Lífið

Nostalgía: Fólkið sem meikaði það í Idol-stjörnuleit

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kalli Bjarni stóð uppi sem sigurvegari í Idol-stjörnuleit.
Kalli Bjarni stóð uppi sem sigurvegari í Idol-stjörnuleit.

Það muna eflaust margir eftir Idol-stjörnuleit á Stöð 2 á sínum tíma en fjallað var um þá í þáttunum Nostalgía á Stöð 2 í gærkvöldi.

Leikkonan Júlíana Sara Gunnarsdóttir stjórnar þáttunum sem hófust á Stöð 2 í gærkvöldi þar verða gamlir þættir rifjaðir upp.

Fyrsti sigurvegari Idol-stjörnuleitar var Karl Bjarni Guðmundsson eða Kalli Bjarni eins og margir muna eftir, en margar stjörnur komu fram í þáttunum eins og Tinna Marína, Helgi Rafn, Jón Sigurðsson, 500 kallinn, Ingó veðurguð, Erna Hrönn, Steinunn Camilla og Alma úr Nylon, og fleiri.

Einnig var fjallað um fegurðarsamkeppnir sem haldnar voru á sínum tíma og um fjölmargar þekktar konur sem tekið hafa þátt í slíkum keppnum.

Klippa: Nostalgía: Fólkið sem meikaði það í Idol-stjörnuleit

Rætt var við Júlíönu um þættina í Íslandi í dag á föstudagskvöldið.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.