Lífið

Sænskir áhrifavaldar að missa sig yfir Daða

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mikið fjör í kringum Daða Frey hjá sænskum áhrifavöldum.
Mikið fjör í kringum Daða Frey hjá sænskum áhrifavöldum.

Svo virðist sem sænskir áhrifavaldar séu hreinlega að missa sig yfir lagi Daða Freys og Gagnamagninu í Söngvakeppninni og má það rekja til áhuga Söru Linderholm á bandinu.

Sara er með um 130 þúsund fylgjendur á Instagram og hefur hún deilt myndböndum af sér að dansa og syngja með laginu Think about things.

Daði Freyr og Gagnamagnið taka þátt á úrslitakvöldinu í Laugardalshöllinni á laugardaginn og telja veðbankar að líklegast sé að sveitin fari alla leið og verði framlag Íslands í Eurovision í Rotterdam í maí.

Eftir að Sara Linderholm byrjaði að deila áhuga sínum á laginu fóru fleiri sænskir áhrifavaldar að opna sig um áhuga sinn á atriðinu í kjölfarið, og margir þeirra flytja bút úr laginu á hljóðfæri.

Hér að neðan má sjá samantekt Söru frá myndböndum sem hún setti inn eða var merkt á á Instagram. Þar sendir Daði sjálfur henni meðal annars kveðju.

 
 
 
View this post on Instagram

IT WAS A GREAT MONDAY Dadi Freyr - Think About Things

A post shared by Sara 'Songbird' Linderholm (@sarasongbird) on



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.