Lífið

Brad Pitt og Jennifer Aniston sameina krafta sína

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Brad Pitt og Jennifer Aniston virtust glöð að sjá hvort annað á SAG verðlaununum í janúar á þessu ári.
Brad Pitt og Jennifer Aniston virtust glöð að sjá hvort annað á SAG verðlaununum í janúar á þessu ári. Getty/Emma McIntyre

Leikararnir Brad Pitt og Jennifer Aniston eru á meðal Hollywood leikara sem taka þátt í upplestri á handriti kvikmyndarinnar Fast Times at Ridgemont High. Upplesturinn fer fram á netinu og verður sýnt frá viðburðinum á Facebook. Þessi Feelin' A-Live viðburður Dane Cook er til styrktar góðgerðarmálum.

Brad og Jennifer skildu árið 2005 eftir fimm ára hjónaband. Það vakti mikla athygli þegar þau voru mynduð saman á SAG verðlaununum. Margir aðdáendur þeirra fagna því að þau séu vinir og vona einhverjir að þau endi aftur saman.

Á meðal þeirra sem taka þátt í upplestrinum með þeim eru Jimmy Kimmel, Morgan Freeman, Shia LaBeouf, Matthew McConaughey og Julia Roberts. Sean Penn tekur einnig þátt, en hann vakti mikla athygli fyrir leik sinn í Fast Times kvikmyndinni þegar hún kom út árið 1982.

Samkvæmt frétt CNN mun þessi upplestur verða sýndur í beinni útsendingu án þess að leikararnir hafi æft saman. Safnað verður fyrir samtökin Core og Reform Alliance. Auglýsingu fyrir góðgerðarviðburðinn má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Jennifer Aniston og Brad Pitt bara vinir

Erlendir miðlar hafa töluvert fjallað um samband Jennifer Aniston og Brad Pitt og ganga sumir það langt að halda því fram að það elski hvort annað og treysta hvort öðru á ný en fimmtán ár eru liðin frá því að þau skildu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×