Sport

Sara saxaði á forskot heimsmeistarans

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sara þarf að vinna upp 16 stiga forskot Toomey í dag.
Sara þarf að vinna upp 16 stiga forskot Toomey í dag. MYND/INSTAGRAM/DXBFITNESSCHAMP

Sara Sigmundsdóttir er í 2. sæti fyrir síðustu tvær greinarnar á Wodapalooza Crossfit-mótinu sem fer fram í Miami, Flórída.

Hún er 16 stigum á eftir heimsmeistaranum Tiu-Clair Toomey frá Ástralíu.

Sara endaði í 2. sæti í báðum hlutum Nine Lives greinarinnar. Á meðan endaði Toomey í 4. sæti.



Sara var með forystuna eftir fyrstu fjórar greinarnar en missti toppsætið til Toomey í 5. greininni, Shark Bait. Eftir hana munaði 36 stigum á Söru og Toomey.

Kari Pearce frá Bandaríkjunum er í 3. sæti mótsins með 548 stig og landa hennar, Amanda Barnhart, er fjórða með 544 stig.



Síðustu tvær greinar mótsins fara fram í dag. Þær heita Down-Up og Celebrate Life.


Tengdar fréttir

Sara ein á toppnum eftir þriðju grein

Sara Sigmundsdóttir hefur tekið forystuna á Wodapalooza Crossfit-mótinu í Miami eftir þrjár greinar af sjö en hún fær áfram harða keppni frá Tia-Clair Toomey sem þótti sigurstrangleg fyrir mótið.

Sara færðist niður í 2. sæti

Sara Sigmundsdóttir varð að horfa á eftir efsta sætinu á Wodapalooza Crossfit-mótinu í bili þegar hún varð í 10. sæti í fimmtu grein mótsins, Hákarlabeitunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×