvalsdeildarinnar. Tómas Bent Magnússon er einnig leikmaður liðsins. Mark Scates/SNS Group via Getty Images Meiðsli í hálsi voru líka búin að plaga Gordon og hann íhugaði að leggja hanskana á hilluna í sumar, en fékk símtal frá landsliðsþjálfaranum Steve Clarke sem sagði Gordon að hann gæti þurft á honum að halda og sannfærði hann um að halda áfram. Kallið barst svo frá landsliðsþjálfaranum fyrir leiki Skotlands, gegn Grikklandi og Danmörku, og Gordon stóð sig með prýði þegar hann spilaði í fyrsta sinn í sex mánuði, í sigrunum sem komu Skotum á HM í fyrsta sinn síðan 1998. Allt þess virði „Þessi tilfinning gerir þetta allt þess virði“ sagði Gordon eftir að Skotland tryggði sig inn á HM í gær. „Öll sorgin, allir erfiðleikarnir sem við höfum þurft að yfirstíga í gegnum árin þegar við höfum verið svo nálægt því. Öll meiðslin og öll vinnan sem var lögð í að snúa aftur. Þetta var allt þess virði“ sagði Gordon einnig og gaf þjálfaranum Steve Clarke sérstakt hrós. „Hann flutti frábæra ræðu fyrir okkur á hótelinu áður en við fórum og minntist á nokkur skipti sem Skotland hefur verið nálægt því að komast á HM. Hann talaði um erfiðleikana sem við höfum upplifað saman en líka góðu stundirnar og gleðina sem þeim fylgja. Þegar við löbbuðum út af hótelinu vorum við tilbúnir að gera hvað sem þurfti til að vinna“ sagði Gordon en Skotland vann leikinn einmitt á síðustu stundu, í uppbótartíma. Gæti orðið næstelstur í sögu HM Gordon er fæddur þann 31. desember 1982 og verður því orðinn 43 ára þegar HM hefst næsta sumar. Ef hann spilar með Skotlandi þar verður hann næstelsti leikmaður í sögu HM, tæpum tveimur árum yngri en Egyptinn Essam El Hadary var á HM 2018, en örlítið eldri en Kólumbíumaðurinn Faryd Mondragon á HM 2014 og Kamerúninn Roger Milla á HM 1994.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Sjá meira