Innlent

Blikur á lofti og falinn framheilaskaði í Víglínunni

Andri Eysteinsson skrifar

Það er samdráttur í efnahagsmálunum með vaxandi atvinnuleysi og blikur á lofti í ferðaþjónustunni sem hefur haft mikil áhrif á starfsemi flugfélaga. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kemur í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttamanns til að ræða þessi mál og önnur. En ríkið ákvað í gær að leigja heilt hótel fyrir sóttkví.

Framheilaskaði hefur verið hálf falið leyndarmál á Íslandi en á hverju ári hljóta eitt þúsund til fimmtán hundruð manns framheilaskaða, þar af verða tvö til þrjú hundruð manns öryrkjar og tugir glíma við hegðunarvandamál sem gerir alla meðferð erfiða. Þetta fólk hefur dottið milli skips og bryggju í kerfinu.

Karl Fannar Gunnarsson sálfræðingur hefur sérmenntað sig í atferlismeðferð fyrir fólk með framheilaskaða og er yfirmaður slíkra meðferða í Toronto í Kanada. Þessi meðferð hefur hingað til ekki verið í boði á Íslandi en nú er að verða breyting þar á. Karl Fannar og Emil Harðarson sem þekkir aðstæður fólks með framheilaskaða mjög vel mæta í seinni hluta Víglínunnar til að fara yfir þessi mál.

Víglínan er í opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 17:40.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×