Tugir dvelja í fjöldahjálparmiðstöð í Vík vegna óveðurs Andri Eysteinsson skrifar 9. mars 2020 23:14 Aðstæður við Reynisfjall i kvöld. Vefmyndavél Vegagerðarinnar Suðurlandsvegi hefur nú verið lokað fyrir umferð milli Hvolsvallar og Víkur í Mýrdal vegna óveðurs sem geisað hefur á svæðinu. Björgunarsveitin Víkverji í Vík hefur haft í miklu að snúast og dvelja nú tugir manna í fjöldahjálparmiðstöð í íþróttahúsinu þar í bæ. „Þetta er búinn að vera annasamur dagur hjá okkur. Það er frekar blint, mikill laus snjór. Vegurinn hefur verið lokaðir í tvo tíma en hann hefði þurft loka miklu fyrr, það er búið að vera vesen í allan dag,“ segir Orri Örvarsson, formaður Víkverja, um aðstæður á þjóðveginum.Björgunarsveitin hefur þurft að sinna tugum útkalla í dag vegna ökutækja sem ekki komast lengra eftir veginum eða hafa hafnað utan hans.„Við erum búnir að draga olíubíla, rútur og flutningabíla eftir að fyrsta útkall kemur klukkan tólf í dag,“ segir Orri en útköllin hafa verið 37 í dag.Um níutíu manns dvelja nú í fjöldahjálparmiðstöðinni í Vík eftir að hafa þurft aðstoð. Auk fjórtán Víkverja komu björgunarsveitarmenn úr björgunarsveitinni Dagrenningi á Hvolsvelli til aðstoðar.Orri segir að aðgerðir dagsins hafi gengið vel fyrir sig og engin slys hafi verið á fólki. Hann segir að auðvelt verði að opna vegin þegar lægir og umferðin geti hafist að nýju. Eitthvað af bílum séu þó eftir við veginn þar sem ekki reyndist unnt að draga þá til byggða. Björgunarsveitir Mýrdalshreppur Samgöngur Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira
Suðurlandsvegi hefur nú verið lokað fyrir umferð milli Hvolsvallar og Víkur í Mýrdal vegna óveðurs sem geisað hefur á svæðinu. Björgunarsveitin Víkverji í Vík hefur haft í miklu að snúast og dvelja nú tugir manna í fjöldahjálparmiðstöð í íþróttahúsinu þar í bæ. „Þetta er búinn að vera annasamur dagur hjá okkur. Það er frekar blint, mikill laus snjór. Vegurinn hefur verið lokaðir í tvo tíma en hann hefði þurft loka miklu fyrr, það er búið að vera vesen í allan dag,“ segir Orri Örvarsson, formaður Víkverja, um aðstæður á þjóðveginum.Björgunarsveitin hefur þurft að sinna tugum útkalla í dag vegna ökutækja sem ekki komast lengra eftir veginum eða hafa hafnað utan hans.„Við erum búnir að draga olíubíla, rútur og flutningabíla eftir að fyrsta útkall kemur klukkan tólf í dag,“ segir Orri en útköllin hafa verið 37 í dag.Um níutíu manns dvelja nú í fjöldahjálparmiðstöðinni í Vík eftir að hafa þurft aðstoð. Auk fjórtán Víkverja komu björgunarsveitarmenn úr björgunarsveitinni Dagrenningi á Hvolsvelli til aðstoðar.Orri segir að aðgerðir dagsins hafi gengið vel fyrir sig og engin slys hafi verið á fólki. Hann segir að auðvelt verði að opna vegin þegar lægir og umferðin geti hafist að nýju. Eitthvað af bílum séu þó eftir við veginn þar sem ekki reyndist unnt að draga þá til byggða.
Björgunarsveitir Mýrdalshreppur Samgöngur Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira