Hreyfing vanmetinn hluti af krabbameinsmeðferð Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. ágúst 2020 07:00 Atli Már Sveinsson og Haukur Guðmundsson voru gestir Sigríðar Þóru Ásgeirsdóttir í nýjasta þætti Krafts hlaðvarpsins Fokk ég er með krabbamein. Vísir/Vilhelm Líkamleg endurhæfing er mikilvægur þáttur í bataferli þeirra sem greinast með krabbamein. Hér á landi er til dæmis bæði hægt að sækja þjálfun og æfingar í gegnum félögin Kraft og Ljósið. Þjálfarar segja að það geti verið mjög hvetjandi að æfa með fólki sem hefur einnig greinst með krabbamein. „Það er svo gott að geta hitt einhvern sem að hefur verið að ganga í gegnum sömu eða svipuð spor og jafnvel æfa með þeim. Svo er líka gott fyrir þá sem eru að koma nýir inn að hitta þá sem eru kannski búnir að vera að æfa lengur, eru búnir að ná meiri framför, það gefur líka,“ segir Atli Már Sveinsson í hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein en hann er íþróttafræðingur sem vinnur hjá Krafti. Í þessum fjórða þætti hlaðvarpsins er áherslan á hreyfingu og endurhæfingu, sem er viðeigandi þar sem margir hlauparar safna áheitum fyrir Kraft þessa stundina í tilefni af Reykjavíkurmaraþoninu. Þó að því hafi verið aflýst er fólk hvatt til að hlaupa á stað að eigin vali og er áheitasöfnunin í fullum gangi á síðunni Hlaupastyrkur. Áheitasöfnunin stendur í rúmum 46 milljónum þegar þetta er skrifað. Þar á meðal eru einstaklingar sem hafa fengið þjónustu Krafts og Ljóssins í veikindum eða sem aðstandandi einstaklings með krabbamein. Sigur að geta gert bara eitthvað Haukur Guðmundsson sjúkraþjálfari hjá Ljósinu segir að einstaklingar í endurhæfingu séu aðdáunarverðir. „Það sem er kannski merkilegt að sem sjúkraþjálfari hef ég bæði unnið með almenna einstaklinga og svo krabbameinsgreinda og hinn meðal krabbameinsgreindi einstaklingur er eins og að vinna með íþróttamanneskju sem er virkilega „mótíveruð“ til þess að ná árangri og virkilega gera allt sem í valdi sínu stendur til að ná áfram.“ Í faraldri kórónuveirunnar hafa einstaklingar líka fengið æfingar til að gera heima, allt frá stólaleikfimi yfir í meira krefja æfingar, jafnvel með lóðum. Þjálfarar segja mikilvægt að sníða þjálfunina að hverjum einstaklingi, einnig út frá líkamlegu formi fyrir veikindin. Báðir segja að stundum þurfi að bremsa of ákafa einstaklinga af, til að tryggja að þessir einstaklingar klári ekki batteríin, enda eru dagarnir í svona veikindum misjafnir. „Fyrir flesta er sigurinn að geta komið sér fram úr og geta gert eitthvað,“ segir Haukur. Atli tekur undir þetta. Hann segir að margir syrgi jafnvel gamla líkama sinn og gamla formið fyrir veikindin og fái samviskubit yfir því. Þáttastjórnandinn Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir ræðir í fyrri hluta þáttarins við Atla Má Sveinsson, íþróttafræðing sem er sérhæfður í þjálfun krabbameinsgreindra hjá FítonsKrafti og Hauk Guðmundsson, sjúkraþjálfara og jógakennara sem er sérhæfður í þjálfun krabbameinsgreindra hjá Ljósinu. Í seinni hlutanum er rætt við Söru Snorradóttur um hennar baráttu við sjúkdóminn og þjálfunina á meðan krabbameinsmeðferðinni stóð. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan og á helstu efnisveitum. Heilsa Heilbrigðismál Fokk ég er með krabbamein Tengdar fréttir „Við vorum búin að afskrá þennan sjúkdóm“ Margir Íslendingar ætla að hlaupa til góðs á laugardaginn og safna áheitum þrátt fyrir að Reykjavíkurmaraþoninu hafi verið aflýst. Þar á meðal er María Erla Bogadóttir sem hleypur í minningu bróður síns. Ingi Björn lést þann 14. júlí síðastliðinn eftir erfiða baráttu við krabbamein. 20. ágúst 2020 09:30 Mikilvægt að hlauparar haldi áfram að safna áheitum Þeim áheitum sem hefur verið safnað fyrir Kraft í Reykjavíkurmaraþoninu hefur farið í það að styðja við bakið á ungu fólki sem greinist með krabbamein og aðstandendum. 18. ágúst 2020 09:30 Reykjavíkurmaraþoninu aflýst Ekkert verður af Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, sem fara átti fram laugardaginn 22. ágúst næstkomandi. 4. ágúst 2020 15:18 Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Lífið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Lífið Fleiri fréttir Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Sjá meira
Líkamleg endurhæfing er mikilvægur þáttur í bataferli þeirra sem greinast með krabbamein. Hér á landi er til dæmis bæði hægt að sækja þjálfun og æfingar í gegnum félögin Kraft og Ljósið. Þjálfarar segja að það geti verið mjög hvetjandi að æfa með fólki sem hefur einnig greinst með krabbamein. „Það er svo gott að geta hitt einhvern sem að hefur verið að ganga í gegnum sömu eða svipuð spor og jafnvel æfa með þeim. Svo er líka gott fyrir þá sem eru að koma nýir inn að hitta þá sem eru kannski búnir að vera að æfa lengur, eru búnir að ná meiri framför, það gefur líka,“ segir Atli Már Sveinsson í hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein en hann er íþróttafræðingur sem vinnur hjá Krafti. Í þessum fjórða þætti hlaðvarpsins er áherslan á hreyfingu og endurhæfingu, sem er viðeigandi þar sem margir hlauparar safna áheitum fyrir Kraft þessa stundina í tilefni af Reykjavíkurmaraþoninu. Þó að því hafi verið aflýst er fólk hvatt til að hlaupa á stað að eigin vali og er áheitasöfnunin í fullum gangi á síðunni Hlaupastyrkur. Áheitasöfnunin stendur í rúmum 46 milljónum þegar þetta er skrifað. Þar á meðal eru einstaklingar sem hafa fengið þjónustu Krafts og Ljóssins í veikindum eða sem aðstandandi einstaklings með krabbamein. Sigur að geta gert bara eitthvað Haukur Guðmundsson sjúkraþjálfari hjá Ljósinu segir að einstaklingar í endurhæfingu séu aðdáunarverðir. „Það sem er kannski merkilegt að sem sjúkraþjálfari hef ég bæði unnið með almenna einstaklinga og svo krabbameinsgreinda og hinn meðal krabbameinsgreindi einstaklingur er eins og að vinna með íþróttamanneskju sem er virkilega „mótíveruð“ til þess að ná árangri og virkilega gera allt sem í valdi sínu stendur til að ná áfram.“ Í faraldri kórónuveirunnar hafa einstaklingar líka fengið æfingar til að gera heima, allt frá stólaleikfimi yfir í meira krefja æfingar, jafnvel með lóðum. Þjálfarar segja mikilvægt að sníða þjálfunina að hverjum einstaklingi, einnig út frá líkamlegu formi fyrir veikindin. Báðir segja að stundum þurfi að bremsa of ákafa einstaklinga af, til að tryggja að þessir einstaklingar klári ekki batteríin, enda eru dagarnir í svona veikindum misjafnir. „Fyrir flesta er sigurinn að geta komið sér fram úr og geta gert eitthvað,“ segir Haukur. Atli tekur undir þetta. Hann segir að margir syrgi jafnvel gamla líkama sinn og gamla formið fyrir veikindin og fái samviskubit yfir því. Þáttastjórnandinn Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir ræðir í fyrri hluta þáttarins við Atla Má Sveinsson, íþróttafræðing sem er sérhæfður í þjálfun krabbameinsgreindra hjá FítonsKrafti og Hauk Guðmundsson, sjúkraþjálfara og jógakennara sem er sérhæfður í þjálfun krabbameinsgreindra hjá Ljósinu. Í seinni hlutanum er rætt við Söru Snorradóttur um hennar baráttu við sjúkdóminn og þjálfunina á meðan krabbameinsmeðferðinni stóð. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan og á helstu efnisveitum.
Heilsa Heilbrigðismál Fokk ég er með krabbamein Tengdar fréttir „Við vorum búin að afskrá þennan sjúkdóm“ Margir Íslendingar ætla að hlaupa til góðs á laugardaginn og safna áheitum þrátt fyrir að Reykjavíkurmaraþoninu hafi verið aflýst. Þar á meðal er María Erla Bogadóttir sem hleypur í minningu bróður síns. Ingi Björn lést þann 14. júlí síðastliðinn eftir erfiða baráttu við krabbamein. 20. ágúst 2020 09:30 Mikilvægt að hlauparar haldi áfram að safna áheitum Þeim áheitum sem hefur verið safnað fyrir Kraft í Reykjavíkurmaraþoninu hefur farið í það að styðja við bakið á ungu fólki sem greinist með krabbamein og aðstandendum. 18. ágúst 2020 09:30 Reykjavíkurmaraþoninu aflýst Ekkert verður af Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, sem fara átti fram laugardaginn 22. ágúst næstkomandi. 4. ágúst 2020 15:18 Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Lífið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Lífið Fleiri fréttir Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Sjá meira
„Við vorum búin að afskrá þennan sjúkdóm“ Margir Íslendingar ætla að hlaupa til góðs á laugardaginn og safna áheitum þrátt fyrir að Reykjavíkurmaraþoninu hafi verið aflýst. Þar á meðal er María Erla Bogadóttir sem hleypur í minningu bróður síns. Ingi Björn lést þann 14. júlí síðastliðinn eftir erfiða baráttu við krabbamein. 20. ágúst 2020 09:30
Mikilvægt að hlauparar haldi áfram að safna áheitum Þeim áheitum sem hefur verið safnað fyrir Kraft í Reykjavíkurmaraþoninu hefur farið í það að styðja við bakið á ungu fólki sem greinist með krabbamein og aðstandendum. 18. ágúst 2020 09:30
Reykjavíkurmaraþoninu aflýst Ekkert verður af Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, sem fara átti fram laugardaginn 22. ágúst næstkomandi. 4. ágúst 2020 15:18
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”