Thomas Lundin segir aldrei hafa verið eins auðvelt að giska á sigurvegara Atli Ísleifsson skrifar 23. febrúar 2020 14:00 Thomas Lundin og listafólkið sem keppir til úrslita í Söngvakeppninni á laugardag. Finnski söngvarinn og Eurovision-sérfræðingurinn Thomas Lundin segir það aldrei hafa verið eins auðvelt að giska á sigurvegara Söngvakeppninnar og nú. Síðustu ár hefur Vísir leitað til Thomas til að hann geti lagt mat á þau lög sem keppa til úrslita í Söngvakeppninni og hefur hann reynst afar sannspár. Hann segir að þó að öll lögin fimm sem keppi til úrslita nú séu góð þá sé það eitt lag sem beri höfuð og herðar yfir hin. Thomas vakti mikla athygli í þáttum sænska ríkissjónvarpsins (SVT) fyrir nokkrum árum þar sem fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum komu saman til að hlusta á og ræða framlögin í Eurovision. Eiríkur Hauksson var fulltrúi Íslendinga í þáttunum. Thomas hefur í dómum sínum reynst sannspár, en þannig spáði Svölu Björgvins og laginu Paper sigri árið 2017, Ara Ólafssyni og laginu Our Choice sigri árið 2018 og Hatara og Hatrið mun sigra á síðasta ári. Thomas Lundin starfar meðal annars sem söngvari.Mynd/Cata Portin Heillast enn á ný af Íslendingum Thomas Lundin segist enn á ný heillast af gæðum íslensku Söngvakeppninnar. „Svakalega vel pródúseruð lög og duglegir söngvarar og söngkonur. Það sem heillaði mig mest er þessi ótrúlega breidd í úrslitunum. Öll fimm lögin eru einstök – ekkert þeirra minnir á annað. Strax eftir fyrstu hlustun finnst manni lögin skýr og það er auðvelt að muna eftir þeim. Það er oft þannig í þessum söngvakeppnum að lögin líkjast hvert öðru þannig að maður nær engu gripi utan um þau og á erfitt að skilja í sundur,“ segir Thomas. Ekki þörf á „skömmustukodda“ í sófanum, sama hvað gerist Thomas segir Íslendinga geta verið stolta af öllum lögunum og að öll þeirra geti verið verðugur fulltrúi Íslendinga í Rotterdam. Ekki sé þörf fyrir Íslendinga að fela sig á bakvið „skömmustukodda“ heima í sófanum þegar kemur að stóru stundinni. Hann segir að þrátt fyrir öll þessi fínu lög þá eigi hann sér uppáhaldslag í keppninni í ár. Hafi hann aldrei staðið frammi fyrir eins auðveldu vali þegar kemur að því að spá fyrir um sigurvegara öll þau ár sem Vísir hefur leitað til hans til að fá álit hans sem erlends Eurovision-sérfræðings. „Ég trúi ekki öðru en að Daði og Gagnamagnið taki þetta ár. Og með yfirburðum. Þetta atriði er með allt! Mögulega hefði viðlagið getað verið sterkara, en á einhvern undarlegan máta er það einmitt einn af styrkleikum lagsins. Að það sé ekki með skýrt popplagsviðlag,“ segir Thomas. Kaldhæðnin framkvæmd með hlýju Thomas segist elska lit- og fagurfræðina í atriði sveitarinnar. „Sviðsetningin er einföld, skilvirk og skemmtileg! Kaldhæðnin sem gegnsýrir atriðið er framkvæmd með hlýju. Söngvarinn syngur mjög vel. Ég giska á og vona að Daði og Gagnamagnið vinni Söngvakeppnina 2020.“ Thomas segir að hann spái lagi Ísoldar og Helgu, Meet Me Halfway, öðru sæti. „Flott lag sem vex með hverri hlustun. Flutningurinn er flottur en lagið ef til vill of lítt einkennandi til að ná árangri í Rotterdam. Ég held hins vegar að Daði og Gagnamagnið eigi góða möguleika á að komast upp úr undanriðlinum og í úrslit Eurovision í maí.“ Íslendingar munu velja fulltrúa sinn í Eurovision árið 2020 næstkomandi laugardag, en Eurovision-keppnin sjálf fer fram í Rotterdam í Hollandi dagana 12., 14. og 16. maí. Mun Ísland keppa á síðara undanúrslitakvöldinu, það er fimmtudaginn 14. maí. Að neðan má hlusta á hin þrjú lögin sem keppa til úrslita á laugardaginn. Dimma - Almyrkvi Íva - Oculis Videre Nína - Ekkó Eurovision Íslandsvinir Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Fleiri fréttir Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Sjá meira
Finnski söngvarinn og Eurovision-sérfræðingurinn Thomas Lundin segir það aldrei hafa verið eins auðvelt að giska á sigurvegara Söngvakeppninnar og nú. Síðustu ár hefur Vísir leitað til Thomas til að hann geti lagt mat á þau lög sem keppa til úrslita í Söngvakeppninni og hefur hann reynst afar sannspár. Hann segir að þó að öll lögin fimm sem keppi til úrslita nú séu góð þá sé það eitt lag sem beri höfuð og herðar yfir hin. Thomas vakti mikla athygli í þáttum sænska ríkissjónvarpsins (SVT) fyrir nokkrum árum þar sem fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum komu saman til að hlusta á og ræða framlögin í Eurovision. Eiríkur Hauksson var fulltrúi Íslendinga í þáttunum. Thomas hefur í dómum sínum reynst sannspár, en þannig spáði Svölu Björgvins og laginu Paper sigri árið 2017, Ara Ólafssyni og laginu Our Choice sigri árið 2018 og Hatara og Hatrið mun sigra á síðasta ári. Thomas Lundin starfar meðal annars sem söngvari.Mynd/Cata Portin Heillast enn á ný af Íslendingum Thomas Lundin segist enn á ný heillast af gæðum íslensku Söngvakeppninnar. „Svakalega vel pródúseruð lög og duglegir söngvarar og söngkonur. Það sem heillaði mig mest er þessi ótrúlega breidd í úrslitunum. Öll fimm lögin eru einstök – ekkert þeirra minnir á annað. Strax eftir fyrstu hlustun finnst manni lögin skýr og það er auðvelt að muna eftir þeim. Það er oft þannig í þessum söngvakeppnum að lögin líkjast hvert öðru þannig að maður nær engu gripi utan um þau og á erfitt að skilja í sundur,“ segir Thomas. Ekki þörf á „skömmustukodda“ í sófanum, sama hvað gerist Thomas segir Íslendinga geta verið stolta af öllum lögunum og að öll þeirra geti verið verðugur fulltrúi Íslendinga í Rotterdam. Ekki sé þörf fyrir Íslendinga að fela sig á bakvið „skömmustukodda“ heima í sófanum þegar kemur að stóru stundinni. Hann segir að þrátt fyrir öll þessi fínu lög þá eigi hann sér uppáhaldslag í keppninni í ár. Hafi hann aldrei staðið frammi fyrir eins auðveldu vali þegar kemur að því að spá fyrir um sigurvegara öll þau ár sem Vísir hefur leitað til hans til að fá álit hans sem erlends Eurovision-sérfræðings. „Ég trúi ekki öðru en að Daði og Gagnamagnið taki þetta ár. Og með yfirburðum. Þetta atriði er með allt! Mögulega hefði viðlagið getað verið sterkara, en á einhvern undarlegan máta er það einmitt einn af styrkleikum lagsins. Að það sé ekki með skýrt popplagsviðlag,“ segir Thomas. Kaldhæðnin framkvæmd með hlýju Thomas segist elska lit- og fagurfræðina í atriði sveitarinnar. „Sviðsetningin er einföld, skilvirk og skemmtileg! Kaldhæðnin sem gegnsýrir atriðið er framkvæmd með hlýju. Söngvarinn syngur mjög vel. Ég giska á og vona að Daði og Gagnamagnið vinni Söngvakeppnina 2020.“ Thomas segir að hann spái lagi Ísoldar og Helgu, Meet Me Halfway, öðru sæti. „Flott lag sem vex með hverri hlustun. Flutningurinn er flottur en lagið ef til vill of lítt einkennandi til að ná árangri í Rotterdam. Ég held hins vegar að Daði og Gagnamagnið eigi góða möguleika á að komast upp úr undanriðlinum og í úrslit Eurovision í maí.“ Íslendingar munu velja fulltrúa sinn í Eurovision árið 2020 næstkomandi laugardag, en Eurovision-keppnin sjálf fer fram í Rotterdam í Hollandi dagana 12., 14. og 16. maí. Mun Ísland keppa á síðara undanúrslitakvöldinu, það er fimmtudaginn 14. maí. Að neðan má hlusta á hin þrjú lögin sem keppa til úrslita á laugardaginn. Dimma - Almyrkvi Íva - Oculis Videre Nína - Ekkó
Eurovision Íslandsvinir Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Fleiri fréttir Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Sjá meira