Lífið

Ein vinsælasta strákasveit heims í Carpool Karaoke með James Corden

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stuð á rúntinum um Los Angeles.
Stuð á rúntinum um Los Angeles.

Spjallþáttastjórnandinn James Corden fór á dögunum á rúntinn með suður-kóresku sveitinni BTS sem er ein vinsælasta strákasveit heims.

Kóreskt popp er að mörgu leyti einstakt, er yfirleitt kallað K-pop og eru aðdáendur slíkra poppsveita kröfuharðari og dyggari en í flestum öðrum tónlistargeirum. BTS, sem skipuð er af sjö drengjum, er líklega vinsælasta sveitin sem fellur undir menningarfyrirbrigðið, a.m.k. á vesturlöndum.

Þeir mættur allir sjö í liðinn vinsæla Carpool Karaoke og sungu saman helstu slagara sveitarinnar. Enskukunnátta drengjanna er ekki mikil en einn af þeim hafði kennt sjálfum sér ensku með því að horfa á Friends á sínum tíma.

Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.