Lífið

Aflakóngur strandveiðanna segir galdurinn að fara á sjó

Kristján Már Unnarsson skrifar
Jón Ingvar Hilmarsson aflakóngur á bryggjunni á Djúpavogi.
Jón Ingvar Hilmarsson aflakóngur á bryggjunni á Djúpavogi. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.

Jón Ingvar Hilmarsson, sjómaður á Djúpavogi, var aflahæstur strandveiðisjómanna yfir landið í fyrrasumar. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 var rætt við Jón Ingvar á bryggjunni þegar hann kom inn til löndunar á dragnótabátnum Tjálfa ásamt föður sínum, Hilmari Jónssyni.

Á strandveiðunum í sumar reri Jón Ingvar hins vegar á minni bát, Birtu SU. Aflinn reyndist 52,4 tonn í 46 róðrum, þrátt fyrir leiðindasumar, brælu nánast upp á hvern einasta dag, eins og hann lýsti í spjalli á síðu smábátaeigenda.

Jón Ingvar og faðir hans, Hilmar Jónsson, sem sést í dyragættinni um borð í Tjálfa SU. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.

Þegar Jón Ingvar var spurður um hver væri galdurinn á bak við það að verða aflakóngur var svarið þetta:

„Er það ekki bara að fara á sjó?“

Hér má sjá kafla úr þættinum Um land allt:


Tengdar fréttir

Bjartsýni á Djúpavogi með endurreisn Búlandstinds

Viðsnúningur hefur orðið í atvinnumálum á Djúpavogi, íbúum fjölgar og þar ríkir bjartsýni. Störfin í stærsta atvinnufyrirtækinu eru núna orðin fleiri en var fyrir fimm árum þegar tilkynnt var um lokun þess.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.