Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. nóvember 2025 23:18 Nik Chamberlain kvaddi Breiðablik eftir að hafa komið liðinu í átta liða úrslit Evrópubikars kvenna í fótbolta. vísir/anton Breiðablik tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Evrópubikars kvenna í fótbolta með dramatískum sigri á Fortuna Hjørring á útivelli, 2-4. Sigurgleði Blikaliðsins í leikslok var ósvikin og fráfarandi þjálfari þess fór fögrum orðum um það í kveðjuræðu sinni. Breiðablik tapaði fyrri leiknum gegn Fortuna Hjørring á Kópavogsvelli, 0-1, og lenti 2-0 undir í leiknum á Jótlandi í dag. En Íslands- og bikarmeistararnir gáfust ekki upp, skoruðu þrjú mörk og því þurfti að framlengja. Í framlengingunni skoraði hin sautján ára Edith Kristín Kristjánsdóttir fjórða mark Blika og tryggði þeim sæti í næstu umferð. Breiðablik vann einvígið, 4-3 samanlagt. Eins og við mátti búast fögnuðu leikmenn og starfslið Breiðabliks vel og innilega í leiknum eins og sást á myndböndum sem birtust á Instagram-síðu félagsins. View this post on Instagram A post shared by Breiðablik FC (@breidablikfc) Nik Chamberlain stýrði Breiðabliki í síðasta sinn í kvöld en hann hefur verið ráðinn þjálfari Kristianstad í Svíþjóð. Nik hélt smá tölu úti á velli eftir leikinn í dag þar sem hann hrósaði Breiðabliksliðinu í hástert. „Þetta var ótrúlegt. Að koma til baka eins og við gerðum eftir að hafa lent 2-0 undir. Eins og við töluðum um í gær og fyrradag hafa allir hlutverk. Það skiptir ekki máli hvort þú spilar tíu mínútur eða 120. Allir gerðu sitt í dag,“ sagði Nik. „Við komum á helvíti erfiðan stað, 2-0 undir og unnum í fjandans framlengingu. Ég gat ekki beðið um meira þessi tvö ár sem ég hef verið hérna. Þetta var fullkominn endir.“ View this post on Instagram A post shared by Breiðablik FC (@breidablikfc) Í lokin sagðist Nik vonast til þess að Breiðablik myndi mæta Häcken í næstu umferð Evrópubikarsins. Og honum varð að ósk sinni því sænsku meistararnir slógu Inter út, 1-0 samanlagt. Leikir Breiðabliks og Häcken fara fram í febrúar á næsta ári. Þar stýrir Ian Jeffs Blikaliðinu en hann var ráðinn þjálfari þess á dögunum. Á þeim tveimur árum sem Nik stýrði Breiðabliki varð liðið tvívegis Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari. Evrópubikar kvenna í fótbolta Breiðablik Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjá meira
Breiðablik tapaði fyrri leiknum gegn Fortuna Hjørring á Kópavogsvelli, 0-1, og lenti 2-0 undir í leiknum á Jótlandi í dag. En Íslands- og bikarmeistararnir gáfust ekki upp, skoruðu þrjú mörk og því þurfti að framlengja. Í framlengingunni skoraði hin sautján ára Edith Kristín Kristjánsdóttir fjórða mark Blika og tryggði þeim sæti í næstu umferð. Breiðablik vann einvígið, 4-3 samanlagt. Eins og við mátti búast fögnuðu leikmenn og starfslið Breiðabliks vel og innilega í leiknum eins og sást á myndböndum sem birtust á Instagram-síðu félagsins. View this post on Instagram A post shared by Breiðablik FC (@breidablikfc) Nik Chamberlain stýrði Breiðabliki í síðasta sinn í kvöld en hann hefur verið ráðinn þjálfari Kristianstad í Svíþjóð. Nik hélt smá tölu úti á velli eftir leikinn í dag þar sem hann hrósaði Breiðabliksliðinu í hástert. „Þetta var ótrúlegt. Að koma til baka eins og við gerðum eftir að hafa lent 2-0 undir. Eins og við töluðum um í gær og fyrradag hafa allir hlutverk. Það skiptir ekki máli hvort þú spilar tíu mínútur eða 120. Allir gerðu sitt í dag,“ sagði Nik. „Við komum á helvíti erfiðan stað, 2-0 undir og unnum í fjandans framlengingu. Ég gat ekki beðið um meira þessi tvö ár sem ég hef verið hérna. Þetta var fullkominn endir.“ View this post on Instagram A post shared by Breiðablik FC (@breidablikfc) Í lokin sagðist Nik vonast til þess að Breiðablik myndi mæta Häcken í næstu umferð Evrópubikarsins. Og honum varð að ósk sinni því sænsku meistararnir slógu Inter út, 1-0 samanlagt. Leikir Breiðabliks og Häcken fara fram í febrúar á næsta ári. Þar stýrir Ian Jeffs Blikaliðinu en hann var ráðinn þjálfari þess á dögunum. Á þeim tveimur árum sem Nik stýrði Breiðabliki varð liðið tvívegis Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari.
Evrópubikar kvenna í fótbolta Breiðablik Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjá meira