Innlent

Í gæsluvarðhaldi vegna kókaínsmygls

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Heimildir fréttastofu herna að maðurinn hafi verið handtekinn á Keflavíkurflugvelli í upphafi síðustu viku.
Heimildir fréttastofu herna að maðurinn hafi verið handtekinn á Keflavíkurflugvelli í upphafi síðustu viku. vísir/vilhelm

Karlmaður á þrítugsaldri sætir gæsluvarðahaldi grunaður um að hafa reynt að smygla hátt í þremur kílóum af kókaíni til landsins.

Heimildir fréttastofu herna að maðurinn hafi verið handtekinn á Keflavíkurflugvelli í upphafi síðustu viku. Hann hafi verið búinn að fela efnin í ferðatösku sinni. 

Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, staðfestir að fíkniefnamál hafi komið upp í byrjun síðustu viku og að rannsókn sé í fullum gangi. Hann vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.