Innlent

Vann 7,8 milljónir í Lottó í kvöld

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Vinningsmiðinn var keyptur í áskrift.
Vinningsmiðinn var keyptur í áskrift. Vísir/vilhelm

Stálheppinn miðahafi hlaut 7,8 milljónir króna í sinn hlut í Lottóútdrætti kvöldsins. Sá heppni var með fimm réttar tölur út á miða sem hann keypti í áskrift, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslenskri getspá.

Þrír skiptu svo á milli sín bónusvinningnum og hlýtur hver þeirra rúmar 114 þúsund krónur fyrir. Einn miðinn var keyptur í verslun Kvikk á Reykjarvíkurvegi í Hafnarfirði en hinir í áskrift.

Þá voru þrír með fjórar réttar Jókertölur í réttri röð og hlýtur hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.