Lífið

At­riði Steinda á heims­meistara­mótinu í luft­gítar sem skilaði honum 5. sætinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Steindi fór á kostum á sviðinu.
Steindi fór á kostum á sviðinu.

Steinþór Hróar Steinþórsson fór af stað með nýja þætti á Stöð 2 á dögunum og bera þeir nafnið Steindacon. Um er að ræða sex þætti þar sem hann fer með sex mismunandi gestum á hátíðir og ráðstefnur víða um heim.

Steindi fór með Önnu Svövu á BronyCon sem er My Little Pony ráðstefna fyrir fullorðna og var sýnt frá þeirri ferð í fyrsta þættinum.

Einnig mun hann skella sér á Drekahátíð með Hugleiki Dagssyni sem er ein stærsta larphátíð heims.

Dóri DNA fékk að fara með honum til Ástralíu á Redneck leika og kassabílarallý. Svo að lokum fer Steindi með kærustunni sinni Sigrúnu á FetishCon. Einnig skellti Steindi sér á geimveruráðstefnu með Bergi Ebba og reyndu þeir að komast alla leið að area 51 í Bandaríkjunum.

En í síðasta þætti fór hann á heimsmeistaramótið í luftgítar í Finnlandi með móður sinni og var ferðin heldur betur skrautleg og skemmtileg. Steindi æfi stíft fyrir keppnina og tókst atriði hans mjög vel en hann hafnaði í 5.sæti á heimsmeistaramótinu.

Mótið fór fram í finnsku borginni Oulu í sumar. Þar kom hann fram undir nafninu Rock Thor Jr. en hann vann Íslandsmótið í luftgítar sem haldið var á Eistnaflugi síðasta sumar og var því fulltrúi Íslands í heimsmeistarakeppninni. Þættirnir eru framleiddir af Skot Productions.

Hér að neðan má sjá atriðið sjálft sem skilaði honum fimmta sætinu.

Klippa: Steindi fór á kostum á heimsmeistaramótinu í luftgítarAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.