Svona var fimmti upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. mars 2020 13:19 Táknmálstúlkur greinir frá því sem fram fer á fundinum í dag. Hér má sjá mynd frá fundinum. Vísir/vilhelm Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis, Landspítali og Rauði krossinn bjóða til upplýsingafundar í dag vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Vísir verður með beina útsendingu frá fundinum, sem hefst klukkan 14. Þetta er fimmti upplýsingafundurinn sem boðað hefur verið til vegna úbreiðslunnar.Alls hafa 11 smittilfelli verið staðfest á Íslandi, þar af voru 2 staðfest í dag og 6 í gær. Flest eiga hin smituðu það sameiginlegt að hafa nýverið heimsótt Norður-Ítalíu. Á fundinum í dag mun Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítala fjalla um COVID 19 veiruna, einkenni hennar og stöðuna í dag, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra útskýrir viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs og langtímaviðbrögð stjórnvalda við COVID19 og Jóhann Thoroddsen, sálfræðingur hjá Rauða krossinum fjallar um nauðsyn þess að fólk hlúi að andlegri líðan sinni og sinna nánustu. Einnig leiðir til að draga úr streitu. Sem fyrr segir er gert ráð fyrir að fundurinn hefjist klukkan 14. Útsendinguna má svo nálgast hér að neðan. Uppfært klukkan 14:46 Fundinum er lokið en upptökuna má sjá hér að neðan.
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis, Landspítali og Rauði krossinn bjóða til upplýsingafundar í dag vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Vísir verður með beina útsendingu frá fundinum, sem hefst klukkan 14. Þetta er fimmti upplýsingafundurinn sem boðað hefur verið til vegna úbreiðslunnar.Alls hafa 11 smittilfelli verið staðfest á Íslandi, þar af voru 2 staðfest í dag og 6 í gær. Flest eiga hin smituðu það sameiginlegt að hafa nýverið heimsótt Norður-Ítalíu. Á fundinum í dag mun Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítala fjalla um COVID 19 veiruna, einkenni hennar og stöðuna í dag, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra útskýrir viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs og langtímaviðbrögð stjórnvalda við COVID19 og Jóhann Thoroddsen, sálfræðingur hjá Rauða krossinum fjallar um nauðsyn þess að fólk hlúi að andlegri líðan sinni og sinna nánustu. Einnig leiðir til að draga úr streitu. Sem fyrr segir er gert ráð fyrir að fundurinn hefjist klukkan 14. Útsendinguna má svo nálgast hér að neðan. Uppfært klukkan 14:46 Fundinum er lokið en upptökuna má sjá hér að neðan.
Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Upplýsingafundir almannavarna og landlæknis Tengdar fréttir Sitja sem fastast vegna gruns um kórónuveirusmit Þýska skemmtiferðaskipið Aida Aura hefur frestað brottför sinni frá Haugasundi í Noregi vegna gruns um kórónuveirusmit um borð. 3. mars 2020 08:10 Var smitaður áður en hann steig upp í flugvélina Maðurinn sem greindist með kórónuveiru eftir að hafa dvalið í Austurríki setti sig strax í samband við heilbrigðisyfirvöld, þrátt fyrir að hafa ekki verið að koma frá skilgreindu hættusvæði. 3. mars 2020 12:05 Smitin á Íslandi orðin ellefu Tvö kórónuveirusmit til viðbótar hafa greinst og eru smitin nú orðin ellefu samanlagt. Þetta staðfestir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. 3. mars 2020 12:28 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Sjá meira
Sitja sem fastast vegna gruns um kórónuveirusmit Þýska skemmtiferðaskipið Aida Aura hefur frestað brottför sinni frá Haugasundi í Noregi vegna gruns um kórónuveirusmit um borð. 3. mars 2020 08:10
Var smitaður áður en hann steig upp í flugvélina Maðurinn sem greindist með kórónuveiru eftir að hafa dvalið í Austurríki setti sig strax í samband við heilbrigðisyfirvöld, þrátt fyrir að hafa ekki verið að koma frá skilgreindu hættusvæði. 3. mars 2020 12:05
Smitin á Íslandi orðin ellefu Tvö kórónuveirusmit til viðbótar hafa greinst og eru smitin nú orðin ellefu samanlagt. Þetta staðfestir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. 3. mars 2020 12:28