Frammistaðan nokkuð undir væntingum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. febrúar 2020 12:07 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Vísir/Vilhelm Forseti Alþingis tekur undir með stjórnarandstöðunni að mál frá ríkisstjórn hafi skilað sér hægt til þingsins. Þótt tilkoma samráðsgáttar sé af hinu góða sé þetta nýja ferli eitt af því sem kunni að skýra hvað veldur seinagangi. Þá hafi menn ef til vill verið full bjartsýnir og þurfi að tileinka sér raunhæfari áætlanagerð. Þingmenn stjórnarandstöðunnar auglýstu eftir ríkisstjórninni og kvörtuðu yfir seinagangi og málefnaþurrð frá ríkisstjórninni á Alþingi í gær. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segist sammála því að mál hafi borist hægar en ákjósanlegt væri.Sjá einnig: Auglýsa eftir ríkisstjórninni: „Hún er greinilega ekki í vinnunni“ „Það er vissulega rétt að við hefðum gjarnan viljað sjá svona jafnari dreifingu á málum sem eru að koma frá ríkisstjórn,“ segir Steingrímur. „Þrátt fyrir ýmsa viðleitni á undanförnum misserum þá ber enn á því að menn eru greinilega of bjartsýnir þegar þeir eru að gera sínar áætlanir um afgreiðslu mála eða vanmeta þann tíma sem að undirbúningsferlið tekur.“ Með tilkomu samráðsgáttar hafi þetta ferli til að mynda lengst. Flestir séu þó sammála að samráðsgáttin sé af hinu góða þar sem öllum gefst tækifæri til að skila inn umsögnum á fyrri stigum hafi sá tími sem ferlið tekur ef til vill verið vanmetinn. „Þannig að kannski er það verkefnið, að endurmeta svolítið ferlið og þann tíma sem það tekur með þessari aðferðafræði, að málefni séu almennt lögð upp í samráðsgátt, og að gera svo á þeim grunni raunhæfari áætlanir, raunhæfari þingmálaskrá,“ segir Steingrímur. Mál einnig lengi í þingnefndum Þingið þurfi einnig að líta í eigin barm en mál hafa sömuleiðis verið að skila sér hægt frá þingnefndum. Þingmannamál hafi í auknum mæli komist að en í byrjun vikunnar tilkynnti Steingrímur að nefndadögum yrði fjölgað í þessari viku. Samkvæmt starfsáætlun áttu að vera þingfundir í dag og á morgun en úr varð að þeim var breytt í nefndadaga. „Þingmannamál hafa komist til nefnda í ríkara mæli heldur en kannski oftast áður og við erum líka að, lengjum þá aðeins starfstíma nefndanna þannig að þau hafa þá meiri tíma fyrir sig. Það er minni þörf fyrir þingfundi akkúrat núna þessa dagana, meiri þörf fyrir tíma í nefndum þannig að við aðlögum okkur að þessu,“ segir Steingrímur. Fjármálaáætlun seinna á ferðinni Enn er beðið eftir að fjölmörgum málum frá ríkisstjórninni verði dreift á þinginu og þá var umræðu um fjármálaáætlun seinkað um viku frá því sem gert var ráð fyrir í starfsáætlun. Steingrímur kveðst ekki hafa áhyggjur af því að þetta valdi of miklu álagi þegar líður á vorið. „Ég hef ekkert af þessu stórar áhyggjur. Þetta er allt í eðlilegum farvegi sem slíkum, en uppá jafna dreifingu vinnunnar og álagsins hér þá er náttúrlega mjög mikilvægt að menn komist meira áleiðis í þessum efnum, að forðast uppsöfnun mála rétt fyrir jól og aftur rétt fyrir vor,“ segir Steingrímur. Það hafi verið mikil og ágæt samskipti milli stjórnarráðsins og Alþingis um að bæta úr þessum ferlum. Teknir hafi verið upp reglubundnar heimsóknir forsætisráðherra til þingsins til að fara yfir stöðu mála. „Þannig ég held að samskiptin séu ágæt en enn sem komið er þá eru, já má segja að frammistaðan sé að nokkru leyti undir væntingum.“ Þótt umræðu um fjármálaáætlun hafi verið seinkað sé hún þó á áælun innan lögbundins frests. „Sá frestur sem ráðherra hefur til að leggja áætlunina fram er 1. apríl. Þannig að við erum enn á undan áætlun hvað það varðar. En þetta hefur verið hluti af viðleitninni og við höfum rætt við fjármálaráðuneytið um að reyna að færa fjármálaáætlun framar þannig að umræðum um hana sé lokið og hún komin til nefndar helst vel fyrir mánaðarmótin mars apríl,“ útskýrir Steingrímur. Þá hafi verið brugðist að nokkru leyti með því að gera ráð fyrir þingfundum lengra fram í júní en áður. Alþingi Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Sjá meira
Forseti Alþingis tekur undir með stjórnarandstöðunni að mál frá ríkisstjórn hafi skilað sér hægt til þingsins. Þótt tilkoma samráðsgáttar sé af hinu góða sé þetta nýja ferli eitt af því sem kunni að skýra hvað veldur seinagangi. Þá hafi menn ef til vill verið full bjartsýnir og þurfi að tileinka sér raunhæfari áætlanagerð. Þingmenn stjórnarandstöðunnar auglýstu eftir ríkisstjórninni og kvörtuðu yfir seinagangi og málefnaþurrð frá ríkisstjórninni á Alþingi í gær. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segist sammála því að mál hafi borist hægar en ákjósanlegt væri.Sjá einnig: Auglýsa eftir ríkisstjórninni: „Hún er greinilega ekki í vinnunni“ „Það er vissulega rétt að við hefðum gjarnan viljað sjá svona jafnari dreifingu á málum sem eru að koma frá ríkisstjórn,“ segir Steingrímur. „Þrátt fyrir ýmsa viðleitni á undanförnum misserum þá ber enn á því að menn eru greinilega of bjartsýnir þegar þeir eru að gera sínar áætlanir um afgreiðslu mála eða vanmeta þann tíma sem að undirbúningsferlið tekur.“ Með tilkomu samráðsgáttar hafi þetta ferli til að mynda lengst. Flestir séu þó sammála að samráðsgáttin sé af hinu góða þar sem öllum gefst tækifæri til að skila inn umsögnum á fyrri stigum hafi sá tími sem ferlið tekur ef til vill verið vanmetinn. „Þannig að kannski er það verkefnið, að endurmeta svolítið ferlið og þann tíma sem það tekur með þessari aðferðafræði, að málefni séu almennt lögð upp í samráðsgátt, og að gera svo á þeim grunni raunhæfari áætlanir, raunhæfari þingmálaskrá,“ segir Steingrímur. Mál einnig lengi í þingnefndum Þingið þurfi einnig að líta í eigin barm en mál hafa sömuleiðis verið að skila sér hægt frá þingnefndum. Þingmannamál hafi í auknum mæli komist að en í byrjun vikunnar tilkynnti Steingrímur að nefndadögum yrði fjölgað í þessari viku. Samkvæmt starfsáætlun áttu að vera þingfundir í dag og á morgun en úr varð að þeim var breytt í nefndadaga. „Þingmannamál hafa komist til nefnda í ríkara mæli heldur en kannski oftast áður og við erum líka að, lengjum þá aðeins starfstíma nefndanna þannig að þau hafa þá meiri tíma fyrir sig. Það er minni þörf fyrir þingfundi akkúrat núna þessa dagana, meiri þörf fyrir tíma í nefndum þannig að við aðlögum okkur að þessu,“ segir Steingrímur. Fjármálaáætlun seinna á ferðinni Enn er beðið eftir að fjölmörgum málum frá ríkisstjórninni verði dreift á þinginu og þá var umræðu um fjármálaáætlun seinkað um viku frá því sem gert var ráð fyrir í starfsáætlun. Steingrímur kveðst ekki hafa áhyggjur af því að þetta valdi of miklu álagi þegar líður á vorið. „Ég hef ekkert af þessu stórar áhyggjur. Þetta er allt í eðlilegum farvegi sem slíkum, en uppá jafna dreifingu vinnunnar og álagsins hér þá er náttúrlega mjög mikilvægt að menn komist meira áleiðis í þessum efnum, að forðast uppsöfnun mála rétt fyrir jól og aftur rétt fyrir vor,“ segir Steingrímur. Það hafi verið mikil og ágæt samskipti milli stjórnarráðsins og Alþingis um að bæta úr þessum ferlum. Teknir hafi verið upp reglubundnar heimsóknir forsætisráðherra til þingsins til að fara yfir stöðu mála. „Þannig ég held að samskiptin séu ágæt en enn sem komið er þá eru, já má segja að frammistaðan sé að nokkru leyti undir væntingum.“ Þótt umræðu um fjármálaáætlun hafi verið seinkað sé hún þó á áælun innan lögbundins frests. „Sá frestur sem ráðherra hefur til að leggja áætlunina fram er 1. apríl. Þannig að við erum enn á undan áætlun hvað það varðar. En þetta hefur verið hluti af viðleitninni og við höfum rætt við fjármálaráðuneytið um að reyna að færa fjármálaáætlun framar þannig að umræðum um hana sé lokið og hún komin til nefndar helst vel fyrir mánaðarmótin mars apríl,“ útskýrir Steingrímur. Þá hafi verið brugðist að nokkru leyti með því að gera ráð fyrir þingfundum lengra fram í júní en áður.
Alþingi Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Sjá meira