Leita að arftaka Stefáns Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. febrúar 2020 13:44 Stefán Eiríksson mætir í Efstaleitið mánudaginn eftir viku. Vísir Borgarstjórinn í Reykjavík hefur auglýst stöðu borgarritara lausa til umsóknar. Stefán Eiríksson, sem gegnt hefur stöðunni undanfarin ár, tekur við starfi Útvarpsstjóra þann 1. mars. Borgarritari er æðsti embættismaður Reykjavíkurborgar að borgarstjóra undanskildum. Hann fer með forystu- og samhæfingarhlutverk í stjórnsýslu og þjónustu borgarinnar. Borgarritari er einn af staðgenglum borgarstjóra og tilheyrir yfirstjórn Reykjavíkurborgar. „Leitað er að kraftmiklum leiðtoga sem býr yfir frumkvæði og faglegum metnaði, er annt um umhverfi sitt, samfélag og velferð íbúa,“ segir í auglýsingu frá borginni. Í auglýsingunni segir að hlutverk borgarritara sé að hafa forystu um að Reykjavíkurborg sé í fararbroddi í þróun þjónustu, stjórnsýslu og rekstri á landsvísu og standast samanburð við framsæknar borgir í alþjóðlegum samanburði. „Borgarritari sér til að stefnumörkun borgarráðs og borgarstjórnar sé fylgt eftir með upplýsingamiðlun og stoðþjónustu við fagsvið borgarinnar, auk þess að halda uppi eftirlit með að framkvæmd sé í samræmi við markaða stefnu og fjárhagsheimildir og hefur yfirumsjón með miðlægri stjórnsýslu og stoðþjónustu á vegum Reykjavíkurborgar. Þá er borgarritara ætlað að stuðla að lýðræðislegum stjórnunarháttum með því að auka gegnsæi og styrkja upplýsingaflæði milli stjórnenda, sviða og stofnana borgarinnar, íbúa og annarra samráðsaðila.“ Borgarritari ffari fyrir samningateymi Reykjavíkurborgar í samskiptum við ríkið, sé tengiliður Reykjavíkurborgar við byggðasamlög og B-hluta félög og við atvinnulífið í Reykjavíkurborg og á landsvísu. Borgarritari leiði einnig stór og flókin verkefni sem kalla á samhæfingu og samræmingu innan stjórnkerfis Reykjavíkurborgar og utan þess. Undir borgarritara heyra skrifstofa borgarstjóra og borgarritara og mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa. Intellecta heldur utan um ráðningarferlið fyrir Reykjavíkurborg. Hæfnisnefnd fer yfir umsóknir og leggur mat á umsækjendur. Hana skipa Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, sem jafnframt er formaður, Ásta Bjarnadóttir, mannauðsstjóri Landspítalans, og Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands. Menntunar- og hæfniskröfur Framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi. Leiðtogahæfileikar, farsæl reynsla af stjórnun ásamt reynslu af því að leiða breytingar. Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu, stefnumótun og áætlanagerð. Þekking og reynsla af rekstri og mannaforráðum. Þekking og reynsla af samningagerð og undirbúningi samninga. Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum. Framsýni, metnaður, frumkvæði og skipulagshæfileikar. Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku. Kunnátta í öðrum tungumálum er kostur. Reykjavík Vistaskipti Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
Borgarstjórinn í Reykjavík hefur auglýst stöðu borgarritara lausa til umsóknar. Stefán Eiríksson, sem gegnt hefur stöðunni undanfarin ár, tekur við starfi Útvarpsstjóra þann 1. mars. Borgarritari er æðsti embættismaður Reykjavíkurborgar að borgarstjóra undanskildum. Hann fer með forystu- og samhæfingarhlutverk í stjórnsýslu og þjónustu borgarinnar. Borgarritari er einn af staðgenglum borgarstjóra og tilheyrir yfirstjórn Reykjavíkurborgar. „Leitað er að kraftmiklum leiðtoga sem býr yfir frumkvæði og faglegum metnaði, er annt um umhverfi sitt, samfélag og velferð íbúa,“ segir í auglýsingu frá borginni. Í auglýsingunni segir að hlutverk borgarritara sé að hafa forystu um að Reykjavíkurborg sé í fararbroddi í þróun þjónustu, stjórnsýslu og rekstri á landsvísu og standast samanburð við framsæknar borgir í alþjóðlegum samanburði. „Borgarritari sér til að stefnumörkun borgarráðs og borgarstjórnar sé fylgt eftir með upplýsingamiðlun og stoðþjónustu við fagsvið borgarinnar, auk þess að halda uppi eftirlit með að framkvæmd sé í samræmi við markaða stefnu og fjárhagsheimildir og hefur yfirumsjón með miðlægri stjórnsýslu og stoðþjónustu á vegum Reykjavíkurborgar. Þá er borgarritara ætlað að stuðla að lýðræðislegum stjórnunarháttum með því að auka gegnsæi og styrkja upplýsingaflæði milli stjórnenda, sviða og stofnana borgarinnar, íbúa og annarra samráðsaðila.“ Borgarritari ffari fyrir samningateymi Reykjavíkurborgar í samskiptum við ríkið, sé tengiliður Reykjavíkurborgar við byggðasamlög og B-hluta félög og við atvinnulífið í Reykjavíkurborg og á landsvísu. Borgarritari leiði einnig stór og flókin verkefni sem kalla á samhæfingu og samræmingu innan stjórnkerfis Reykjavíkurborgar og utan þess. Undir borgarritara heyra skrifstofa borgarstjóra og borgarritara og mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa. Intellecta heldur utan um ráðningarferlið fyrir Reykjavíkurborg. Hæfnisnefnd fer yfir umsóknir og leggur mat á umsækjendur. Hana skipa Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, sem jafnframt er formaður, Ásta Bjarnadóttir, mannauðsstjóri Landspítalans, og Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands. Menntunar- og hæfniskröfur Framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi. Leiðtogahæfileikar, farsæl reynsla af stjórnun ásamt reynslu af því að leiða breytingar. Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu, stefnumótun og áætlanagerð. Þekking og reynsla af rekstri og mannaforráðum. Þekking og reynsla af samningagerð og undirbúningi samninga. Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum. Framsýni, metnaður, frumkvæði og skipulagshæfileikar. Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku. Kunnátta í öðrum tungumálum er kostur.
Reykjavík Vistaskipti Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira