Segir reykingafólk standa höllum fæti andspænis kórónuveirunni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. mars 2020 08:37 Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans. Vísir/Vilhelm Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans, segir að fólk sem reyki að staðaldri standi verr að vígi gagnvart kórónuveirunni sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19. Þetta sagði hann í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun en hann var spurður hvort það væru sögusagnir að sýkingin færi verr í reykingafólk. „Það er ekki sögusögn. Það á sér líffræðilegar skýringar. Það verða þannig breytingar í öndunarþekju reykingafólks að viðtakinn fyrir veiruna, honum fjölgar. Magnið af viðbragðinu við sýkingunnni verður meira í lungunum á reykingarfólki heldur en öðrum þannig að þeir standa höllum fæti. Þetta hefur sýnt sig í Kína,“ segir Már. Alls hefur 81 tilfelli af kórónuveirunni verið staðfest hér á landi en fjöldi Íslendinga sem sætir nú sóttkví er á sjötta hundrað. Af þeim sem ýmist eru í sóttkví eða einangrun eru 40 starfsmenn Landspítalans. Már segir að enginn þeirra sem smitast hefur hér á landi hafi verið lagður inn.Hlusta má á viðtalið við Má í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.Stjórnendum sé frjálst að ganga lenga en rakningateymið segi til um Hátt í fimmtíu nemendur og tveir kennarar við Menntaskólann við Hamrahlíð eru komnir í sóttkví. Fregnirnar koma í kjölfar þess að skólastjórnendur tilkynntu nemendum og starfsfólki að einn nemandi skólans hafi greinst með kórónuveiruna. Nemandinn fékk fljótlega staðfestingu á því að hann væri smitaður en talið er að hann hafi smitast af öðrum nemenda sem á smitaða foreldra. Reiknað er með því að skólahald muni að öðru leyti fara fram með eðlilegum hætti. Már segir rakningateymi samhæfingarstöðvar Almannavarna hafa komið að ákvarðanatökunni í gær en hann bætir við að stjórnendum, á borð við rektor, sé frjálst að ganga lengra í aðgerðum gegn útbreiðslu kórónuveirunnar en það sem felst í tilmælum rakningateymis. „Ég held það sé ágætt fyrir okkur að gera þetta hægt og bítandi, því markmiðið er alltaf að reyna að tempra hraða útbreiðslunnar í samfélaginu. Ég held að það sé kannski ekki raunhæft að við getum komið í veg fyrir öll smit enda eru komin smit frá fólki sem hefur smitast innanlands sem við kölllum þriðja stigs smit.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kórónutilfellin yfir þúsund í Bandaríkjunum Minnst þúsund Bandaríkjamenn hafa nú greinst með veirusýkinguna Covid-19 og þrjátíu hafa látið lífið þar vestra. 11. mars 2020 07:11 Íslensk upplýsingasíða um kórónuveiruna Áhugafólk um útbreiðslu kórónuveirunnar getur nú nálgast allar innlendar fréttir sem fluttar eru af veirunni á einum stað. 11. mars 2020 08:31 Í sóttkví með líki eiginmanns síns Ítölsk kona situr nú föst með líki eiginmanns síns á heimili þeirra hjóna í bænum Borghetto Santo Spirito, skammt frá Genoa á norðvesturströnd Ítalíu. 11. mars 2020 06:55 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Sjá meira
Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans, segir að fólk sem reyki að staðaldri standi verr að vígi gagnvart kórónuveirunni sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19. Þetta sagði hann í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun en hann var spurður hvort það væru sögusagnir að sýkingin færi verr í reykingafólk. „Það er ekki sögusögn. Það á sér líffræðilegar skýringar. Það verða þannig breytingar í öndunarþekju reykingafólks að viðtakinn fyrir veiruna, honum fjölgar. Magnið af viðbragðinu við sýkingunnni verður meira í lungunum á reykingarfólki heldur en öðrum þannig að þeir standa höllum fæti. Þetta hefur sýnt sig í Kína,“ segir Már. Alls hefur 81 tilfelli af kórónuveirunni verið staðfest hér á landi en fjöldi Íslendinga sem sætir nú sóttkví er á sjötta hundrað. Af þeim sem ýmist eru í sóttkví eða einangrun eru 40 starfsmenn Landspítalans. Már segir að enginn þeirra sem smitast hefur hér á landi hafi verið lagður inn.Hlusta má á viðtalið við Má í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.Stjórnendum sé frjálst að ganga lenga en rakningateymið segi til um Hátt í fimmtíu nemendur og tveir kennarar við Menntaskólann við Hamrahlíð eru komnir í sóttkví. Fregnirnar koma í kjölfar þess að skólastjórnendur tilkynntu nemendum og starfsfólki að einn nemandi skólans hafi greinst með kórónuveiruna. Nemandinn fékk fljótlega staðfestingu á því að hann væri smitaður en talið er að hann hafi smitast af öðrum nemenda sem á smitaða foreldra. Reiknað er með því að skólahald muni að öðru leyti fara fram með eðlilegum hætti. Már segir rakningateymi samhæfingarstöðvar Almannavarna hafa komið að ákvarðanatökunni í gær en hann bætir við að stjórnendum, á borð við rektor, sé frjálst að ganga lengra í aðgerðum gegn útbreiðslu kórónuveirunnar en það sem felst í tilmælum rakningateymis. „Ég held það sé ágætt fyrir okkur að gera þetta hægt og bítandi, því markmiðið er alltaf að reyna að tempra hraða útbreiðslunnar í samfélaginu. Ég held að það sé kannski ekki raunhæft að við getum komið í veg fyrir öll smit enda eru komin smit frá fólki sem hefur smitast innanlands sem við kölllum þriðja stigs smit.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kórónutilfellin yfir þúsund í Bandaríkjunum Minnst þúsund Bandaríkjamenn hafa nú greinst með veirusýkinguna Covid-19 og þrjátíu hafa látið lífið þar vestra. 11. mars 2020 07:11 Íslensk upplýsingasíða um kórónuveiruna Áhugafólk um útbreiðslu kórónuveirunnar getur nú nálgast allar innlendar fréttir sem fluttar eru af veirunni á einum stað. 11. mars 2020 08:31 Í sóttkví með líki eiginmanns síns Ítölsk kona situr nú föst með líki eiginmanns síns á heimili þeirra hjóna í bænum Borghetto Santo Spirito, skammt frá Genoa á norðvesturströnd Ítalíu. 11. mars 2020 06:55 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Sjá meira
Kórónutilfellin yfir þúsund í Bandaríkjunum Minnst þúsund Bandaríkjamenn hafa nú greinst með veirusýkinguna Covid-19 og þrjátíu hafa látið lífið þar vestra. 11. mars 2020 07:11
Íslensk upplýsingasíða um kórónuveiruna Áhugafólk um útbreiðslu kórónuveirunnar getur nú nálgast allar innlendar fréttir sem fluttar eru af veirunni á einum stað. 11. mars 2020 08:31
Í sóttkví með líki eiginmanns síns Ítölsk kona situr nú föst með líki eiginmanns síns á heimili þeirra hjóna í bænum Borghetto Santo Spirito, skammt frá Genoa á norðvesturströnd Ítalíu. 11. mars 2020 06:55