Konum með þroskahömlun ekki trúað Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. mars 2020 21:00 Konum með þroskahömlun er oft ekki trúað þegar þær segja frá kynferðisofbeldi Konum með þroskahömlun er oft ekki trúað þegar þær segja frá kynferðisofbeldi sem þær eru beittar að sögn verkefnastýru hjá Öryrkjabandalaginu. Horft sé á þær sem kynlausar verur. Í nýjasta þætti Kompás er fjallað um fatlaðar vændiskonur, meðal annars konur með þroskahömlun. Hér má sjá þáttinn. Þar lýsir kona á fertugsaldri, sem er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál, frá reynslu sinni af vændi. Hún segist oft hafa verið beitt ofbeldi. Þorbera Fjölnisdóttir er í kvennahreyfingu Öryrkjabandalagsins og tók þátt í rannsókn um ofbeldi gegn fötluðum konum. Hún segir það sem leiði fatlar konur út í vændi sé það sama og ófatlaðar konur: fátækt og fíkn. „Í fyrsta lagi eru örorkubætur svo lágar að það er ekki hægt að lifa mannsæmandi lífi á þeim, sérstaklega fatlaðar einstæðar mæður eru verst settar fjárhagslega," segir Þorbera. Þá segir hún að konunum sé oft ekki trúað þegar þær segja frá kynferðisofbeldi. „Þá er oft litið á fatlaðar konur sem kynlausar verur. Konur með þroskahömlun upplifa það oft að það sé litið á þær sem eilíf börn sem þær eru auðvitað alls ekki. Þeim hefur oft ekki verið trúað og þær hafa ekki fengið stuðning þegar þær hafa sagt frá og ekki fengið hjálp til að vinna úr málunum,“ segir Þorbera. Þorbera Fjölnisdóttir, verkefnastýra hjá Öryrkjabandalaginu Þá telur hún að konurnar verði fyrir kynferðisofbeldi vegna jaðarsetningar sem þær hafa orðið fyrir í þjóðfélaginu. „Samfélagið gerir ekki ráð fyrir okkur, fatlað fólk hefur til dæmis verið lokað inn á stofnunum, það ver fatlað fólk alls ekki fyrir ofbeldi að loka það inni. Þvert á móti, ég tala á grunni fjölmargra rannsókna, þessi aðgreining akkúrat skapar aðstæður það sem fatlað fólk verður fyrir mesta ofbeldinu,“ segir Þorbera.Fólk sem aðstoði konurnar í daglegu lífi sé í sumum tilfellum gerendurnir.„Þá ert þú í ofsalega erfiðri stöðu með að gera eitthvað í því af því þú ert háð þessum einstaklingi um aðstoð í þínu daglega lífi,“ segir Þorbera og bætir við að málin séu því flókin.Mikilvægt sé að konurnar fái fræðslu um hvað sé heilbrigt samband og hvað sé ofbeldissamband. „Þannig að fólk læri að þekkja mörkin,“ segir Þorbera. Kompás Tengdar fréttir Íslenskir karlmenn kaupa vændi af fötluðum konum Hópur íslenskra karlmanna kaupir vændi af konum með þroskahömlun. Þrjú vændismál af þessum toga voru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í fyrra og ein kvennanna telur að kúnnarnir séu um sjötíu talsins. Þeir séu oft giftir, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. Hún hefur þurft að leita á Neyðarmóttöku vegna grófs ofbeldis. 2. mars 2020 21:00 „Þeir segja að ég eigi að halda leyndó“ Í Kompás segir kona á fertugsaldri sögu sína, hún er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál. Hún hefur stundað vændi í nokkur ár og telur að kúnnarnir séu um sjötíu menn. Þeir séu oft giftir menn, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. 2. mars 2020 09:30 Tíu konur með þroskahömlun leita til Neyðarmóttökunnar á hverju ári Í mörgum tilfellum kynnast konurnar meintum ofbeldismönnum á netinu á fölskum forsendum. 5. mars 2020 07:00 Tugir ofbeldismála gegn fötluðu fólki á borði réttindagæslumanna Á fjórða tug ofbeldismála hafa síðasta árið komið á borð réttindagæslumanna fatlaðs fólks. Aðeins tvö og hálft stöðugildi réttindagæslumanns er á höfuðborgarsvæðinu og því stundum bið eftir þjónustunni 8. mars 2020 08:00 Hafa rannsakað tugi nauðgunarmála gegn konum með þroskahömlun Þrjátíu og sjö meintar nauðganir, þar sem brotaþoli er með þroskahömlun, hafa verið til rannsóknar hjá lögregluembættum landsins á síðustu fjórum árum. Í langflestum málanna hafa ófatlaðir menn haft kynmök við fatlaðar konur sem gátu hugsanlega ekki veitt upplýst samþykki vegna fötlunar sinnar. 1. mars 2020 20:00 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Sjá meira
Konum með þroskahömlun er oft ekki trúað þegar þær segja frá kynferðisofbeldi sem þær eru beittar að sögn verkefnastýru hjá Öryrkjabandalaginu. Horft sé á þær sem kynlausar verur. Í nýjasta þætti Kompás er fjallað um fatlaðar vændiskonur, meðal annars konur með þroskahömlun. Hér má sjá þáttinn. Þar lýsir kona á fertugsaldri, sem er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál, frá reynslu sinni af vændi. Hún segist oft hafa verið beitt ofbeldi. Þorbera Fjölnisdóttir er í kvennahreyfingu Öryrkjabandalagsins og tók þátt í rannsókn um ofbeldi gegn fötluðum konum. Hún segir það sem leiði fatlar konur út í vændi sé það sama og ófatlaðar konur: fátækt og fíkn. „Í fyrsta lagi eru örorkubætur svo lágar að það er ekki hægt að lifa mannsæmandi lífi á þeim, sérstaklega fatlaðar einstæðar mæður eru verst settar fjárhagslega," segir Þorbera. Þá segir hún að konunum sé oft ekki trúað þegar þær segja frá kynferðisofbeldi. „Þá er oft litið á fatlaðar konur sem kynlausar verur. Konur með þroskahömlun upplifa það oft að það sé litið á þær sem eilíf börn sem þær eru auðvitað alls ekki. Þeim hefur oft ekki verið trúað og þær hafa ekki fengið stuðning þegar þær hafa sagt frá og ekki fengið hjálp til að vinna úr málunum,“ segir Þorbera. Þorbera Fjölnisdóttir, verkefnastýra hjá Öryrkjabandalaginu Þá telur hún að konurnar verði fyrir kynferðisofbeldi vegna jaðarsetningar sem þær hafa orðið fyrir í þjóðfélaginu. „Samfélagið gerir ekki ráð fyrir okkur, fatlað fólk hefur til dæmis verið lokað inn á stofnunum, það ver fatlað fólk alls ekki fyrir ofbeldi að loka það inni. Þvert á móti, ég tala á grunni fjölmargra rannsókna, þessi aðgreining akkúrat skapar aðstæður það sem fatlað fólk verður fyrir mesta ofbeldinu,“ segir Þorbera.Fólk sem aðstoði konurnar í daglegu lífi sé í sumum tilfellum gerendurnir.„Þá ert þú í ofsalega erfiðri stöðu með að gera eitthvað í því af því þú ert háð þessum einstaklingi um aðstoð í þínu daglega lífi,“ segir Þorbera og bætir við að málin séu því flókin.Mikilvægt sé að konurnar fái fræðslu um hvað sé heilbrigt samband og hvað sé ofbeldissamband. „Þannig að fólk læri að þekkja mörkin,“ segir Þorbera.
Kompás Tengdar fréttir Íslenskir karlmenn kaupa vændi af fötluðum konum Hópur íslenskra karlmanna kaupir vændi af konum með þroskahömlun. Þrjú vændismál af þessum toga voru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í fyrra og ein kvennanna telur að kúnnarnir séu um sjötíu talsins. Þeir séu oft giftir, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. Hún hefur þurft að leita á Neyðarmóttöku vegna grófs ofbeldis. 2. mars 2020 21:00 „Þeir segja að ég eigi að halda leyndó“ Í Kompás segir kona á fertugsaldri sögu sína, hún er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál. Hún hefur stundað vændi í nokkur ár og telur að kúnnarnir séu um sjötíu menn. Þeir séu oft giftir menn, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. 2. mars 2020 09:30 Tíu konur með þroskahömlun leita til Neyðarmóttökunnar á hverju ári Í mörgum tilfellum kynnast konurnar meintum ofbeldismönnum á netinu á fölskum forsendum. 5. mars 2020 07:00 Tugir ofbeldismála gegn fötluðu fólki á borði réttindagæslumanna Á fjórða tug ofbeldismála hafa síðasta árið komið á borð réttindagæslumanna fatlaðs fólks. Aðeins tvö og hálft stöðugildi réttindagæslumanns er á höfuðborgarsvæðinu og því stundum bið eftir þjónustunni 8. mars 2020 08:00 Hafa rannsakað tugi nauðgunarmála gegn konum með þroskahömlun Þrjátíu og sjö meintar nauðganir, þar sem brotaþoli er með þroskahömlun, hafa verið til rannsóknar hjá lögregluembættum landsins á síðustu fjórum árum. Í langflestum málanna hafa ófatlaðir menn haft kynmök við fatlaðar konur sem gátu hugsanlega ekki veitt upplýst samþykki vegna fötlunar sinnar. 1. mars 2020 20:00 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Sjá meira
Íslenskir karlmenn kaupa vændi af fötluðum konum Hópur íslenskra karlmanna kaupir vændi af konum með þroskahömlun. Þrjú vændismál af þessum toga voru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í fyrra og ein kvennanna telur að kúnnarnir séu um sjötíu talsins. Þeir séu oft giftir, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. Hún hefur þurft að leita á Neyðarmóttöku vegna grófs ofbeldis. 2. mars 2020 21:00
„Þeir segja að ég eigi að halda leyndó“ Í Kompás segir kona á fertugsaldri sögu sína, hún er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál. Hún hefur stundað vændi í nokkur ár og telur að kúnnarnir séu um sjötíu menn. Þeir séu oft giftir menn, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. 2. mars 2020 09:30
Tíu konur með þroskahömlun leita til Neyðarmóttökunnar á hverju ári Í mörgum tilfellum kynnast konurnar meintum ofbeldismönnum á netinu á fölskum forsendum. 5. mars 2020 07:00
Tugir ofbeldismála gegn fötluðu fólki á borði réttindagæslumanna Á fjórða tug ofbeldismála hafa síðasta árið komið á borð réttindagæslumanna fatlaðs fólks. Aðeins tvö og hálft stöðugildi réttindagæslumanns er á höfuðborgarsvæðinu og því stundum bið eftir þjónustunni 8. mars 2020 08:00
Hafa rannsakað tugi nauðgunarmála gegn konum með þroskahömlun Þrjátíu og sjö meintar nauðganir, þar sem brotaþoli er með þroskahömlun, hafa verið til rannsóknar hjá lögregluembættum landsins á síðustu fjórum árum. Í langflestum málanna hafa ófatlaðir menn haft kynmök við fatlaðar konur sem gátu hugsanlega ekki veitt upplýst samþykki vegna fötlunar sinnar. 1. mars 2020 20:00