Handbolti

Tap hjá Íslendingaliðunum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Teitur Örn skoraði eitt mark í kvöld.
Teitur Örn skoraði eitt mark í kvöld. Axel Heimken/Getty Images

Íslendingaliðin Elverum og Flensburg töpuðu bæði leikjum sínum í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Orri Freyr Þorkelsson leikur með Elverum en Teitur Örn Einarsson með Flensburg.

Elverum tapaði með minnsta mun gegn Meshkov Brest á heimavelli í kvöld. Leikurinn var stál í stál frá fyrstu mínútu en það fór svo að gestirnir höfðu betur, lokatölur 32-33. Er þetta fyrsti sigurleikur Brest til þessa í Meistaradeildinni.

Orri Freyr komst ekki á blað í leiknum.

Teitur Örn skoraði eitt mark fyrir Flensburg er liðið steinlá gegn HC Motor á útivelli, lokatölur 31-22.

Elverum er sem fyrr í 5. sæti A-riðils á meðan Flensburg féll niður í 6. sæti B-riðils eftir tap kvöldsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.