Samningaviðræður Eflingar og borgarinnar í öngstræti Heimir Már Pétursson skrifar 4. mars 2020 18:30 Samningaviðræður Eflingar og Reykjavíkurborgar eru komnar í algert öngstræti. vísir/vilhelm Samningaviðræður Eflingar og Reykjavíkurborgar eru komnar í algert öngstræti. Deiluaðilar hafa ekki ræðst við frá því hurðum var skellt í Karphúsinu fyrir viku og Efling setur borgarstjóra skilyrði fyrir að formaður félagsins eigi með honum fund. Ekkert hefur verið fundað í deilu Eflingar og Reykjavíkurborgar frá því á miðvikudag í síðustu viku. Skilaboð gengu á milli herbergja en sameiginlegur fundur var stuttur og lauk með hurðaskellum. Deilan snýst orðið að stórum hluta um hvað borgarstjóri sagði eða sagði ekki í viðtali í Ríkissjónvarpinu fyrir hálfum mánuði um tilboð borgarinnar og hafa orðsendingar gengið á víxl á milli formanns Eflingar og borgarstjóra síðustu daga. Nú síðast í morgun svaraði formaður Eflingar boði borgarstjóra um fund með færslu á Facebook síðu hans. Þar setur formaðurinn tvö skilyrði fyrir fundinum. Að tilboð samninganefndar borgarinnar á fundi hjá ríkissáttasemjara hinn 19. febrúar verði birt opinberlega til að bera það saman við yfirlýsingar borgarstjóra og að borgarstjóri og formaðurinn eða annar fulltrúi Eflingar mætist í útvarpi eða sjónvarpi fyrir lok vikunnar. Borgarstjóri þáði ekki boð fréttastofunnar um að mæta formanninum í Íslandi í dag í kvöld og sagði það í verkahring samninganefnda að semja. Juan Carlos þurfti að taka þriggja ára dóttur sína með í vinnuna í dag vegna verkfalls Eflingar.stöð 2 Á meðan deiluaðilar ræðast ekki við en stangast á í fjölmiðlum eru foreldrar leikskólabarna margir farnir að ókyrrast. Foreldrafélagið í leikskólanum Hlíðar skorar á deiluaðila að setjast af alvöru við samningaborðið og hætta sandkassaleik. Fjöldi foreldra, eins og Juan Carlos Chocolatl sem vinnur hjá ræstingarfyrirtæki, hefur líka þurft að finna lausnir á pössun fyrir börn sín undanfarnar rúmar tvær vikur. Þriggja ára dóttir hans var með honum í vinnunni í dag. „Stundum er hún með mömmu sinni og stundum með mér. Við höfum verið að skiptast á með hana.“Ertu sáttur við þetta ástand? „Nei. En svona verður þetta að vera. Þau verðskulda að fá launahækkun þannig að þótt ég sé ekki ánægður með þetta þá styð ég þau ennþá,“ segir Juan Carlos. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Telur kröfur Eflingar „út úr kú“ og samningsvilja Sólveigar engan Þórarinn Ævarsson, sem gegndi starfi framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi í 13 ár, segir kröfur stéttarfélagsins Eflingar í yfirstandandi kjaraviðræðum við Reykjavíkurborg óásættanlegar. 29. febrúar 2020 14:45 Verkfall Eflingar heldur áfram þrátt fyrir tilboð um verkfallshlé Verkföll Eflingarfólks munu halda áfram þrátt fyrir boð samningarnefndar félagsins um tveggja daga verkfallshlé. 3. mars 2020 17:27 Bjóða verkfallshlé í tvo daga gegn skriflegri staðfestingu á „Kastljósstilboðinu“ Þessu greinir Efling frá í tilkynningu og kveðst hafa sent erindi þess efnis til borgarstjóra, með afriti á ríkissáttasemjara. 3. mars 2020 11:17 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Sjá meira
Samningaviðræður Eflingar og Reykjavíkurborgar eru komnar í algert öngstræti. Deiluaðilar hafa ekki ræðst við frá því hurðum var skellt í Karphúsinu fyrir viku og Efling setur borgarstjóra skilyrði fyrir að formaður félagsins eigi með honum fund. Ekkert hefur verið fundað í deilu Eflingar og Reykjavíkurborgar frá því á miðvikudag í síðustu viku. Skilaboð gengu á milli herbergja en sameiginlegur fundur var stuttur og lauk með hurðaskellum. Deilan snýst orðið að stórum hluta um hvað borgarstjóri sagði eða sagði ekki í viðtali í Ríkissjónvarpinu fyrir hálfum mánuði um tilboð borgarinnar og hafa orðsendingar gengið á víxl á milli formanns Eflingar og borgarstjóra síðustu daga. Nú síðast í morgun svaraði formaður Eflingar boði borgarstjóra um fund með færslu á Facebook síðu hans. Þar setur formaðurinn tvö skilyrði fyrir fundinum. Að tilboð samninganefndar borgarinnar á fundi hjá ríkissáttasemjara hinn 19. febrúar verði birt opinberlega til að bera það saman við yfirlýsingar borgarstjóra og að borgarstjóri og formaðurinn eða annar fulltrúi Eflingar mætist í útvarpi eða sjónvarpi fyrir lok vikunnar. Borgarstjóri þáði ekki boð fréttastofunnar um að mæta formanninum í Íslandi í dag í kvöld og sagði það í verkahring samninganefnda að semja. Juan Carlos þurfti að taka þriggja ára dóttur sína með í vinnuna í dag vegna verkfalls Eflingar.stöð 2 Á meðan deiluaðilar ræðast ekki við en stangast á í fjölmiðlum eru foreldrar leikskólabarna margir farnir að ókyrrast. Foreldrafélagið í leikskólanum Hlíðar skorar á deiluaðila að setjast af alvöru við samningaborðið og hætta sandkassaleik. Fjöldi foreldra, eins og Juan Carlos Chocolatl sem vinnur hjá ræstingarfyrirtæki, hefur líka þurft að finna lausnir á pössun fyrir börn sín undanfarnar rúmar tvær vikur. Þriggja ára dóttir hans var með honum í vinnunni í dag. „Stundum er hún með mömmu sinni og stundum með mér. Við höfum verið að skiptast á með hana.“Ertu sáttur við þetta ástand? „Nei. En svona verður þetta að vera. Þau verðskulda að fá launahækkun þannig að þótt ég sé ekki ánægður með þetta þá styð ég þau ennþá,“ segir Juan Carlos.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Telur kröfur Eflingar „út úr kú“ og samningsvilja Sólveigar engan Þórarinn Ævarsson, sem gegndi starfi framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi í 13 ár, segir kröfur stéttarfélagsins Eflingar í yfirstandandi kjaraviðræðum við Reykjavíkurborg óásættanlegar. 29. febrúar 2020 14:45 Verkfall Eflingar heldur áfram þrátt fyrir tilboð um verkfallshlé Verkföll Eflingarfólks munu halda áfram þrátt fyrir boð samningarnefndar félagsins um tveggja daga verkfallshlé. 3. mars 2020 17:27 Bjóða verkfallshlé í tvo daga gegn skriflegri staðfestingu á „Kastljósstilboðinu“ Þessu greinir Efling frá í tilkynningu og kveðst hafa sent erindi þess efnis til borgarstjóra, með afriti á ríkissáttasemjara. 3. mars 2020 11:17 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Sjá meira
Telur kröfur Eflingar „út úr kú“ og samningsvilja Sólveigar engan Þórarinn Ævarsson, sem gegndi starfi framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi í 13 ár, segir kröfur stéttarfélagsins Eflingar í yfirstandandi kjaraviðræðum við Reykjavíkurborg óásættanlegar. 29. febrúar 2020 14:45
Verkfall Eflingar heldur áfram þrátt fyrir tilboð um verkfallshlé Verkföll Eflingarfólks munu halda áfram þrátt fyrir boð samningarnefndar félagsins um tveggja daga verkfallshlé. 3. mars 2020 17:27
Bjóða verkfallshlé í tvo daga gegn skriflegri staðfestingu á „Kastljósstilboðinu“ Þessu greinir Efling frá í tilkynningu og kveðst hafa sent erindi þess efnis til borgarstjóra, með afriti á ríkissáttasemjara. 3. mars 2020 11:17